Úti að aka Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. júlí 2019 07:00 Leigubílamarkaður á Íslandi er einokunarbransi. Forsenda þess að fá að keyra leigubíl er að hafa útgefið leyfi frá Samgöngustofu og vera tengdur leigubílastöð sem má aka leigubíl. Gjaldskrár eru samræmdar og ákveðnar af nefnd, gjaldmælar þurfa að vera löggiltir og bílstjórar þurfa að uppfylla ýmis skilyrði, eins og að vera eigendur eða fyrstu umráðamenn bílsins sem er ekið. Þeir mega ekki hafa verið dæmdir í fangelsi. Þá er að finna í íslenskum lögum hámarksfjölda útgefinna leyfa til aksturs leigubíla. Fyrir tilstilli EES-samningsins stendur til að breyta þessu í átt til frelsis og afnema fjöldatakmarkanir á slíkum leyfum, sem er ein forsenda þess að farveitur sem við þekkjum úr erlendum borgum á borð við Uber og Lyft geti hafið hér starfsemi. En það þarf meira til. Þeir sem ferðast hafa með farveitunum þekkja að verðið sem gefið er upp í snjallsímaforritinu er áætlað verð, sem getur tekið smávægilegum breytingum eftir stöðu framboðs og eftirspurnar, vegalengd, tíma og umferð á götum. Þetta er allt mælt með staðsetningarbúnaði forritsins og fellur þar af leiðandi ekki undir þrönga, íslenska skilgreiningu löggilts gjaldmælis né undanþágu ef samið er um fyrir fram ákveðið heildarverð. Með öðrum orðum nota farveiturnar nútímatækni til að ákvarða verð, neytendum og bílstjórum til hægðarauka. Af óskiljanlegum ástæðum er slíkt bannað á Íslandi og ekki að sjá á nýju frumvarpi samgönguráðherra að standi til að gera breytingu á. Önnur skilyrði sem atvinnubílstjórum eru sett eru undarleg. Af hverju má maður sem hefur á lífsleiðinni farið út af sporinu og tekið út sína refsingu ekki starfa sem leigubílstjóri? Af hverju þarf bílstjóri að eiga bifreið sína ef hann vill bara keyra á mánudögum? Af hverju má eingöngu nota leigubifreið til leigubílaaksturs? Að minnsta kosti er ekki verið að hugsa um neytandann. Með farveitum má velja sér fararskjóta; rafmagnsbíl eða -hjól, stærri bíl fyrir farangur eða glæsibifreið ef á að gera sér dagamun. Kostnaður er nokkurn veginn ljós fyrir fram og greiðsla innheimt í samræmi við gæði bíls, lengd ferðar og tíma dags. Ókunnugir geta deilt leigubíl kjósi þeir svo og skipt kostnaði í gegnum símann. Farþegar og bílstjórar gefa svo hvrr öðrum einkunn, svo samskipti bílstjórans og kúnnans eru í flestum tilfellum til fyrirmyndar. Í borg eins og Reykjavík er kominn tími á frjálsa leigubíla. Fjölbreyttari samgöngur hljóta að vera takmarkið í borg þar sem samgönguvandinn er öllum ljós. Meira að segja væri hægt að innleiða græna hvata í starfsemina; rafmagnsvæða leigubílaflotann. Hvað sem öllum bollaleggingum líður hljóta allir að sjá að leigubílaþjónusta verður að endingu frjáls á Íslandi. Þetta er ekki spurning um hvort heldur hvenær menn sjá ljósið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Leigubílar Ólöf Skaftadóttir Samgöngur Samkeppnismál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Leigubílamarkaður á Íslandi er einokunarbransi. Forsenda þess að fá að keyra leigubíl er að hafa útgefið leyfi frá Samgöngustofu og vera tengdur leigubílastöð sem má aka leigubíl. Gjaldskrár eru samræmdar og ákveðnar af nefnd, gjaldmælar þurfa að vera löggiltir og bílstjórar þurfa að uppfylla ýmis skilyrði, eins og að vera eigendur eða fyrstu umráðamenn bílsins sem er ekið. Þeir mega ekki hafa verið dæmdir í fangelsi. Þá er að finna í íslenskum lögum hámarksfjölda útgefinna leyfa til aksturs leigubíla. Fyrir tilstilli EES-samningsins stendur til að breyta þessu í átt til frelsis og afnema fjöldatakmarkanir á slíkum leyfum, sem er ein forsenda þess að farveitur sem við þekkjum úr erlendum borgum á borð við Uber og Lyft geti hafið hér starfsemi. En það þarf meira til. Þeir sem ferðast hafa með farveitunum þekkja að verðið sem gefið er upp í snjallsímaforritinu er áætlað verð, sem getur tekið smávægilegum breytingum eftir stöðu framboðs og eftirspurnar, vegalengd, tíma og umferð á götum. Þetta er allt mælt með staðsetningarbúnaði forritsins og fellur þar af leiðandi ekki undir þrönga, íslenska skilgreiningu löggilts gjaldmælis né undanþágu ef samið er um fyrir fram ákveðið heildarverð. Með öðrum orðum nota farveiturnar nútímatækni til að ákvarða verð, neytendum og bílstjórum til hægðarauka. Af óskiljanlegum ástæðum er slíkt bannað á Íslandi og ekki að sjá á nýju frumvarpi samgönguráðherra að standi til að gera breytingu á. Önnur skilyrði sem atvinnubílstjórum eru sett eru undarleg. Af hverju má maður sem hefur á lífsleiðinni farið út af sporinu og tekið út sína refsingu ekki starfa sem leigubílstjóri? Af hverju þarf bílstjóri að eiga bifreið sína ef hann vill bara keyra á mánudögum? Af hverju má eingöngu nota leigubifreið til leigubílaaksturs? Að minnsta kosti er ekki verið að hugsa um neytandann. Með farveitum má velja sér fararskjóta; rafmagnsbíl eða -hjól, stærri bíl fyrir farangur eða glæsibifreið ef á að gera sér dagamun. Kostnaður er nokkurn veginn ljós fyrir fram og greiðsla innheimt í samræmi við gæði bíls, lengd ferðar og tíma dags. Ókunnugir geta deilt leigubíl kjósi þeir svo og skipt kostnaði í gegnum símann. Farþegar og bílstjórar gefa svo hvrr öðrum einkunn, svo samskipti bílstjórans og kúnnans eru í flestum tilfellum til fyrirmyndar. Í borg eins og Reykjavík er kominn tími á frjálsa leigubíla. Fjölbreyttari samgöngur hljóta að vera takmarkið í borg þar sem samgönguvandinn er öllum ljós. Meira að segja væri hægt að innleiða græna hvata í starfsemina; rafmagnsvæða leigubílaflotann. Hvað sem öllum bollaleggingum líður hljóta allir að sjá að leigubílaþjónusta verður að endingu frjáls á Íslandi. Þetta er ekki spurning um hvort heldur hvenær menn sjá ljósið.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar