Með hundrað bit eftir lúsmý á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júlí 2019 16:04 Árni Þór Hilmarsson, íbúi á Flúðum og íþróttakennari, sem er illa bitin eftir lúsmý. Hann hefur haft í nógu að snúast um helgina því hann stýrði körfuboltabúðum Hrunamanna þar sem um 140 krakkar voru skráðir til leiks. Ljósmynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson Árni Þór Hilmarsson, íbúi á Flúðum lætur lúsmýið á staðnum ekki trufla sig þrátt fyrir að hann hafi verið bitinn hundrað sinnum. Mest var um mýið í júní, svo bar ekkert á mýinu fyrstu dagana í júlí en nú virðist það vera komið á fullt aftur. Lúsmý hefur verið áberandi í uppsveitum Árnessýslu í sumar, ekki síst á sumarbústaðasvæðum í Biskupstungum og í sveitunum þar í kring. Íbúar í Hrunamannahreppi hafa líka fengið að kenna á lúsmýinu, ekki síst á Flúðum þar sem töluvert hefur verið um fluguna. Mýið lætur suma alveg vera en aðrir fá vel að kenna á því, það þekkir Árni Þór Hilmarsson á Flúðum, sem er mjög skrautlegur á líkamanum eftir öll bitin. „Ég var bitinn hér í byrjun júní þar sem ég fékk fjörutíu bit. Ég er búin að smyrja mig allan af þessum skordýrafælum og hitt og þetta og taldi mig vera góðan, tók B-vítamín og alla þessa galdra, sem átti að taka en svo kom flugan bara aftur og réðst á mig þar sem maður sefur upp í rúmi algjörlega grunlaus og saklaus og étur mann upp til agna“, segir Árni. Árni segir töluverðan kláða fylgja bitunum og aðal óþægindin séu fyrstu tvo dagana eftir bit en hann lætur ástandið ekki trufla sig og segir íbúa á Flúðum og næsta nágrenni ótrúlega rólega og yfirvegaða yfir ástandinu enda þýði ekki að fara á taugum yfir ástandinu. En eru margir bitnir á svæðinu? „Já, maður er alltaf að heyra af einhverjum og maður sér það þegar fólk fer á stuttbuxurnar, það er alltaf gott veður á Flúðum, þá sér maður þetta á handleggjum og fótunum á fólki“. Árni sem fór til Finnlands í vor hafði heyrt af mikilli flugu þar og passaði að vera vel á varðbergi þar og loka gluggum og smyrja sig vel en þar fékk hann bara tvö bit en á Flúðum eru þau orðin hátt í hundrað. Hrunamannahreppur Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið mætt í Vesturbæinn: „Við erum hörð af okkur“ Í umræðum á Facebook hópi Vesturbæjarbúa hafa fleiri fórnarlömb lúsmýsins gefið sig fram og lýsa áhyggjum sínum af ástandinu. 23. júní 2019 14:53 Lyfjainnflytjandi segir krem vegna lúsmýs uppselt en meira á leið til landsins Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina. Lyfjafræðingur segir það koma á óvart hversu víða á landinu fólk er bitið. Lyfjainnflytjandi segir að krem vegna lúsmýs sé uppselt en verið sé að panta meira til landsins. 18. júní 2019 12:15 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira
Árni Þór Hilmarsson, íbúi á Flúðum lætur lúsmýið á staðnum ekki trufla sig þrátt fyrir að hann hafi verið bitinn hundrað sinnum. Mest var um mýið í júní, svo bar ekkert á mýinu fyrstu dagana í júlí en nú virðist það vera komið á fullt aftur. Lúsmý hefur verið áberandi í uppsveitum Árnessýslu í sumar, ekki síst á sumarbústaðasvæðum í Biskupstungum og í sveitunum þar í kring. Íbúar í Hrunamannahreppi hafa líka fengið að kenna á lúsmýinu, ekki síst á Flúðum þar sem töluvert hefur verið um fluguna. Mýið lætur suma alveg vera en aðrir fá vel að kenna á því, það þekkir Árni Þór Hilmarsson á Flúðum, sem er mjög skrautlegur á líkamanum eftir öll bitin. „Ég var bitinn hér í byrjun júní þar sem ég fékk fjörutíu bit. Ég er búin að smyrja mig allan af þessum skordýrafælum og hitt og þetta og taldi mig vera góðan, tók B-vítamín og alla þessa galdra, sem átti að taka en svo kom flugan bara aftur og réðst á mig þar sem maður sefur upp í rúmi algjörlega grunlaus og saklaus og étur mann upp til agna“, segir Árni. Árni segir töluverðan kláða fylgja bitunum og aðal óþægindin séu fyrstu tvo dagana eftir bit en hann lætur ástandið ekki trufla sig og segir íbúa á Flúðum og næsta nágrenni ótrúlega rólega og yfirvegaða yfir ástandinu enda þýði ekki að fara á taugum yfir ástandinu. En eru margir bitnir á svæðinu? „Já, maður er alltaf að heyra af einhverjum og maður sér það þegar fólk fer á stuttbuxurnar, það er alltaf gott veður á Flúðum, þá sér maður þetta á handleggjum og fótunum á fólki“. Árni sem fór til Finnlands í vor hafði heyrt af mikilli flugu þar og passaði að vera vel á varðbergi þar og loka gluggum og smyrja sig vel en þar fékk hann bara tvö bit en á Flúðum eru þau orðin hátt í hundrað.
Hrunamannahreppur Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið mætt í Vesturbæinn: „Við erum hörð af okkur“ Í umræðum á Facebook hópi Vesturbæjarbúa hafa fleiri fórnarlömb lúsmýsins gefið sig fram og lýsa áhyggjum sínum af ástandinu. 23. júní 2019 14:53 Lyfjainnflytjandi segir krem vegna lúsmýs uppselt en meira á leið til landsins Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina. Lyfjafræðingur segir það koma á óvart hversu víða á landinu fólk er bitið. Lyfjainnflytjandi segir að krem vegna lúsmýs sé uppselt en verið sé að panta meira til landsins. 18. júní 2019 12:15 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira
Lúsmýið mætt í Vesturbæinn: „Við erum hörð af okkur“ Í umræðum á Facebook hópi Vesturbæjarbúa hafa fleiri fórnarlömb lúsmýsins gefið sig fram og lýsa áhyggjum sínum af ástandinu. 23. júní 2019 14:53
Lyfjainnflytjandi segir krem vegna lúsmýs uppselt en meira á leið til landsins Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina. Lyfjafræðingur segir það koma á óvart hversu víða á landinu fólk er bitið. Lyfjainnflytjandi segir að krem vegna lúsmýs sé uppselt en verið sé að panta meira til landsins. 18. júní 2019 12:15