HB Grandi kaupir sölufélög í Asíu af ÚR Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2019 16:22 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. HB Grandi hf. og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á sölufélögum þess síðarnefnda í Asíu. Kaupverðið samsvarar alls 31,1 milljón evra, næstum 4,4 milljörðum króna, og er tilgangur kaupanna „að styrkja stöðu HB Granda og sjávarútvegs á Íslandi á mikilvægum og vaxandi mörkuðum í Asíu,“ eins og það er orðað í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir að um sé að ræða kaup HB Granda á öllu hlutafé í sölufélögum Útgerðarfélagsins í Japan, Hong Kong og á meginlandi Kína, sem og þjónustufélagi á Íslandi sem tengist framangreindum félögum. Öll hin keyptu félög eru í fullri eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur. Búið er að undirrita kaupsamninga en kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki stjórna HB Granda og Útgerðarfélagsins, sem og samþykkt hluthafafundar HB Granda. Fyrirhugað er að kaupverðið verði greitt með útgáfu 133.751.606 nýrra hluta í HB Granda til Útgerðarfélagsins. „Þetta samsvarar aukningu hlutafjár um 7,3% sem aftur myndi leiða til þess að Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. myndi eftir viðskiptin eiga samtals 42,31% heildarhlutafjár í HB Granda hf. Unnin verður áreiðanleikakönnun á hinum keyptu félögum og skýrsla um kaupin samkvæmt lögum um viðskipti tengdra aðila og verður hún kynnt hluthöfum með fundarboði. Hlutabréfin verða afhent við greiðslu kaupverðsins,“ segir í tilkynningunni. Þar er þess jafnframt getið að umrædd félög hafi staðið að sölu íslenskra sjávarútvegsafurða á Asíu markaði allt frá árinu 1989 og að þau hafi selt rúmlega 38 þúsund tonn af sjávarafurðum á síðasta ári. Velta félaganna hafi numið samtals 146 milljónum evra, hagnaður eftir afskriftir, skatta og fjármagnsliði (EBITDA) 4,2 milljónum evra og bókfært eigið fé félaganna hafi verið 11,5 milljónir evra. Brim Sjávarútvegur Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
HB Grandi hf. og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á sölufélögum þess síðarnefnda í Asíu. Kaupverðið samsvarar alls 31,1 milljón evra, næstum 4,4 milljörðum króna, og er tilgangur kaupanna „að styrkja stöðu HB Granda og sjávarútvegs á Íslandi á mikilvægum og vaxandi mörkuðum í Asíu,“ eins og það er orðað í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir að um sé að ræða kaup HB Granda á öllu hlutafé í sölufélögum Útgerðarfélagsins í Japan, Hong Kong og á meginlandi Kína, sem og þjónustufélagi á Íslandi sem tengist framangreindum félögum. Öll hin keyptu félög eru í fullri eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur. Búið er að undirrita kaupsamninga en kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki stjórna HB Granda og Útgerðarfélagsins, sem og samþykkt hluthafafundar HB Granda. Fyrirhugað er að kaupverðið verði greitt með útgáfu 133.751.606 nýrra hluta í HB Granda til Útgerðarfélagsins. „Þetta samsvarar aukningu hlutafjár um 7,3% sem aftur myndi leiða til þess að Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. myndi eftir viðskiptin eiga samtals 42,31% heildarhlutafjár í HB Granda hf. Unnin verður áreiðanleikakönnun á hinum keyptu félögum og skýrsla um kaupin samkvæmt lögum um viðskipti tengdra aðila og verður hún kynnt hluthöfum með fundarboði. Hlutabréfin verða afhent við greiðslu kaupverðsins,“ segir í tilkynningunni. Þar er þess jafnframt getið að umrædd félög hafi staðið að sölu íslenskra sjávarútvegsafurða á Asíu markaði allt frá árinu 1989 og að þau hafi selt rúmlega 38 þúsund tonn af sjávarafurðum á síðasta ári. Velta félaganna hafi numið samtals 146 milljónum evra, hagnaður eftir afskriftir, skatta og fjármagnsliði (EBITDA) 4,2 milljónum evra og bókfært eigið fé félaganna hafi verið 11,5 milljónir evra.
Brim Sjávarútvegur Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira