Sjö milljónir íbúa Suður-Súdan við hungurmörk Heimsljós kynnir 11. júlí 2019 13:30 Flóttfólk frá Suður-Súdan nýkomið til Úganda. gunnisal Alvarlegur matarskortur hrjáir tæplega sjö milljónir íbúa Suður-Súdan, eða 61% þjóðarinnar, fleiri en nokkru sinni fyrr í sögu yngstu þjóðarinnar í heiminum. Í vikunni voru átta ár liðin frá sjálfstæði Suður-Súdan en nánast allan þann tíma hefur verið ófriður í landinu. Rúmlega 2,3 milljónir íbúa hafa flúið yfir landmæri til grannþjóða og hafast þar við sem flóttamenn. Innan lands eru 1,9 milljónir íbúa á vergangi. Að mati hjálparsamtakanna Save the Children hefur íbúum á barmi hungursneyðar fjölgað um eina milljón frá undirritun friðarsamninga í september á síðasta ári. Þrátt fyrir þá hafa byssurnar ekki þagnað og þúsundir fjölskyldna misst eigur sínar og lífsviðurværi vegna átakanna. Salva Kir, forseti Suður-Súdan, ávarpaði þjóð sína á þjóðhátíðardaginn og baðst afsökunar á mistökum ríkisstjórnarinnar, meðal annars þeim að hafa ekki tekist að greiða ríkisstarfsmönnum laun vegna efnahagskreppunnar í landinu. Kir hefur verið forseti frá upphafi sjálfstæðis landsins 2011 og sama ár sakaði hann varaforsetann, Riek Marchar, um tilraun til valdaráns. Í þessum heimshluta er matvælaskortur útbreiddur en að mati Save the Children hefur Suður-Súdan þá sérstöðu að matvælaskorturinn er fyrst og fremst til kominn vegna átakanna en ekki þurrka eins og í Eþíópíu, Kenya og Sómalíu. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) telur fjárþörfina vegna flóttafólks frá Suður-Súdan vera 1,4 milljarða dala en aðeins hefur tekist að afla fimmtungs þess fjár. Í norðurhluta Úganda eru um 1,3 milljónir flóttamanna, flestir frá Suður-Súdan. Þorri þeirra eru konur og börn. Í desember á síðasta ári var skrifað undir samning við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um uppsetningu sólardrifinna vatnsveitna fyrir heilsugæslustöðvar og skóla á einu svæði flóttamanna. Um er að ræða nýmæli því að verkefnið samþættir aðstoð við flóttafólk og heimafólk. Þótt alþjóðasamfélagið leggi áherslu á samþættingu þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar eru þess háttar verkefni fátíð. Eftir eitt ár verður metið hvernig til hefur tekist og hvort halda eigi stuðningi áfram. Ragnheiður Kolsöe sérfræðingur á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytis hefur dvalið langdvölum í Suður-Súdan og sagði hlustendum Rásar 2 í vikunni af landi og þjóð. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent
Alvarlegur matarskortur hrjáir tæplega sjö milljónir íbúa Suður-Súdan, eða 61% þjóðarinnar, fleiri en nokkru sinni fyrr í sögu yngstu þjóðarinnar í heiminum. Í vikunni voru átta ár liðin frá sjálfstæði Suður-Súdan en nánast allan þann tíma hefur verið ófriður í landinu. Rúmlega 2,3 milljónir íbúa hafa flúið yfir landmæri til grannþjóða og hafast þar við sem flóttamenn. Innan lands eru 1,9 milljónir íbúa á vergangi. Að mati hjálparsamtakanna Save the Children hefur íbúum á barmi hungursneyðar fjölgað um eina milljón frá undirritun friðarsamninga í september á síðasta ári. Þrátt fyrir þá hafa byssurnar ekki þagnað og þúsundir fjölskyldna misst eigur sínar og lífsviðurværi vegna átakanna. Salva Kir, forseti Suður-Súdan, ávarpaði þjóð sína á þjóðhátíðardaginn og baðst afsökunar á mistökum ríkisstjórnarinnar, meðal annars þeim að hafa ekki tekist að greiða ríkisstarfsmönnum laun vegna efnahagskreppunnar í landinu. Kir hefur verið forseti frá upphafi sjálfstæðis landsins 2011 og sama ár sakaði hann varaforsetann, Riek Marchar, um tilraun til valdaráns. Í þessum heimshluta er matvælaskortur útbreiddur en að mati Save the Children hefur Suður-Súdan þá sérstöðu að matvælaskorturinn er fyrst og fremst til kominn vegna átakanna en ekki þurrka eins og í Eþíópíu, Kenya og Sómalíu. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) telur fjárþörfina vegna flóttafólks frá Suður-Súdan vera 1,4 milljarða dala en aðeins hefur tekist að afla fimmtungs þess fjár. Í norðurhluta Úganda eru um 1,3 milljónir flóttamanna, flestir frá Suður-Súdan. Þorri þeirra eru konur og börn. Í desember á síðasta ári var skrifað undir samning við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um uppsetningu sólardrifinna vatnsveitna fyrir heilsugæslustöðvar og skóla á einu svæði flóttamanna. Um er að ræða nýmæli því að verkefnið samþættir aðstoð við flóttafólk og heimafólk. Þótt alþjóðasamfélagið leggi áherslu á samþættingu þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar eru þess háttar verkefni fátíð. Eftir eitt ár verður metið hvernig til hefur tekist og hvort halda eigi stuðningi áfram. Ragnheiður Kolsöe sérfræðingur á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytis hefur dvalið langdvölum í Suður-Súdan og sagði hlustendum Rásar 2 í vikunni af landi og þjóð. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent