Hótanir vegna tilkynningar um lausagöngu hunda Jakob Bjarnar skrifar 10. júlí 2019 15:50 Hundarnir tveir sem um ræðir. Tilkynning hreppsins um að þeir yrðu aflífaðir ef þeirra yrði ekki vitjað virðast hafa kallað fram nokkurn ofsa meðal hundavina. Grímsnes- og Grafningshr./Facebook Starfsfólki sveitafélags Grímsness- og Grafningshrepps hafa borist hótanir í kjölfar þess að gefin var út óvarlega orðuð tilkynning um lausagöngu hunda. Birt var mynd af tveimur hundum og þeir sagðir í vörslu sveitarfélagsins. Eigendum hundanna var vinsamlegast bent á að hafa samband við Kristján hundafangara en verði hundanna ekki vitjað fyrir 15. júlí verði þeir aflífaðir.Fjarlægðu færsluna vegna úlfúðar Svo virðist sem þetta hafi farið þversum í margan ákafan hundavininn því samkvæmt nýrri tilkynningu frá sveitarfélaginu hefur starfsfólki hreppsins borist hótanir. „Yfirvöldum sveitarfélagsins ber að auglýsa handsömun á hundum líkt og var gert og var því ekkert athugavert við það þar sem verið var að framfylgja áðurnefndri samþykkt,“ segir í tilkynningu sem sjá má á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar segir jafnframt:Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi, stendur í ströngu vegna lausagöngu hunda og eftirmála vegna tilkynningar um slíka.„Færslan vakti talsverða athygli og fékk mikla umfjöllun. Hún varð til þess að eigendur hafa fundist og samkvæmt okkar upplýsingum verður þeirra vitjað fyrir þann tíma sem gefinn var upp. Því miður varð að fjarlægja áðurnefnda færslu vegna hótana í garð starfsfólks sveitarfélagsins og annarra og munu þær hótanir verða tilkynntar til lögreglu.“ Deila má um orðalagið Þá segir að vissulega megi deila um orðalag í færslunni og í tilgreindum samþykktum um hundahald og verði hvoru tveggja skoðað í kjölfar þessa máls. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra með það fyrir augum að fá frekari upplýsingar um þessar hótanir en án árangurs.Uppfært: Í upphaflegri frétt var talað um líflátshótanir. Ekki hefur verið staðfest að um líflátshótanir hafi verið að ræða. Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Starfsfólki sveitafélags Grímsness- og Grafningshrepps hafa borist hótanir í kjölfar þess að gefin var út óvarlega orðuð tilkynning um lausagöngu hunda. Birt var mynd af tveimur hundum og þeir sagðir í vörslu sveitarfélagsins. Eigendum hundanna var vinsamlegast bent á að hafa samband við Kristján hundafangara en verði hundanna ekki vitjað fyrir 15. júlí verði þeir aflífaðir.Fjarlægðu færsluna vegna úlfúðar Svo virðist sem þetta hafi farið þversum í margan ákafan hundavininn því samkvæmt nýrri tilkynningu frá sveitarfélaginu hefur starfsfólki hreppsins borist hótanir. „Yfirvöldum sveitarfélagsins ber að auglýsa handsömun á hundum líkt og var gert og var því ekkert athugavert við það þar sem verið var að framfylgja áðurnefndri samþykkt,“ segir í tilkynningu sem sjá má á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar segir jafnframt:Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi, stendur í ströngu vegna lausagöngu hunda og eftirmála vegna tilkynningar um slíka.„Færslan vakti talsverða athygli og fékk mikla umfjöllun. Hún varð til þess að eigendur hafa fundist og samkvæmt okkar upplýsingum verður þeirra vitjað fyrir þann tíma sem gefinn var upp. Því miður varð að fjarlægja áðurnefnda færslu vegna hótana í garð starfsfólks sveitarfélagsins og annarra og munu þær hótanir verða tilkynntar til lögreglu.“ Deila má um orðalagið Þá segir að vissulega megi deila um orðalag í færslunni og í tilgreindum samþykktum um hundahald og verði hvoru tveggja skoðað í kjölfar þessa máls. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra með það fyrir augum að fá frekari upplýsingar um þessar hótanir en án árangurs.Uppfært: Í upphaflegri frétt var talað um líflátshótanir. Ekki hefur verið staðfest að um líflátshótanir hafi verið að ræða.
Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21