Var að reyna að eignast barn en féll þess í stað á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2019 10:00 Golden Tate með eiginkonu sinni Elise Pollard Tate. Getty/Aaron J. Thornton Útherji New York Giants liðsins í NFL-deildinni er á leiðinni í leikbann eftir að hann féll á lyfjaprófi. Ástæðurnar eru allsérstakar og aðalástæðan fyrir því að hann hefur áfrýjað banni sínu. Golden Tate, leikmaður New York Giants, var á dögunum dæmdur í fjögurra leikja bann sem er 25 prósent allra deildarleikja Giants liðsins á komandi tímabili. Tate hefur nú komið fram með sína hlið á málinu en það var í raun hann sjálfur sem tilkynnti sig inn. Tate segir frá aðstæðum sínum í færslu á Twitter sem sjá má hér fyrir neðan.My statement. pic.twitter.com/WzP7W4bclB — Golden Tate (@ShowtimeTate) July 27, 2019 Golden Tate segir þarna frá því að hann og konan hafi verið að reyna eignast barn eftir tímabilið. Þau hittu sérfræðing í apríl og hann fór að taka fjórsemislyf. Nokkrum dögum síðar áttaði Tate sig á því að efni í lyfinu var á bannlista. „Ég hætti strax á kúrnum og lét vita af málinu,“ skrifaði Golden Tate en hann hafði samband við deildina hjá NFL sem sér um lyfjamálin. „Ég talaði líka við þjálfara mína og framkvæmdastjóra félagsins. Ég gerði þetta allt löngu áður en kom í ljós að ég hafði fallið á lyfjaprófinu,“ sagði Tate. „Á tíu árum mínum í NFL-deildinni hef ég verið mjög stoltur af því að spila þessa íþrótt á réttan hátt. Ég hef verið sendiherra fyrir deildina og hef aldrei verið í vandræðum. Meðferðin sem ég fór í þarna í apríl hafði engin áhrif á frammistöðu mína á vellinum enda hefði ég þá ekki farið í hana í apríl,“ skrifaði Tate meðal annars. Golden Tate er þrítugur og gerði fjögurra ára samning við í mars. Félagið ætlar að borga honum 37,5 milljónir dollara á þessum tíma þar af er hann öruggur með 23 milljónir. Framundan er tíunda tímabil Tate í NFL-deildinni en hann hefur áður spilað með Seattle Seahawks (2010–2013), Detroit Lions (2014–2018) og Philadelphia Eagles (2018). Tate giftist Elise Pollard árið 2017 en þau höfðu verið saman frá árinu 2012. NFL Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Sjá meira
Útherji New York Giants liðsins í NFL-deildinni er á leiðinni í leikbann eftir að hann féll á lyfjaprófi. Ástæðurnar eru allsérstakar og aðalástæðan fyrir því að hann hefur áfrýjað banni sínu. Golden Tate, leikmaður New York Giants, var á dögunum dæmdur í fjögurra leikja bann sem er 25 prósent allra deildarleikja Giants liðsins á komandi tímabili. Tate hefur nú komið fram með sína hlið á málinu en það var í raun hann sjálfur sem tilkynnti sig inn. Tate segir frá aðstæðum sínum í færslu á Twitter sem sjá má hér fyrir neðan.My statement. pic.twitter.com/WzP7W4bclB — Golden Tate (@ShowtimeTate) July 27, 2019 Golden Tate segir þarna frá því að hann og konan hafi verið að reyna eignast barn eftir tímabilið. Þau hittu sérfræðing í apríl og hann fór að taka fjórsemislyf. Nokkrum dögum síðar áttaði Tate sig á því að efni í lyfinu var á bannlista. „Ég hætti strax á kúrnum og lét vita af málinu,“ skrifaði Golden Tate en hann hafði samband við deildina hjá NFL sem sér um lyfjamálin. „Ég talaði líka við þjálfara mína og framkvæmdastjóra félagsins. Ég gerði þetta allt löngu áður en kom í ljós að ég hafði fallið á lyfjaprófinu,“ sagði Tate. „Á tíu árum mínum í NFL-deildinni hef ég verið mjög stoltur af því að spila þessa íþrótt á réttan hátt. Ég hef verið sendiherra fyrir deildina og hef aldrei verið í vandræðum. Meðferðin sem ég fór í þarna í apríl hafði engin áhrif á frammistöðu mína á vellinum enda hefði ég þá ekki farið í hana í apríl,“ skrifaði Tate meðal annars. Golden Tate er þrítugur og gerði fjögurra ára samning við í mars. Félagið ætlar að borga honum 37,5 milljónir dollara á þessum tíma þar af er hann öruggur með 23 milljónir. Framundan er tíunda tímabil Tate í NFL-deildinni en hann hefur áður spilað með Seattle Seahawks (2010–2013), Detroit Lions (2014–2018) og Philadelphia Eagles (2018). Tate giftist Elise Pollard árið 2017 en þau höfðu verið saman frá árinu 2012.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Sjá meira