Lummur Arnar Tómas Valgeirsson skrifar 26. júlí 2019 07:00 Lumman er ekki fremst í flokki íslensku flatbakstursfjölskyldunnar. Systur hennar, pönnukakan og vafflan, eru mun vinsælli kostur í fjölskylduboðum, og þrátt fyrir vinsældir orðatiltækisins þá veit ég ekki hvert ég ætti að fara til að kaupa mér heitar lummur þótt ég vildi það. Samt sem áður finnst mér alltaf gaman að vera boðið upp á lummur sem gerist að jafnaði á um það bil fimm ára fresti, þó með nokkrum vikmörkum. Það ætti því að vera auðvelt að áætla hversu oft ég hef borðað lummur á lífsleiðinni og hversu oft ég mun borða lummur áður en ég dey, miðað við meðal lífslíkur Íslendinga. Ef ég næ að lifa til níræðs mun ég því borða lummur um það til tíu sinnum í viðbót áður en ég gef upp öndina. Það er ekki víst hvort þessi ályktun standist því ég get orðið bráðkvaddur eða uppskriftin að lummum gleymst í óeirðum tengdum loftslagshamförum eða Eurovision á næstu árum. Það er því ekki ómögulegt að síðasta skipti sem ég borðaði lummur hafi verið síðasta skipti sem ég borða lummur. Það er frekar ógnvænlegt að hugsa til þess að ég hef líklega gert ótal hluti í síðasta skipti án þess að gera mér grein fyrir því. Ég er ekki viss um að ég muni nokkurn tímann sjá úlfalda aftur í eigin persónu, kaupa mér Hockey Pulver eða setjast upp í Saab. Þótt ég eigi ágætis minningar tengdar þessum hlutum finnst mér þó ólíklegt að ég muni sjá eftir þeim á þar til gerðum dánarbeði mínum. Ég á hins vegar nóg af vandamönnum sem ég hitti á um það bil fimm ára fresti, þó með nokkrum vikmörkum, og myndi sjá eftir – þótt þeir séu pínu lummó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Tómas Valgeirsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Lumman er ekki fremst í flokki íslensku flatbakstursfjölskyldunnar. Systur hennar, pönnukakan og vafflan, eru mun vinsælli kostur í fjölskylduboðum, og þrátt fyrir vinsældir orðatiltækisins þá veit ég ekki hvert ég ætti að fara til að kaupa mér heitar lummur þótt ég vildi það. Samt sem áður finnst mér alltaf gaman að vera boðið upp á lummur sem gerist að jafnaði á um það bil fimm ára fresti, þó með nokkrum vikmörkum. Það ætti því að vera auðvelt að áætla hversu oft ég hef borðað lummur á lífsleiðinni og hversu oft ég mun borða lummur áður en ég dey, miðað við meðal lífslíkur Íslendinga. Ef ég næ að lifa til níræðs mun ég því borða lummur um það til tíu sinnum í viðbót áður en ég gef upp öndina. Það er ekki víst hvort þessi ályktun standist því ég get orðið bráðkvaddur eða uppskriftin að lummum gleymst í óeirðum tengdum loftslagshamförum eða Eurovision á næstu árum. Það er því ekki ómögulegt að síðasta skipti sem ég borðaði lummur hafi verið síðasta skipti sem ég borða lummur. Það er frekar ógnvænlegt að hugsa til þess að ég hef líklega gert ótal hluti í síðasta skipti án þess að gera mér grein fyrir því. Ég er ekki viss um að ég muni nokkurn tímann sjá úlfalda aftur í eigin persónu, kaupa mér Hockey Pulver eða setjast upp í Saab. Þótt ég eigi ágætis minningar tengdar þessum hlutum finnst mér þó ólíklegt að ég muni sjá eftir þeim á þar til gerðum dánarbeði mínum. Ég á hins vegar nóg af vandamönnum sem ég hitti á um það bil fimm ára fresti, þó með nokkrum vikmörkum, og myndi sjá eftir – þótt þeir séu pínu lummó.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar