Engin ástæða til þess að tala um Boris með þeim hætti sem hefur verið gert Andri Eysteinsson skrifar 24. júlí 2019 23:00 Guðlaugur Þór og Boris á fundi NATO árið 2017 EPA/ Stephanie LeCOCQ „Þetta er skemmtilegur maður, vel að sér og vel lesinn. Skarpgreindur en ekki mjög hefðbundinn stjórnmálamaður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra um nýjan forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmanninn Boris Johnson. Guðlaugur sem hitt hefur Boris margoft, sérstaklega á meðan Boris gegndi embætti utanríkisráðherra Bretlands á árunum 2016-2018 segir að engin ástæða sé til þess að tala um Boris með þeim hætti sem hefur verið gert en Boris hefur verið kallaður trúður, hirðfífl og sagt að undir hans stjórn fari allt á verri veg. Guðlaugur er eins og segir ósammála þeirri orðræðu en viðurkennir að Boris Johnson bíði erfitt verkefni. „Það hefur sjaldan verið jafn krefjandi að taka við þessu embætti og nú. Það verður ekki bara krefjandi fyrir Bretland heldur Evrópu og heiminn allan. Boris var einn þeirra stjórnmálamanna sem börðust fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og hefur sagt að Brexit fari fram ekki síðar en 31. Október næstkomandi og að skynsamlegt sé að fara að búa sig undir útgöngu án samnings við Evrópusambandið. Guðlaugur segir íslensk stjórnvöld hafa búið sig, eins vel og unnt er, undir áhrif þess ef Bretar yfirgefa ESB án samnings. „Við höfum verið í miklum samskiptum við Breta, Evrópusambandið og EFTA ríkin,“ sagði Guðlaugur. „Ef viðskiptahindranir verða í nánustu framtíð mun það koma niður á öllum, ekki bara á Bretlandi heldur líka á Írlandi og Benelúx löndunum,“ segir Guðlaugur Þór sem bætti við að eins og staðan sé í dag selji ESB mikið mun meira inn til Bretlands en Bretland til ESB.Þurfum við að hafa einhverjar stórar áhyggjur?„Eins og staðan er núna er alls ekki hægt að útiloka að það verði viðskiptahindranir. Ég held að þær muni alltaf leysast á einhverjum tíma en sá tími getur kostað ýmislegt, störf og hagvöxt,“ segir Guðlaugur Þór.Guðlaugur segist þá vona að nýir ráðamenn Bretlands og Evrópusambandsins muni setjast að samningaborðinu og hugsa meira í lausnum en gert hefur verið í viðræðum hingað til. Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
„Þetta er skemmtilegur maður, vel að sér og vel lesinn. Skarpgreindur en ekki mjög hefðbundinn stjórnmálamaður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra um nýjan forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmanninn Boris Johnson. Guðlaugur sem hitt hefur Boris margoft, sérstaklega á meðan Boris gegndi embætti utanríkisráðherra Bretlands á árunum 2016-2018 segir að engin ástæða sé til þess að tala um Boris með þeim hætti sem hefur verið gert en Boris hefur verið kallaður trúður, hirðfífl og sagt að undir hans stjórn fari allt á verri veg. Guðlaugur er eins og segir ósammála þeirri orðræðu en viðurkennir að Boris Johnson bíði erfitt verkefni. „Það hefur sjaldan verið jafn krefjandi að taka við þessu embætti og nú. Það verður ekki bara krefjandi fyrir Bretland heldur Evrópu og heiminn allan. Boris var einn þeirra stjórnmálamanna sem börðust fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og hefur sagt að Brexit fari fram ekki síðar en 31. Október næstkomandi og að skynsamlegt sé að fara að búa sig undir útgöngu án samnings við Evrópusambandið. Guðlaugur segir íslensk stjórnvöld hafa búið sig, eins vel og unnt er, undir áhrif þess ef Bretar yfirgefa ESB án samnings. „Við höfum verið í miklum samskiptum við Breta, Evrópusambandið og EFTA ríkin,“ sagði Guðlaugur. „Ef viðskiptahindranir verða í nánustu framtíð mun það koma niður á öllum, ekki bara á Bretlandi heldur líka á Írlandi og Benelúx löndunum,“ segir Guðlaugur Þór sem bætti við að eins og staðan sé í dag selji ESB mikið mun meira inn til Bretlands en Bretland til ESB.Þurfum við að hafa einhverjar stórar áhyggjur?„Eins og staðan er núna er alls ekki hægt að útiloka að það verði viðskiptahindranir. Ég held að þær muni alltaf leysast á einhverjum tíma en sá tími getur kostað ýmislegt, störf og hagvöxt,“ segir Guðlaugur Þór.Guðlaugur segist þá vona að nýir ráðamenn Bretlands og Evrópusambandsins muni setjast að samningaborðinu og hugsa meira í lausnum en gert hefur verið í viðræðum hingað til.
Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira