Nýju fötin keisarans Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. júlí 2019 08:00 Siglum Brexit heim, sameinum landið og sigrum Jeremy Corbyn. Þetta hafa verið einkunnarorð Boris Johnson í baráttunni um forsætisráðherrastólinn. Ljóst er að nýs þjóðarleiðtoga bíða ærin verkefni ef loforðin á að efna enda þarf Johnson að starfa í hinu sama þingi og hefur hingað til fellt allar útfærslur útgöngunnar. Allar tölur sýna að Bretar eru enn klofnir í afstöðu sinni til útgöngu úr Evrópusambandinu. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, lýsti í gær yfir þungum áhyggjum af kjöri hins nýja leiðtoga Íhaldsflokksins. Stuðningur við sjálfstætt Skotland er nú sá mesti frá árinu 2015, samkvæmt nýlegri könnun. Í henni segjast 49 prósent Skota vilja lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi og 51 prósent er andvígt sjálfstæði. Þrátt fyrir gífuryrði Boris á leið sinni að Downing-stræti bólar ekkert á nýjum hugmyndum um hvernig megi höggva á Brexit-hnútinn sem ekki bifast. Boris segist ekki hræddur við hart Brexit – hann leiði þjóðina út, hvað sem tautar og raular. Ekki er auðvelt að sjá hvernig sú óbilgjarna afstaða spilar með diplómatísku markmiði hans um að sameina þjóð sem er klofin í herðar niður í afstöðu sinni til málsins. Í Brussel var kosningu Johnsons mætt með yfirlýsingu um að kröfur hans inn í viðræður um útgöngu væru óraunhæfar. Aðalsamningamaður Evrópusambandsins óskaði eftir uppbyggilegu samstarfi við forsætisráðherrann um fullgildingu útgöngusamnings fráfarandi forsætisráðherra, Theresu May, sem Boris hefur hingað til lýst sem dauðum samningi. Í baksýnisspeglinum er óhætt að halda því fram að May hafi sýnt ótrúlega seiglu í viðleitni sinni til að koma Bretum úr Evrópusambandinu í flokki þar sem allt logaði stafnanna á milli og samflokksmenn reyndust henni erfiðustu andstæðingarnir. Fyrir þeim hópi fór, líkt og frægt er orðið, hentistefnumaðurinn sem nú er orðinn forsætisráðherra. Svo felldi breska þingið einfaldlega allt sem boðið var upp á, þótt May hafi raunar í tvígang komist ansi nálægt samkomulagi. Tækifærissinninn hafði vinninginn að sinni sé miðað við úrslitin í Westminster í gær. Sigurinn var fyrirsjáanlegur. Þróunin víðar en í Bretlandi sýnir að popúlismi kemur mönnum langt. Meinið fyrir popúlistana er að með tímanum þarf að sýna fram á efndir. Þá stendur eftir þriðja kosningaloforð hentistefnumannsins. Ef ekki tekst að greiða úr Brexit-flækjunni með Boris í fararbroddi verður fróðlegt að sjá hvaða árangri flokkur hans nær í næstu þingkosningum. Nú er verkefni Boris einfaldlega að sanna að keisarinn sé í klæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Siglum Brexit heim, sameinum landið og sigrum Jeremy Corbyn. Þetta hafa verið einkunnarorð Boris Johnson í baráttunni um forsætisráðherrastólinn. Ljóst er að nýs þjóðarleiðtoga bíða ærin verkefni ef loforðin á að efna enda þarf Johnson að starfa í hinu sama þingi og hefur hingað til fellt allar útfærslur útgöngunnar. Allar tölur sýna að Bretar eru enn klofnir í afstöðu sinni til útgöngu úr Evrópusambandinu. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, lýsti í gær yfir þungum áhyggjum af kjöri hins nýja leiðtoga Íhaldsflokksins. Stuðningur við sjálfstætt Skotland er nú sá mesti frá árinu 2015, samkvæmt nýlegri könnun. Í henni segjast 49 prósent Skota vilja lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi og 51 prósent er andvígt sjálfstæði. Þrátt fyrir gífuryrði Boris á leið sinni að Downing-stræti bólar ekkert á nýjum hugmyndum um hvernig megi höggva á Brexit-hnútinn sem ekki bifast. Boris segist ekki hræddur við hart Brexit – hann leiði þjóðina út, hvað sem tautar og raular. Ekki er auðvelt að sjá hvernig sú óbilgjarna afstaða spilar með diplómatísku markmiði hans um að sameina þjóð sem er klofin í herðar niður í afstöðu sinni til málsins. Í Brussel var kosningu Johnsons mætt með yfirlýsingu um að kröfur hans inn í viðræður um útgöngu væru óraunhæfar. Aðalsamningamaður Evrópusambandsins óskaði eftir uppbyggilegu samstarfi við forsætisráðherrann um fullgildingu útgöngusamnings fráfarandi forsætisráðherra, Theresu May, sem Boris hefur hingað til lýst sem dauðum samningi. Í baksýnisspeglinum er óhætt að halda því fram að May hafi sýnt ótrúlega seiglu í viðleitni sinni til að koma Bretum úr Evrópusambandinu í flokki þar sem allt logaði stafnanna á milli og samflokksmenn reyndust henni erfiðustu andstæðingarnir. Fyrir þeim hópi fór, líkt og frægt er orðið, hentistefnumaðurinn sem nú er orðinn forsætisráðherra. Svo felldi breska þingið einfaldlega allt sem boðið var upp á, þótt May hafi raunar í tvígang komist ansi nálægt samkomulagi. Tækifærissinninn hafði vinninginn að sinni sé miðað við úrslitin í Westminster í gær. Sigurinn var fyrirsjáanlegur. Þróunin víðar en í Bretlandi sýnir að popúlismi kemur mönnum langt. Meinið fyrir popúlistana er að með tímanum þarf að sýna fram á efndir. Þá stendur eftir þriðja kosningaloforð hentistefnumannsins. Ef ekki tekst að greiða úr Brexit-flækjunni með Boris í fararbroddi verður fróðlegt að sjá hvaða árangri flokkur hans nær í næstu þingkosningum. Nú er verkefni Boris einfaldlega að sanna að keisarinn sé í klæðum.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun