Finnst það engin forréttindi að heyja í þessari náttúruumgjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júlí 2019 21:01 Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í viðtali við Stöð 2. Stöð 2/Einar Árnason. Afar misjafnt er milli sunnlenskra sveita hve snemma bændur hefja heyskap. Bóndinn á Nesjum í Grafningi hóf fyrsta slátt í síðustu viku og segist mánuði á eftir mörgum öðrum á Suðurlandi, - ekki aðeins sé sveitin kaldari heldur hafi þurrkar í sumar einnig hamlað sprettu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Séð yfir Bæjarvík sem bærinn Nesjar stendur við. Bæjarhúsin eru í skógarlundi fyrir miðri mynd. Hestvík til vinstri.Stöð 2/Einar Árnason.Ef velja ætti fegurstu bújarðir landsins má telja líklegt að margir myndu hafa Nesjar í Grafningi ofarlega á slíkum lista. Túnin teygja sig um nesin við suðvestanvert Þingvallavatn. Eyjarnar á vatninu, Nesjaey og Sandey, eru skammt undan og fjær blasa við fjöll eins og Botnssúlur, Skjaldbreiður og Hrafnabjörg.Traktor Nesjabóndans snýr heyinu. Fyrir miðri mynd má greina Arnarklett og síðan Nesjaey. Fjær er Sandey. Í fjallahringnum má sjá Botnssúlur, Ármannsfell, Skjaldbreiði, Hrafnabjörg og Kálfstinda, en einnig Arnarfell og Miðfell við vatnið.Stöð 2/Einar Árnason.Örn Jónasson bóndi er þó ekki að mikla fyrir sér náttúrufegurðina sem aðrir dásama. „Maður er vanur þessu frá æsku. Þetta er bara vaninn. Það kemur upp í vana þar sem þú ert,“ segir Örn og kveðst ekki líta á það sem forréttindi að vinna í þessu umhverfi. „Þetta er bara vinna eins og annað,“ segir hann. „Allir verða að yrkja eitthvað.“Séð yfir Nesjar í átt til Hengils og Dyrafjalla. Nesjavallavirkjun í krikanum til vinstri. Hestvík til hægri en Þorsteinsvík og Stapavík til vinstri.Stöð 2/Einar Árnason.Það vekur athygli okkar að meðan margir aðrir bændur á Suðurlandi eru komnir í annan slátt hófst heyskapur hér í síðustu viku. Bóndinn á Nesjum segist hafa byrjað slátt þann 17. júlí. „Þetta er allt svo kaldara hérna heldur en bara niður undir Selfoss. Það er mánuði á eftir hérna. Sérðu bara; ég er svo nálægt fjöllum,“ segir Örn og segir miklu muna á hitanum.Heyskapur á Nesjatúnum. Horft í átt til Hestvíkur.Stöð 2/Einar Árnason.„Og svo bara þurrkarnir í sumar. Það bara spratt ekki.“ -En hvernig lítur þetta þá út núna? „Jaaa. Þetta er allt í lagi. Það þýðir ekkert að vera að barma sér. Það kemur ekkert fyrir því.“ Hér má sjá viðtalið við Örn bónda: Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Tengdar fréttir Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. 14. júlí 2019 22:16 Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. 27. maí 2019 22:01 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Afar misjafnt er milli sunnlenskra sveita hve snemma bændur hefja heyskap. Bóndinn á Nesjum í Grafningi hóf fyrsta slátt í síðustu viku og segist mánuði á eftir mörgum öðrum á Suðurlandi, - ekki aðeins sé sveitin kaldari heldur hafi þurrkar í sumar einnig hamlað sprettu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Séð yfir Bæjarvík sem bærinn Nesjar stendur við. Bæjarhúsin eru í skógarlundi fyrir miðri mynd. Hestvík til vinstri.Stöð 2/Einar Árnason.Ef velja ætti fegurstu bújarðir landsins má telja líklegt að margir myndu hafa Nesjar í Grafningi ofarlega á slíkum lista. Túnin teygja sig um nesin við suðvestanvert Þingvallavatn. Eyjarnar á vatninu, Nesjaey og Sandey, eru skammt undan og fjær blasa við fjöll eins og Botnssúlur, Skjaldbreiður og Hrafnabjörg.Traktor Nesjabóndans snýr heyinu. Fyrir miðri mynd má greina Arnarklett og síðan Nesjaey. Fjær er Sandey. Í fjallahringnum má sjá Botnssúlur, Ármannsfell, Skjaldbreiði, Hrafnabjörg og Kálfstinda, en einnig Arnarfell og Miðfell við vatnið.Stöð 2/Einar Árnason.Örn Jónasson bóndi er þó ekki að mikla fyrir sér náttúrufegurðina sem aðrir dásama. „Maður er vanur þessu frá æsku. Þetta er bara vaninn. Það kemur upp í vana þar sem þú ert,“ segir Örn og kveðst ekki líta á það sem forréttindi að vinna í þessu umhverfi. „Þetta er bara vinna eins og annað,“ segir hann. „Allir verða að yrkja eitthvað.“Séð yfir Nesjar í átt til Hengils og Dyrafjalla. Nesjavallavirkjun í krikanum til vinstri. Hestvík til hægri en Þorsteinsvík og Stapavík til vinstri.Stöð 2/Einar Árnason.Það vekur athygli okkar að meðan margir aðrir bændur á Suðurlandi eru komnir í annan slátt hófst heyskapur hér í síðustu viku. Bóndinn á Nesjum segist hafa byrjað slátt þann 17. júlí. „Þetta er allt svo kaldara hérna heldur en bara niður undir Selfoss. Það er mánuði á eftir hérna. Sérðu bara; ég er svo nálægt fjöllum,“ segir Örn og segir miklu muna á hitanum.Heyskapur á Nesjatúnum. Horft í átt til Hestvíkur.Stöð 2/Einar Árnason.„Og svo bara þurrkarnir í sumar. Það bara spratt ekki.“ -En hvernig lítur þetta þá út núna? „Jaaa. Þetta er allt í lagi. Það þýðir ekkert að vera að barma sér. Það kemur ekkert fyrir því.“ Hér má sjá viðtalið við Örn bónda:
Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Tengdar fréttir Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. 14. júlí 2019 22:16 Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. 27. maí 2019 22:01 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. 14. júlí 2019 22:16
Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. 27. maí 2019 22:01