Lífskjaraflótti Óttar Guðmundsson skrifar 20. júlí 2019 08:00 Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár eru 47.278 Íslendingar búsettir erlendis. Þetta er um 15% þjóðarinnar sem er gríðarlega hátt hlutfall fyrir svo fámenna þjóð. Fjölmargir til viðbótar dveljast erlendis yfir vetrartímann. Flestir eru svokallaðir lífskjaraflóttamenn sem leita til útlanda til að bæta kjör sín og lífsafkomu. Fjölmiðlar hafa dálæti á þessum brottfluttu Íslendingum. Reglulega birtast viðtöl við öryrkja og ellilífeyrisþega og aðra sem segjast lifa ágætu lífi erlendis en vart skrimta af sama fé á Íslandi. Þetta fólk fer hörðum orðum um vaxtastig, verðlag og efnahagslegan óstöðugleika á Íslandi. Það vekur athygli að langflestir lífskjaraflóttamenn flytjast til landa ESB og Noregs þar sem velsæld virðist mest í heiminum. Á sama tíma er rekinn gegndarlaus áróður gegn ESB. Margir málsmetandi stjórnmálamenn finna ESB allt til foráttu og vilja slíta öllu Evrópusamstarfi. Það hlýtur að vera markmið allra að lífskjör á Íslandi séu sambærileg við það besta í Evrópu. Þegar gamlir taglhnýtingar Sovétríkjanna fengu sjálfstæði eftir lok kalda stríðsins 1990 flýttu menn sér að ganga í ESB til að bæta lífskjör almennings og koma í veg fyrir fólksflótta. Íslenskir stjórnmálamenn virðast hins vegar einir telja að lífskjörin muni batna ef þeir segja skilið við evrópska efnahagssvæðið. Í gamla Austur-Þýskalandi var talað um að fólk kysi með fótunum. Lýsti yfir stuðningi við stjórnvöld en flýði svo til vesturs þegar tækifæri gæfist. Sama er uppi á teningnum hérlendis. Íslenskir stjórnmálamenn eru kokhraustir og bölva ESB af öllum kröftum meðan þjóðin kýs með fótunum og velur að búa í löndum ESB um lengri og skemmri tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár eru 47.278 Íslendingar búsettir erlendis. Þetta er um 15% þjóðarinnar sem er gríðarlega hátt hlutfall fyrir svo fámenna þjóð. Fjölmargir til viðbótar dveljast erlendis yfir vetrartímann. Flestir eru svokallaðir lífskjaraflóttamenn sem leita til útlanda til að bæta kjör sín og lífsafkomu. Fjölmiðlar hafa dálæti á þessum brottfluttu Íslendingum. Reglulega birtast viðtöl við öryrkja og ellilífeyrisþega og aðra sem segjast lifa ágætu lífi erlendis en vart skrimta af sama fé á Íslandi. Þetta fólk fer hörðum orðum um vaxtastig, verðlag og efnahagslegan óstöðugleika á Íslandi. Það vekur athygli að langflestir lífskjaraflóttamenn flytjast til landa ESB og Noregs þar sem velsæld virðist mest í heiminum. Á sama tíma er rekinn gegndarlaus áróður gegn ESB. Margir málsmetandi stjórnmálamenn finna ESB allt til foráttu og vilja slíta öllu Evrópusamstarfi. Það hlýtur að vera markmið allra að lífskjör á Íslandi séu sambærileg við það besta í Evrópu. Þegar gamlir taglhnýtingar Sovétríkjanna fengu sjálfstæði eftir lok kalda stríðsins 1990 flýttu menn sér að ganga í ESB til að bæta lífskjör almennings og koma í veg fyrir fólksflótta. Íslenskir stjórnmálamenn virðast hins vegar einir telja að lífskjörin muni batna ef þeir segja skilið við evrópska efnahagssvæðið. Í gamla Austur-Þýskalandi var talað um að fólk kysi með fótunum. Lýsti yfir stuðningi við stjórnvöld en flýði svo til vesturs þegar tækifæri gæfist. Sama er uppi á teningnum hérlendis. Íslenskir stjórnmálamenn eru kokhraustir og bölva ESB af öllum kröftum meðan þjóðin kýs með fótunum og velur að búa í löndum ESB um lengri og skemmri tíma.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun