Sjáðu tilfinningaríka Katrínu Tönju í upprifjun CrossFit samtakanna á lokadeginum í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2019 12:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Skjámynd/Youtube/CrossFit Games Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun og verða í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Sport 3. CrossFit samtökin rifjuðu upp lokadag stelpnanna í fyrra. Ísland á fimm keppendur í kvennaflokki á heimsleikunum í ár þar af hafa tvær þeirra unnið heimsleikana tvisvar sinnum hvor og sú þriðja hefur komist tvisvar á verðlaunapallinn. Við erum auðvitað að tala um þær Anníe Mist Þórisdóttur, Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Þær hafa alltaf verið í toppbaráttunni á sínum heimsleikum til þessa og eru þrjár af stærstu stjörnum CrossFit í dag. Þuríður Erla Helgadóttir er líka orðinn reynslubolti á heimsleikunum því þetta verða hennar fimmtu leikar í einstaklingskeppninni. Þuríður Erla hefur hækkað sig á hverjum heimsleikum og náði átjánda sætinu þegar hún keppti síðast árið 2017. Fimmti íslenski keppandinn er síðan Oddrún Eik Gylfadóttir sem keppti líka í fyrra og varð þá í 26. sæti. Ísland átti því fjóra keppendur meðal þeirra 26 efstu í kvennakeppninni í fyrra en bestum árangri náði Katrín Tanja Davíðsdóttir með því að ná þriðja sætinu. Anníe Mist Þórisdóttir varð í fimmta sæti en Sara Sigmundsdóttir varð því miður að hætta vegna meiðsla. Það er vonandi að íslensku stelpunum takist vel upp á leikunum í ár en Anníe, Katrín og Sara eru alltaf í umræðunni þegar spekingar fara að spá um hverjar muni berjast um sigurinn. Tia-Clair Toomey vann heimsleikana í fyrra en með henni og Katrínu Tönju á verðlaunapallinum var hin ungverska Laura Horvath. Kara Saunders var síðan á milli Katrínar og Anníe Mist. Tia-Clair Toomey var að vinna annað árið í röð en hún hefur verið í efstu tveimur sætunum fjögur ár í röð. Hér fyrir neðan má sjá upprifjun CrossFit samtakanna á lokadeginum í fyrra en þar má meðal annars sjá tilfinningaríka Katrínu Tönju eftir að keppninni lauk. CrossFit Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira
Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun og verða í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Sport 3. CrossFit samtökin rifjuðu upp lokadag stelpnanna í fyrra. Ísland á fimm keppendur í kvennaflokki á heimsleikunum í ár þar af hafa tvær þeirra unnið heimsleikana tvisvar sinnum hvor og sú þriðja hefur komist tvisvar á verðlaunapallinn. Við erum auðvitað að tala um þær Anníe Mist Þórisdóttur, Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Þær hafa alltaf verið í toppbaráttunni á sínum heimsleikum til þessa og eru þrjár af stærstu stjörnum CrossFit í dag. Þuríður Erla Helgadóttir er líka orðinn reynslubolti á heimsleikunum því þetta verða hennar fimmtu leikar í einstaklingskeppninni. Þuríður Erla hefur hækkað sig á hverjum heimsleikum og náði átjánda sætinu þegar hún keppti síðast árið 2017. Fimmti íslenski keppandinn er síðan Oddrún Eik Gylfadóttir sem keppti líka í fyrra og varð þá í 26. sæti. Ísland átti því fjóra keppendur meðal þeirra 26 efstu í kvennakeppninni í fyrra en bestum árangri náði Katrín Tanja Davíðsdóttir með því að ná þriðja sætinu. Anníe Mist Þórisdóttir varð í fimmta sæti en Sara Sigmundsdóttir varð því miður að hætta vegna meiðsla. Það er vonandi að íslensku stelpunum takist vel upp á leikunum í ár en Anníe, Katrín og Sara eru alltaf í umræðunni þegar spekingar fara að spá um hverjar muni berjast um sigurinn. Tia-Clair Toomey vann heimsleikana í fyrra en með henni og Katrínu Tönju á verðlaunapallinum var hin ungverska Laura Horvath. Kara Saunders var síðan á milli Katrínar og Anníe Mist. Tia-Clair Toomey var að vinna annað árið í röð en hún hefur verið í efstu tveimur sætunum fjögur ár í röð. Hér fyrir neðan má sjá upprifjun CrossFit samtakanna á lokadeginum í fyrra en þar má meðal annars sjá tilfinningaríka Katrínu Tönju eftir að keppninni lauk.
CrossFit Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira