Forsætisnefnd komin að niðurstöðu í Klaustursmálinu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. júlí 2019 18:20 Þau Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson skipa bráðabirgaforsætisnefnd Alþingis vegna Klaustursmálsins. Samsett Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að niðurstöðu um álit siðanefndar vegna Klausturmálsins. Vinnu þeirra Haraldar Benediktssonar og Steinunnar Þóru Árnadóttur, sem skipuð voru tímabundið í forsætisnefnd til að fjalla um málið, er þó ekki lokið. Á fundi sínum í dag fóru þau yfir innsendar athugasemdir þeirra þingmanna Miðflokksins sem í hlut eiga. Þau munu funda aftur síðar í vikunni, en í samtali við fréttastofu binda þau vonir við að hægt verði að gera álit siðanefndar opinbert fyrir helgi. Þingmönnum Miðflokksins sem í hlut eiga verður kynnt niðurstaðan áður en hún verður gerð opinber. Þau segja þorra þeirrar vinnu sem eftir er við álitið snúast að uppsetningu og orðalagi. Niðurstaða forsætisnefndar mun ekki hafa neinar bindandi afleiðingar. Þannig hefur hún engin áhrif á þingsetu þeirra sex þingmanna sem eiga í hlut, en þjónar heldur tilgangi sínum sem ákveðinn leiðarvísir um hvað telst óæskileg hegðun þingmanna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er eini þingmaðurinn sem hingað til hefur gerst brotleg við siðareglur þingsins með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson og endurgreiðslur sem hann naut frá Alþingi á grundvelli skráninga í akstursdagbók hans. Eins og áður segir mun þeim sex þingmönnum Miðflokksins sem eiga í hlut, Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, Gunnari Braga Sveinssyni, Karli Gauta Hjaltasyni, Ólafi Ísleifssyni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Bergþóri Ólasyni vera gert ljóst um niðurstöðu nefndarinnar áður en hún verður gerð opinbert. Stefnt er að því að niðurstaða forsætisnefndar verði gerð opinber fyrir helgi. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Siðanefnd skilar áliti um Klausturmálið til forsætisnefndar Siðanefnd Alþingis hefur skilað áliti sínu um Klausturmálið til forsætisnefndar. Þingmennirnir sex sem fram komu á upptökunni frest út vikuna til að bregðast við álitinu og mun forsætisnefnd taka málið fyrir í næstu viku. 22. júlí 2019 21:33 Miðflokksmenn skiluðu inn andsvörum Varaforsetar Alþingis taka nú málið fyrir. 29. júlí 2019 10:22 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að niðurstöðu um álit siðanefndar vegna Klausturmálsins. Vinnu þeirra Haraldar Benediktssonar og Steinunnar Þóru Árnadóttur, sem skipuð voru tímabundið í forsætisnefnd til að fjalla um málið, er þó ekki lokið. Á fundi sínum í dag fóru þau yfir innsendar athugasemdir þeirra þingmanna Miðflokksins sem í hlut eiga. Þau munu funda aftur síðar í vikunni, en í samtali við fréttastofu binda þau vonir við að hægt verði að gera álit siðanefndar opinbert fyrir helgi. Þingmönnum Miðflokksins sem í hlut eiga verður kynnt niðurstaðan áður en hún verður gerð opinber. Þau segja þorra þeirrar vinnu sem eftir er við álitið snúast að uppsetningu og orðalagi. Niðurstaða forsætisnefndar mun ekki hafa neinar bindandi afleiðingar. Þannig hefur hún engin áhrif á þingsetu þeirra sex þingmanna sem eiga í hlut, en þjónar heldur tilgangi sínum sem ákveðinn leiðarvísir um hvað telst óæskileg hegðun þingmanna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er eini þingmaðurinn sem hingað til hefur gerst brotleg við siðareglur þingsins með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson og endurgreiðslur sem hann naut frá Alþingi á grundvelli skráninga í akstursdagbók hans. Eins og áður segir mun þeim sex þingmönnum Miðflokksins sem eiga í hlut, Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, Gunnari Braga Sveinssyni, Karli Gauta Hjaltasyni, Ólafi Ísleifssyni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Bergþóri Ólasyni vera gert ljóst um niðurstöðu nefndarinnar áður en hún verður gerð opinbert. Stefnt er að því að niðurstaða forsætisnefndar verði gerð opinber fyrir helgi.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Siðanefnd skilar áliti um Klausturmálið til forsætisnefndar Siðanefnd Alþingis hefur skilað áliti sínu um Klausturmálið til forsætisnefndar. Þingmennirnir sex sem fram komu á upptökunni frest út vikuna til að bregðast við álitinu og mun forsætisnefnd taka málið fyrir í næstu viku. 22. júlí 2019 21:33 Miðflokksmenn skiluðu inn andsvörum Varaforsetar Alþingis taka nú málið fyrir. 29. júlí 2019 10:22 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Siðanefnd skilar áliti um Klausturmálið til forsætisnefndar Siðanefnd Alþingis hefur skilað áliti sínu um Klausturmálið til forsætisnefndar. Þingmennirnir sex sem fram komu á upptökunni frest út vikuna til að bregðast við álitinu og mun forsætisnefnd taka málið fyrir í næstu viku. 22. júlí 2019 21:33