Þurfa ekki að svara kröfubréfum frá þýsku fyrirtæki Ari Brynjólfsson skrifar 8. ágúst 2019 07:30 Bréf VRE til lítils fyrirtækis hefði kostað mikið fé ef því hefði verið svarað. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Bréf hafa verið send á fyrirtæki á Íslandi þar sem þau eru krafin um að gefa upp virðisaukaskattsnúmer í tengslum við persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins. Ekki eru þekkt dæmi um að fyrirtæki hér á landi hafi svarað bréfum af þessu tagi, en eigandi lítils fyrirtækis í Reykjavík sem Fréttablaðið ræddi við segist hafa talið í fyrstu að þetta væri frá opinberum aðila. Fyrirtækið sem sendi það bréf heitir VRE og er með aðsetur í Hamborg í Þýskalandi. Í smáa letrinu kemur fram að með því að svara bréfinu skuldbindur viðkomandi fyrirtæki sig til að greiða 711 evrur, eða rúmar 97 þúsund krónur, árlega í þrjú ár og þarf að senda skriflega uppsögn með þriggja mánaða fyrirvara. Persónuvernd kannast ekki við málið og segir skráningu af þessu tagi ekki tengjast lögum um persónuvernd. „Upplýsingar um fyrirtæki, einar og sér, heyra þannig almennt ekki undir persónuverndarlöggjöfina,“ segir í svari Persónuverndar við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Eins og fram kemur í bréfinu sjálfu er skráin sem um ræðir ekki tengd Evrópusambandinu. Veffangið sem gefið er upp endar vissulega á .eu, en það getur hver sem er orðið sér úti um það.“ Monika Ziegelmüller, stjórnandi VRE, segir málið mjög einfalt. „Við sendum bréf á valin fyrirtæki sem við höfum upplýsingar um.“ Aðspurð hvað fyrirtæki fái fyrir að greiða þeim 711 evrur segir Ziegelmüller að þau fái skráningu hjá VRE. „Við birtum nafn fyrirtækisins á vefnum okkar, einnig skjáskot af heimasíðunni þeirra. Við erum ekki opinber stofnun, fyrirtæki þurfa ekki að taka þátt, ef þau vilja ekki taka þátt þá geta þau hundsað bréf frá okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Persónuvernd Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Bréf hafa verið send á fyrirtæki á Íslandi þar sem þau eru krafin um að gefa upp virðisaukaskattsnúmer í tengslum við persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins. Ekki eru þekkt dæmi um að fyrirtæki hér á landi hafi svarað bréfum af þessu tagi, en eigandi lítils fyrirtækis í Reykjavík sem Fréttablaðið ræddi við segist hafa talið í fyrstu að þetta væri frá opinberum aðila. Fyrirtækið sem sendi það bréf heitir VRE og er með aðsetur í Hamborg í Þýskalandi. Í smáa letrinu kemur fram að með því að svara bréfinu skuldbindur viðkomandi fyrirtæki sig til að greiða 711 evrur, eða rúmar 97 þúsund krónur, árlega í þrjú ár og þarf að senda skriflega uppsögn með þriggja mánaða fyrirvara. Persónuvernd kannast ekki við málið og segir skráningu af þessu tagi ekki tengjast lögum um persónuvernd. „Upplýsingar um fyrirtæki, einar og sér, heyra þannig almennt ekki undir persónuverndarlöggjöfina,“ segir í svari Persónuverndar við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Eins og fram kemur í bréfinu sjálfu er skráin sem um ræðir ekki tengd Evrópusambandinu. Veffangið sem gefið er upp endar vissulega á .eu, en það getur hver sem er orðið sér úti um það.“ Monika Ziegelmüller, stjórnandi VRE, segir málið mjög einfalt. „Við sendum bréf á valin fyrirtæki sem við höfum upplýsingar um.“ Aðspurð hvað fyrirtæki fái fyrir að greiða þeim 711 evrur segir Ziegelmüller að þau fái skráningu hjá VRE. „Við birtum nafn fyrirtækisins á vefnum okkar, einnig skjáskot af heimasíðunni þeirra. Við erum ekki opinber stofnun, fyrirtæki þurfa ekki að taka þátt, ef þau vilja ekki taka þátt þá geta þau hundsað bréf frá okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Persónuvernd Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira