Spyrja hvernig fætur eins besta útherja NFL-deildarinnar geti litið svona út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2019 12:30 Antonio Brown. Getty/ Joe Sargent Ein athyglisverðustu félagsskipti sumarsins í NFL-deildinni í Bandaríkjunum var þegar útherjinn Antonio Brown fór frá Pittsburgh Steelers til Oakland Raiders. Hann er stórstjarna í ameríska fótboltanum þökk sé frábærum höndum sínum sem grípa næstum því allt sem er hent til hans. Það eru hinsvegar fótavandamál sem eru að stela senunni skömmu fyrir mót. Antonio Brown er frábær leikmaður og hann fékk 50 milljónir Bandaríkjadala fyrir næstu þrjú ár með Oakland Raiders. Vandamálið fyrir Radiders-liðið er að hann er ekki ennþá byrjaður að æfa með liðinu. Það væri kannski minna áhyggjuefni ef hann hefði spilað mörg ár með liðinu en þarna er á ferðinni leikmaður sem þarf að læra inn á nýja liðsfélaga og nýjan leikstjórnanda..@AB84's feet pic.twitter.com/10nEVqYup8 — B/R Gridiron (@brgridiron) August 4, 2019 Antonio Brown er sannkölluð „prímadonna“ og er þekktur fyrir að vera mikill egóísti. Hann er reyndar með smá innistöðu fyrir því enda fyrir löngu búinn að sanna sig sem einn besti útherji sögunnar með frammistöðu sinn með Pittsburgh Steelers. Hann mætti sem dæmi í loftbelg á fyrstu æfingu Oakland Raiders en sást síðan ekki á vellinum með félögum sínum. Fljótlega bárust fréttir af því að Brown væri slæmur í fótunum og í kjölfarið á leiðinni til fótasérfræðings. Brown birti síðan mynd af iljunum sínum á samfélagsmiðlum og það fékk blaðamenn til að spyrja hvernig fætur eins besta útherja NFL-deildarinnar geti litið svona út. Hér fyrir neðan má sjá myndina af iljum Brown sem og umfjöllun í þætti Jalen og Jacoby á ESPN.How did Antonio Brown's feet get like this?!?!?!?! @jalenrose@djacobypic.twitter.com/dGNlk3fAWv — Jalen & Jacoby (@JalenandJacoby) August 5, 2019Eins og sjá má hér fyrir ofan þá er Antonio Brown þjáður enda með risastórar blöðrur á fótunum. Bandarískir miðlar hafa í framhaldinu leitað sér upplýsinga hjá læknum og fyrrum læknir NFL-liðs telur vandamálið vera of mikla svitaframleiðslu á fótunum. Það er samt vel hægt að skilja pirring þjálfarans Jon Gruden að stjörnuleikmaðurinn er ekki búinn að mæta á æfingu. Hann hjálpar ekki liðinu mikið á meðan hann getur ekki stigið í fæturnar fyrir blöðrum og sveppasýkingum. Það má búast við að mál Antonio Brown verði áberandi í Hard Knocks þáttunum sem verða sýndir á Stöð 2 Sport í þessum mánuði. NFL Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Sjá meira
Ein athyglisverðustu félagsskipti sumarsins í NFL-deildinni í Bandaríkjunum var þegar útherjinn Antonio Brown fór frá Pittsburgh Steelers til Oakland Raiders. Hann er stórstjarna í ameríska fótboltanum þökk sé frábærum höndum sínum sem grípa næstum því allt sem er hent til hans. Það eru hinsvegar fótavandamál sem eru að stela senunni skömmu fyrir mót. Antonio Brown er frábær leikmaður og hann fékk 50 milljónir Bandaríkjadala fyrir næstu þrjú ár með Oakland Raiders. Vandamálið fyrir Radiders-liðið er að hann er ekki ennþá byrjaður að æfa með liðinu. Það væri kannski minna áhyggjuefni ef hann hefði spilað mörg ár með liðinu en þarna er á ferðinni leikmaður sem þarf að læra inn á nýja liðsfélaga og nýjan leikstjórnanda..@AB84's feet pic.twitter.com/10nEVqYup8 — B/R Gridiron (@brgridiron) August 4, 2019 Antonio Brown er sannkölluð „prímadonna“ og er þekktur fyrir að vera mikill egóísti. Hann er reyndar með smá innistöðu fyrir því enda fyrir löngu búinn að sanna sig sem einn besti útherji sögunnar með frammistöðu sinn með Pittsburgh Steelers. Hann mætti sem dæmi í loftbelg á fyrstu æfingu Oakland Raiders en sást síðan ekki á vellinum með félögum sínum. Fljótlega bárust fréttir af því að Brown væri slæmur í fótunum og í kjölfarið á leiðinni til fótasérfræðings. Brown birti síðan mynd af iljunum sínum á samfélagsmiðlum og það fékk blaðamenn til að spyrja hvernig fætur eins besta útherja NFL-deildarinnar geti litið svona út. Hér fyrir neðan má sjá myndina af iljum Brown sem og umfjöllun í þætti Jalen og Jacoby á ESPN.How did Antonio Brown's feet get like this?!?!?!?! @jalenrose@djacobypic.twitter.com/dGNlk3fAWv — Jalen & Jacoby (@JalenandJacoby) August 5, 2019Eins og sjá má hér fyrir ofan þá er Antonio Brown þjáður enda með risastórar blöðrur á fótunum. Bandarískir miðlar hafa í framhaldinu leitað sér upplýsinga hjá læknum og fyrrum læknir NFL-liðs telur vandamálið vera of mikla svitaframleiðslu á fótunum. Það er samt vel hægt að skilja pirring þjálfarans Jon Gruden að stjörnuleikmaðurinn er ekki búinn að mæta á æfingu. Hann hjálpar ekki liðinu mikið á meðan hann getur ekki stigið í fæturnar fyrir blöðrum og sveppasýkingum. Það má búast við að mál Antonio Brown verði áberandi í Hard Knocks þáttunum sem verða sýndir á Stöð 2 Sport í þessum mánuði.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Sjá meira