Hringvegurinn nú allur með bundnu slitlagi Birgir Olgeirsson skrifar 1. ágúst 2019 12:37 Frá framkvæmdum í Berufirði en nú er búið að leggja bundið slitlag á veginn. Vísir/Vilhelm Umferð hefur verið hleypt á nýjan veg í botni Berufjarðar á Austurlandi. Um er að ræða 4,9 kílómetra langan vegarkafla sem nú er með bundið slitlag og kann að hljóma sem lítil tíðindi en staðreyndin er sú að opnun þessa nýja vegar eru mikil tímamót fyrir landsmenn alla því þetta er í fyrsta sinn sem Hringvegurinn um Ísland er allur með bundnu slitlagi. Greint var frá því á vef Vegagerðarinnar í morgun að umferð hafi verið hleypt á þennan nýja veg en formleg vígsla hans verður fjórtánda ágúst næstkomandi. „Þetta er stór stund fyrir okkur öll,“ segir Sveinn Sveinsson svæðisstjóri hjá Vegagerðinni á Reyðarfirði en hann segir það hafi staðið til að setja bundið slitlag á þennan vegarkafla í botni Berufjarðar frá síðustu aldamótum. „Þetta hefur tekið tíma eins og annað hjá okkur,“ segir Sveinn. Hringvegurinn varð til þegar brýr voru teknar í notkun á Skeiðarársandi árið 1974 og hefur því tekið 45 ár að leggja bundið slitlag á hann allan. Framkvæmdir við nýjan veg og nýja brú yfir Berufjörð hófust í ágúst 2017. Vegurinn er 4,9 kílómetrar og brúin fimmtíu metrar. Þessi vegkafli hefur verið einn sá umdeildasti á Hringveginn um langt skeið en Sveinn segir að um malarveg hafi verið að ræða sem þoldi illa mikla rigningu samhliða mikilli umferð. Um þúsund bílar fóru um malarveginn á degi hverjum og varð hann því afar illa farinn ef hann blotnaði. Samgöngur Tímamót Tengdar fréttir Heimamenn alsælir en fagna ekki fyrr en vinnuvélarnar eru komnar á svæðið Heimamenn í Berufirði eru alsælir með 300 milljón króna viðbótarframlag sem fara á í umdeildan vegakafla í botni fjarðarsins. Þeir bíða þó með að fagna þangað til að vinnuvélarnar eru mættar á svæðið. 24. mars 2017 23:30 Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Umferð hefur verið hleypt á nýjan veg í botni Berufjarðar á Austurlandi. Um er að ræða 4,9 kílómetra langan vegarkafla sem nú er með bundið slitlag og kann að hljóma sem lítil tíðindi en staðreyndin er sú að opnun þessa nýja vegar eru mikil tímamót fyrir landsmenn alla því þetta er í fyrsta sinn sem Hringvegurinn um Ísland er allur með bundnu slitlagi. Greint var frá því á vef Vegagerðarinnar í morgun að umferð hafi verið hleypt á þennan nýja veg en formleg vígsla hans verður fjórtánda ágúst næstkomandi. „Þetta er stór stund fyrir okkur öll,“ segir Sveinn Sveinsson svæðisstjóri hjá Vegagerðinni á Reyðarfirði en hann segir það hafi staðið til að setja bundið slitlag á þennan vegarkafla í botni Berufjarðar frá síðustu aldamótum. „Þetta hefur tekið tíma eins og annað hjá okkur,“ segir Sveinn. Hringvegurinn varð til þegar brýr voru teknar í notkun á Skeiðarársandi árið 1974 og hefur því tekið 45 ár að leggja bundið slitlag á hann allan. Framkvæmdir við nýjan veg og nýja brú yfir Berufjörð hófust í ágúst 2017. Vegurinn er 4,9 kílómetrar og brúin fimmtíu metrar. Þessi vegkafli hefur verið einn sá umdeildasti á Hringveginn um langt skeið en Sveinn segir að um malarveg hafi verið að ræða sem þoldi illa mikla rigningu samhliða mikilli umferð. Um þúsund bílar fóru um malarveginn á degi hverjum og varð hann því afar illa farinn ef hann blotnaði.
Samgöngur Tímamót Tengdar fréttir Heimamenn alsælir en fagna ekki fyrr en vinnuvélarnar eru komnar á svæðið Heimamenn í Berufirði eru alsælir með 300 milljón króna viðbótarframlag sem fara á í umdeildan vegakafla í botni fjarðarsins. Þeir bíða þó með að fagna þangað til að vinnuvélarnar eru mættar á svæðið. 24. mars 2017 23:30 Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Heimamenn alsælir en fagna ekki fyrr en vinnuvélarnar eru komnar á svæðið Heimamenn í Berufirði eru alsælir með 300 milljón króna viðbótarframlag sem fara á í umdeildan vegakafla í botni fjarðarsins. Þeir bíða þó með að fagna þangað til að vinnuvélarnar eru mættar á svæðið. 24. mars 2017 23:30