Auðlindahagkerfið Þorsteinn Víglundsson skrifar 16. ágúst 2019 07:00 Ísland er auðugt samfélag; lífskjör góð, landsframleiðsla á mann er hér mjög há og þjóðin einstaklega heilbrigð og hamingjusöm í alþjóðlegum samanburði. Auðlegð okkar hefur hingað til byggst á mikilli nýtingu náttúruauðlinda, enda fámenn þjóð í stóru og auðlindaríku landi. Á þessum grunni höfum við byggt upp öflugt og gott velferðarsamfélag. Á lýðveldistímanum höfum við stóraukið ásókn okkar í náttúruauðlindir landsins. Fiskafli okkar hefur þrefaldast, raforkuframleiðsla 200-faldast og fjöldi ferðamanna fjögur hundruð-faldast. Útflutningstekjur okkar af náttúruauðlindum hafa farið úr tæpum 180.000 krónum á íbúa í rúmar 2,8 milljónir króna. Fyrir komandi kynslóðir er eðlilegt að spyrja hvort við getum vænst áfram svo mikillar aukningar í auðlindanýtingu eða erum við að nálgast þolmörkin? Áhyggjuefni er hversu lítið við höfum aukið útflutningstekjur okkar á grundvelli þekkingargreina. Þær hafa staðið í stað undangenginn áratug. Ekki vantar hugvitið eða þróttinn í þessum fyrirtækjum, það vitum við, en þau gefast upp eða hverfa úr landi vegna lélegra rekstrarskilyrða. Skýringin á þessu er einföld. Við búum við lítinn og óstöðugan gjaldmiðil sem skapar þessum fyrirtækjum óviðunandi rekstrarskilyrði. Þekkingarfyrirtæki ráða illa við þessar sveiflur enda kostnaður þeirra að stærstum hluta laun og annar innlendur kostnaður. Krónan grefur undan samkeppnishæfni þessara fyrirtækja með reglulegu millibili svo þau ýmist leggja upp laupana eða hrökklast úr landi. Að óbreyttu munum við dragast aftur úr öðrum þjóðum hvað lífsgæði varðar. Fjórðu iðnbyltingunni munu fylgja mikil tækifæri en um leið miklar breytingar. Hætt er við því að ungt fólk kjósi með fótunum ef ekki tekst að skapa viðunandi atvinnutækifæri og lífskjör hér á landi. Reynsla byggðaþróunar undanfarinna áratuga ætti að kenna okkur það. Ætlum við sem þjóð áfram að byggja einvörðungu á auðlindanýtingu í krónuhagkerfi með tilheyrandi fábreytni í atvinnulífinu eða ætlum við að taka þátt í framtíðinni með áherslu á þekkingargreinar og alþjóðlegan gjaldmiðil sem tryggir rekstrargrundvöll þeirra? Velferð framtíðarkynslóða þessa lands veltur á hvernig til tekst.Höfundur er varaformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
Ísland er auðugt samfélag; lífskjör góð, landsframleiðsla á mann er hér mjög há og þjóðin einstaklega heilbrigð og hamingjusöm í alþjóðlegum samanburði. Auðlegð okkar hefur hingað til byggst á mikilli nýtingu náttúruauðlinda, enda fámenn þjóð í stóru og auðlindaríku landi. Á þessum grunni höfum við byggt upp öflugt og gott velferðarsamfélag. Á lýðveldistímanum höfum við stóraukið ásókn okkar í náttúruauðlindir landsins. Fiskafli okkar hefur þrefaldast, raforkuframleiðsla 200-faldast og fjöldi ferðamanna fjögur hundruð-faldast. Útflutningstekjur okkar af náttúruauðlindum hafa farið úr tæpum 180.000 krónum á íbúa í rúmar 2,8 milljónir króna. Fyrir komandi kynslóðir er eðlilegt að spyrja hvort við getum vænst áfram svo mikillar aukningar í auðlindanýtingu eða erum við að nálgast þolmörkin? Áhyggjuefni er hversu lítið við höfum aukið útflutningstekjur okkar á grundvelli þekkingargreina. Þær hafa staðið í stað undangenginn áratug. Ekki vantar hugvitið eða þróttinn í þessum fyrirtækjum, það vitum við, en þau gefast upp eða hverfa úr landi vegna lélegra rekstrarskilyrða. Skýringin á þessu er einföld. Við búum við lítinn og óstöðugan gjaldmiðil sem skapar þessum fyrirtækjum óviðunandi rekstrarskilyrði. Þekkingarfyrirtæki ráða illa við þessar sveiflur enda kostnaður þeirra að stærstum hluta laun og annar innlendur kostnaður. Krónan grefur undan samkeppnishæfni þessara fyrirtækja með reglulegu millibili svo þau ýmist leggja upp laupana eða hrökklast úr landi. Að óbreyttu munum við dragast aftur úr öðrum þjóðum hvað lífsgæði varðar. Fjórðu iðnbyltingunni munu fylgja mikil tækifæri en um leið miklar breytingar. Hætt er við því að ungt fólk kjósi með fótunum ef ekki tekst að skapa viðunandi atvinnutækifæri og lífskjör hér á landi. Reynsla byggðaþróunar undanfarinna áratuga ætti að kenna okkur það. Ætlum við sem þjóð áfram að byggja einvörðungu á auðlindanýtingu í krónuhagkerfi með tilheyrandi fábreytni í atvinnulífinu eða ætlum við að taka þátt í framtíðinni með áherslu á þekkingargreinar og alþjóðlegan gjaldmiðil sem tryggir rekstrargrundvöll þeirra? Velferð framtíðarkynslóða þessa lands veltur á hvernig til tekst.Höfundur er varaformaður Viðreisnar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun