Falla frá hugmyndum um hótel á Byko-reitnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 21:49 Drög að útliti einnar byggingarinnar sem gert er ráð fyrir að rísi á Byko-reitnum Mynd/Plúsarkitektar Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur fyrir sitt leyti samþykkt að auglýsa tillögu Plúsarkitekta að breytingu á deiliskipulagi Byko-reitsins svokallaða. Nýir eigendur reitsins vilja falla frá hugmyndum um hótel á reitnum og fjölga þess í stað íbúðum. Borgarráð á eftir að samþykkja afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs. Reiturinn afmarkast af Framnesvegi, Hringbraut og Sólvallagötu en þar eru nú bílastæði. Reiturinn er nefndur Byko-reiturinn þar sem Byko-verslun var um árabil í því húsnæði sem verslunin Víðir var nýverið í áður en verslunin lokaði. Árið 2016 voru kynntar breytingar á deiliskipulagi reitsins sem gerðu ráð fyrir 70 íbúðum á reitnum á tveimur til fjórum hæðum, gististað á einni til fimm hæðum auk verslana og þjónustu. Heildarbyggingarmagn var samkvæmt tillögunni 15.700 fermetrar.Drög að afstöðumynd reitsins.Mynd/PlúsarkitektarÍ tillögu Plúsarkitekta er óskað eftir því að Reykjavíkurborg veiti heimild fyrir því að fallið verði frá hugmynd að hóteli á reitnum. Þess í stað verði gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði á öllum reitnum, auk atvinnuhúsnæði á jarðhæð við Hringbraut. Þannig er óskað eftir því að leyfilegum hámarksfjölda íbúða verði breytt úr 70 í 84 íbúðir. Þá er óskað eftir því að inn- og útkeyrsla bílakjallara verði á Hringbraut en núverandi deiliskipulag gerir ráð fyrir innkeyrslu við Hringbraut en útkeyrslu við Sólvallagötu. Þá er einnig óskað eftir því að svalir megi ná út fyrir byggingarreit og/eða lóðamörk að Hringbraut. Ekki er óskað eftir auknu byggingamagni eða fjölgun hæða og umfang mannvirka á lóðinni verði óbreytt frá gildandi deiliskipulagi. Í tillögu Plúsarkitekta segir að nýir lóðarhafar vilji hefja framkvæmdir eins fljótt og auðið er. Byggingafélagið Kaldalón, sem er í eigu Kviku banka og einkafjárfesta, keypti nýverið reitinn af félaginu K. Steindórsson ehf., sem er í eigu viðskiptafélaganna Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar, að því er kom fram í Fréttablaðinu í vor. Reykjavík Skipulag Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur fyrir sitt leyti samþykkt að auglýsa tillögu Plúsarkitekta að breytingu á deiliskipulagi Byko-reitsins svokallaða. Nýir eigendur reitsins vilja falla frá hugmyndum um hótel á reitnum og fjölga þess í stað íbúðum. Borgarráð á eftir að samþykkja afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs. Reiturinn afmarkast af Framnesvegi, Hringbraut og Sólvallagötu en þar eru nú bílastæði. Reiturinn er nefndur Byko-reiturinn þar sem Byko-verslun var um árabil í því húsnæði sem verslunin Víðir var nýverið í áður en verslunin lokaði. Árið 2016 voru kynntar breytingar á deiliskipulagi reitsins sem gerðu ráð fyrir 70 íbúðum á reitnum á tveimur til fjórum hæðum, gististað á einni til fimm hæðum auk verslana og þjónustu. Heildarbyggingarmagn var samkvæmt tillögunni 15.700 fermetrar.Drög að afstöðumynd reitsins.Mynd/PlúsarkitektarÍ tillögu Plúsarkitekta er óskað eftir því að Reykjavíkurborg veiti heimild fyrir því að fallið verði frá hugmynd að hóteli á reitnum. Þess í stað verði gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði á öllum reitnum, auk atvinnuhúsnæði á jarðhæð við Hringbraut. Þannig er óskað eftir því að leyfilegum hámarksfjölda íbúða verði breytt úr 70 í 84 íbúðir. Þá er óskað eftir því að inn- og útkeyrsla bílakjallara verði á Hringbraut en núverandi deiliskipulag gerir ráð fyrir innkeyrslu við Hringbraut en útkeyrslu við Sólvallagötu. Þá er einnig óskað eftir því að svalir megi ná út fyrir byggingarreit og/eða lóðamörk að Hringbraut. Ekki er óskað eftir auknu byggingamagni eða fjölgun hæða og umfang mannvirka á lóðinni verði óbreytt frá gildandi deiliskipulagi. Í tillögu Plúsarkitekta segir að nýir lóðarhafar vilji hefja framkvæmdir eins fljótt og auðið er. Byggingafélagið Kaldalón, sem er í eigu Kviku banka og einkafjárfesta, keypti nýverið reitinn af félaginu K. Steindórsson ehf., sem er í eigu viðskiptafélaganna Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar, að því er kom fram í Fréttablaðinu í vor.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira