Hvert á að stefna í bankamálum? Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 29. ágúst 2019 09:30 Þeir flokkar sem standa að núverandi ríkisstjórn hafa lýst þeim einlæga ásetningi sínum að selja þá tvo banka sem nú eru í eigu ríkisins til einkaaðila. Seint verður sagt að stjórnin gangi í takt við þjóðina í þessu máli því yfirgnæfandi meirihluti hennar hefur lýst eindreginni andstöðu við slíkan gerning í skoðanakönnunum. Sporin hræða á þeim bæ þótt þau geri það ekki í stjórnarráðinu eða á þingi. Ein aðalröksemd einkavæðingarflokkanna fyrir sölunni er að það muni verða svo miklar breytingar á bankastarfsemi á næstu árum að eins gott sé að losna við bankana sem fyrst meðan þeir séu einhvers virði. Þegar hins vegar er spurt hverjar þessar breytingar séu vefst mönnum tunga um háls og verður fátt um svör. Það næsta sem ég hef komist við að fá svör við þessari spurningu er að bráðum verði hægt að framkvæma allar bankaaðgerðir gegnum einhver snjalltæki með öppum eða einhverju slíku. Undirritaður man þá tíð að eitt algengasta greiðsluform fólks í almennum viðskiptum voru ávísanir. Allir gengu með ávísanahefti í veskinu og skrifuðu ávísanir þegar þeir keyptu í matinn. Síðustu helgi í mánuði „gúmmuðu“ menn svo grimmt innistæðulausum ávísunum á börum bæjarins í þeirri von að þær færu ekki inn í bankann fyrr en eftir mánaðamót. Ávísanirnar eru nú því sem næst horfnar úr almennum viðskiptum. Þar á undan þurftu menn að fara í bankann og taka út þá peninga hjá gjaldkera sem þeir töldu að þeir þyrftu að nota á næstunni. Núna borga menn með appi í símanum sínum. Grunnstarfsemi bankanna gagnvart almenningi hefur hins vegar ekkert breyst síðan þeir komu fram í núverandi mynd á 14. og 15. öld, það er að segja að taka við innlánum frá fólki og lána þeim sem þurfa á lánum að halda. Vandséð er að einhver öpp muni breyta þeirri starfsemi frekar en ávísanaheftin hér áður fyrr en kannski geta stjórnmálamennirnir upplýst okkur um það. Það má vissulega færa rök fyrir því að óþarfi sé að ríkið eigi tvo banka en það væri full ástæða til að ríkið ætti og ræki einn banka sem gegndi nákvæmlega því hlutverki sem lýst var hér að framan, tæki við innlánum launafólks og lánaði fé ef viðskiptavinirnir þyrftu að endurnýja eldhúsinnréttinguna, bílinn eða stækka við sig íbúðina. Bankinn gæti líka sinnt litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þessi banki hefði einnig þann stóra kost að innlán væru ríkistryggð upp að vissu marki þannig að lítil hætta væri á að þau Jón og Gunna sem eiga aura í bankanum töpuðu þeim í einhverjum hamförum á fjármálamörkuðum. Aðrar fjármálastofnanir mættu svo gjarnan vera í einkaeign og þar gætu banksterar, hrunkvöðlar, útrásarvíkingar og annar óþjóðalýður látið öllum illum látum án þess að það kæmi við okkur hin. Ríkisbankinn yrði hins vegar íhaldsöm og varkár fjármálastofnun sem hefði meiri áhuga á Jónu Jóns en Dow Jones. Ég þykist þess fullviss að þessar hugmyndir muni falla í grýttan jarðveg hjá einkavæðingarflokkunum í stjórn og stjórnarandstöðu og því er rétt að spyrja forystumenn ASÍ, Eflingar, VR og BSRB: „Er ekki kominn tími til að endurreisa Sparisjóð alþýðu?“Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Þeir flokkar sem standa að núverandi ríkisstjórn hafa lýst þeim einlæga ásetningi sínum að selja þá tvo banka sem nú eru í eigu ríkisins til einkaaðila. Seint verður sagt að stjórnin gangi í takt við þjóðina í þessu máli því yfirgnæfandi meirihluti hennar hefur lýst eindreginni andstöðu við slíkan gerning í skoðanakönnunum. Sporin hræða á þeim bæ þótt þau geri það ekki í stjórnarráðinu eða á þingi. Ein aðalröksemd einkavæðingarflokkanna fyrir sölunni er að það muni verða svo miklar breytingar á bankastarfsemi á næstu árum að eins gott sé að losna við bankana sem fyrst meðan þeir séu einhvers virði. Þegar hins vegar er spurt hverjar þessar breytingar séu vefst mönnum tunga um háls og verður fátt um svör. Það næsta sem ég hef komist við að fá svör við þessari spurningu er að bráðum verði hægt að framkvæma allar bankaaðgerðir gegnum einhver snjalltæki með öppum eða einhverju slíku. Undirritaður man þá tíð að eitt algengasta greiðsluform fólks í almennum viðskiptum voru ávísanir. Allir gengu með ávísanahefti í veskinu og skrifuðu ávísanir þegar þeir keyptu í matinn. Síðustu helgi í mánuði „gúmmuðu“ menn svo grimmt innistæðulausum ávísunum á börum bæjarins í þeirri von að þær færu ekki inn í bankann fyrr en eftir mánaðamót. Ávísanirnar eru nú því sem næst horfnar úr almennum viðskiptum. Þar á undan þurftu menn að fara í bankann og taka út þá peninga hjá gjaldkera sem þeir töldu að þeir þyrftu að nota á næstunni. Núna borga menn með appi í símanum sínum. Grunnstarfsemi bankanna gagnvart almenningi hefur hins vegar ekkert breyst síðan þeir komu fram í núverandi mynd á 14. og 15. öld, það er að segja að taka við innlánum frá fólki og lána þeim sem þurfa á lánum að halda. Vandséð er að einhver öpp muni breyta þeirri starfsemi frekar en ávísanaheftin hér áður fyrr en kannski geta stjórnmálamennirnir upplýst okkur um það. Það má vissulega færa rök fyrir því að óþarfi sé að ríkið eigi tvo banka en það væri full ástæða til að ríkið ætti og ræki einn banka sem gegndi nákvæmlega því hlutverki sem lýst var hér að framan, tæki við innlánum launafólks og lánaði fé ef viðskiptavinirnir þyrftu að endurnýja eldhúsinnréttinguna, bílinn eða stækka við sig íbúðina. Bankinn gæti líka sinnt litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þessi banki hefði einnig þann stóra kost að innlán væru ríkistryggð upp að vissu marki þannig að lítil hætta væri á að þau Jón og Gunna sem eiga aura í bankanum töpuðu þeim í einhverjum hamförum á fjármálamörkuðum. Aðrar fjármálastofnanir mættu svo gjarnan vera í einkaeign og þar gætu banksterar, hrunkvöðlar, útrásarvíkingar og annar óþjóðalýður látið öllum illum látum án þess að það kæmi við okkur hin. Ríkisbankinn yrði hins vegar íhaldsöm og varkár fjármálastofnun sem hefði meiri áhuga á Jónu Jóns en Dow Jones. Ég þykist þess fullviss að þessar hugmyndir muni falla í grýttan jarðveg hjá einkavæðingarflokkunum í stjórn og stjórnarandstöðu og því er rétt að spyrja forystumenn ASÍ, Eflingar, VR og BSRB: „Er ekki kominn tími til að endurreisa Sparisjóð alþýðu?“Höfundur er kennari.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun