Kiel lenti í smá vandræðum en komst í undanúrslitin á Super Globe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2019 13:13 Nikola Bilyk lék vel í dag. Getty/Martin Rose Þýsku bikarmeistararnir í Kiel eru komnir áfram í undanúrslit á heimsmeistarakeppni félagsliða, IHF Super Globe, eftir fjögurra marka sigur á egypska félaginu Zamalek SC, 32-28. Kiel missti forskotið niður í eitt mark um miðjan seinni hálfleik en tókst að landa sigri með ágætum endaspretti. Íslenski leikstjórnandinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk ekkert að spila með Kiel í þessum leik og sat því á bekknum allan tímann. Gísli var einn af þremur leikmönnum Kiel á skýrslu sem fengu ekki að koma við sögu en hinir voru þeir Ole Rahmel og Pavel Horák. Nikola Bilyk og Niclas Ekberg voru markahæstir hjá Kiel með níu mörk hvor en Ekberg skoraði fjögur af mörkum sínum af vítalínunni. Austurríkismaðurinn Nikola Bilyk var líka með fimm stoðsendingar og kom því að fjórtán mörkum Kiel í leiknum. Niklas Landin Jacobsen varði þrettán skot þar af tvö vítaköst. Kiel komst í 6-3 og 13-7 í fyrri hálfleiknum og var 18-12 yfir í hálfleik. Egyptarnir unnu fyrstu sex mínútur seinni hálfleiksins 5-1 og komu muninum niður í eitt mark, 19-20, 20-21 og 21-22, þegar tuttugu mínútur voru eftir. Leikmenn Kiel gáfu þá aftur í og lönduðu nokkuð öruggum sigri. Kiel mætir væntanlega Evrópumeisturum RK Vardar í undanúrslitunum á morgun en RK Vardar spilar við Al Mudhar frá Sádí Arabíu í sínum leik í átta liða úrslitunum seinna í dag. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Sjá meira
Þýsku bikarmeistararnir í Kiel eru komnir áfram í undanúrslit á heimsmeistarakeppni félagsliða, IHF Super Globe, eftir fjögurra marka sigur á egypska félaginu Zamalek SC, 32-28. Kiel missti forskotið niður í eitt mark um miðjan seinni hálfleik en tókst að landa sigri með ágætum endaspretti. Íslenski leikstjórnandinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk ekkert að spila með Kiel í þessum leik og sat því á bekknum allan tímann. Gísli var einn af þremur leikmönnum Kiel á skýrslu sem fengu ekki að koma við sögu en hinir voru þeir Ole Rahmel og Pavel Horák. Nikola Bilyk og Niclas Ekberg voru markahæstir hjá Kiel með níu mörk hvor en Ekberg skoraði fjögur af mörkum sínum af vítalínunni. Austurríkismaðurinn Nikola Bilyk var líka með fimm stoðsendingar og kom því að fjórtán mörkum Kiel í leiknum. Niklas Landin Jacobsen varði þrettán skot þar af tvö vítaköst. Kiel komst í 6-3 og 13-7 í fyrri hálfleiknum og var 18-12 yfir í hálfleik. Egyptarnir unnu fyrstu sex mínútur seinni hálfleiksins 5-1 og komu muninum niður í eitt mark, 19-20, 20-21 og 21-22, þegar tuttugu mínútur voru eftir. Leikmenn Kiel gáfu þá aftur í og lönduðu nokkuð öruggum sigri. Kiel mætir væntanlega Evrópumeisturum RK Vardar í undanúrslitunum á morgun en RK Vardar spilar við Al Mudhar frá Sádí Arabíu í sínum leik í átta liða úrslitunum seinna í dag.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Sjá meira