Þegar jóga varð trend Sigríður Karlsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 10:23 Þegar ég byrjaði að stunda jóga fyrir mörgum árum var mitt æðsta markmið að komast í splitt. Það var eitthvað svo geggjað töff að sjá allt þetta liðuga fólk með æðruleysis-svipinn í miðju splitti. Rétt áður en ég náði því takmarki tognaði ég í náranum. Þegar ég byrjaði að hugleiða fyrir áratug síðan var helsta markmið mitt að bjarga heiminum. Ég endaði á því að krassa á vegg. Ekki með tússlitum þó. Nú virðist sem jóga og hugleiðsla séu trend. Núna er fólk sem iðkar jóga eða hugleiðslu ekki skrýtnir álfar út á hól. Þau virðast vera töff. Ég fíla það. En þá mæta Sölumenn sálarinnar á svæðið. Markaðurinn hefur tekið yfir. Á öllum samfélagsmiðlum er fólk í hinum eina sanna fatnaði í hinni fullkomnu aðstöðu til iðkunar. Okkur er sagt að kaupa okkur varning. Yoga fatnað - hálsmenn - armbönd - höfuðföt - ferðast til framandi landa - finna hina fullkomnu dýnu og ná lotus stellingunni til að fullkomna þetta ástand sem jóga og hugleiðsla á að gefa. Ekki misskilja mig. Hver einasta fruma inn í mér elskar að sjá þessa vakningu. En mig langar að segja nokkur orð. Ég hef hugleitt í regnskógi hinum megin á hnettinum og ég hef líka hugleitt í gallabuxum á Pósthúsinu í biðröð í desember. Það er nákvæmlega enginn munur þar á. Ég hef stundað jóga í sandkassa með börnunum mínum og ég hef stundað jóga á mörg þúsund króna jóga dýnu. Enginn munur. Fyrir mér er jóga og hugleiðsla þetta: Að aga sjálfan sig í að hugsa um sig Að finna sín mörk í sársauka - andlegum og líkamlegum - og ná að losa fallega Að finna sveiganleika sinn Að mæta sjálfum sér og tilfinningum sínum Að finna sjálfsmildina sem fylgir því að hlusta á sjálfan sig Allt þetta utanaðkomandi drasl er fyrir mér - bara blekking. Ég hef stórkostlegar fréttir að færa fyrir þá sem hafa áhuga á að byrja að iðka en þora því ekki því allt þetta fólk er svo með þetta: Þú þarft bara þig! Ég hef setið með æðruleysissvipinn í hugleiðslu en inn í mér er hugurinn á þrjú þúsund kílómetra hraða. Lífið er dásamlegt á köflum og það er alveg geggjað að krydda það með litum og hugleiðsluferðum til framandi landa og hóphugleiðslum og allskonar formum af jóga. Það finnst mér ótrúlega, yndislega gaman. Styrkir sálina og brosvöðvana. En það er samt ekki það sem skiptir máli. Að mæta sjálfum sér. Að vilja verða betri manneskja. Að þroskast og þróa sig sem manneskju. Að vilja sjá sjálfan sig, með öllum sínum kostum og brestum. Að elska sig. Að vera með sér í liði. Um það snýst þetta. Fyrir mér að minnsta kosti. Höldum áfram að gera það sem gerir okkur gott. Finnum okkar aðferð og gætum okkur á sölumönnum sálarinnar og stöðluðum ímyndum. Þetta býr bara allt inn í okkur. Stundum er bara erfitt að finna það. Hafið yndislegan dag! Kærleikur, SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Þegar ég byrjaði að stunda jóga fyrir mörgum árum var mitt æðsta markmið að komast í splitt. Það var eitthvað svo geggjað töff að sjá allt þetta liðuga fólk með æðruleysis-svipinn í miðju splitti. Rétt áður en ég náði því takmarki tognaði ég í náranum. Þegar ég byrjaði að hugleiða fyrir áratug síðan var helsta markmið mitt að bjarga heiminum. Ég endaði á því að krassa á vegg. Ekki með tússlitum þó. Nú virðist sem jóga og hugleiðsla séu trend. Núna er fólk sem iðkar jóga eða hugleiðslu ekki skrýtnir álfar út á hól. Þau virðast vera töff. Ég fíla það. En þá mæta Sölumenn sálarinnar á svæðið. Markaðurinn hefur tekið yfir. Á öllum samfélagsmiðlum er fólk í hinum eina sanna fatnaði í hinni fullkomnu aðstöðu til iðkunar. Okkur er sagt að kaupa okkur varning. Yoga fatnað - hálsmenn - armbönd - höfuðföt - ferðast til framandi landa - finna hina fullkomnu dýnu og ná lotus stellingunni til að fullkomna þetta ástand sem jóga og hugleiðsla á að gefa. Ekki misskilja mig. Hver einasta fruma inn í mér elskar að sjá þessa vakningu. En mig langar að segja nokkur orð. Ég hef hugleitt í regnskógi hinum megin á hnettinum og ég hef líka hugleitt í gallabuxum á Pósthúsinu í biðröð í desember. Það er nákvæmlega enginn munur þar á. Ég hef stundað jóga í sandkassa með börnunum mínum og ég hef stundað jóga á mörg þúsund króna jóga dýnu. Enginn munur. Fyrir mér er jóga og hugleiðsla þetta: Að aga sjálfan sig í að hugsa um sig Að finna sín mörk í sársauka - andlegum og líkamlegum - og ná að losa fallega Að finna sveiganleika sinn Að mæta sjálfum sér og tilfinningum sínum Að finna sjálfsmildina sem fylgir því að hlusta á sjálfan sig Allt þetta utanaðkomandi drasl er fyrir mér - bara blekking. Ég hef stórkostlegar fréttir að færa fyrir þá sem hafa áhuga á að byrja að iðka en þora því ekki því allt þetta fólk er svo með þetta: Þú þarft bara þig! Ég hef setið með æðruleysissvipinn í hugleiðslu en inn í mér er hugurinn á þrjú þúsund kílómetra hraða. Lífið er dásamlegt á köflum og það er alveg geggjað að krydda það með litum og hugleiðsluferðum til framandi landa og hóphugleiðslum og allskonar formum af jóga. Það finnst mér ótrúlega, yndislega gaman. Styrkir sálina og brosvöðvana. En það er samt ekki það sem skiptir máli. Að mæta sjálfum sér. Að vilja verða betri manneskja. Að þroskast og þróa sig sem manneskju. Að vilja sjá sjálfan sig, með öllum sínum kostum og brestum. Að elska sig. Að vera með sér í liði. Um það snýst þetta. Fyrir mér að minnsta kosti. Höldum áfram að gera það sem gerir okkur gott. Finnum okkar aðferð og gætum okkur á sölumönnum sálarinnar og stöðluðum ímyndum. Þetta býr bara allt inn í okkur. Stundum er bara erfitt að finna það. Hafið yndislegan dag! Kærleikur, SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar