Njarðvíkingar segja framkomu Magnamanna óásættanlega og kvarta til KSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2019 11:01 Sveinn Þór (fyrir miðju) tók við Magna í byrjun þessa mánaðar. Hann var áður aðstoðarþjálfari KA. mynd/Magni Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur hefur sent KSÍ kvörtun vegna ummæla Sveins Þórs Steingrímssonar, þjálfara Magna, eftir leik liðanna í Inkasso-deild karla á laugardaginn. Njarðvíkingar unnu leikinn, 2-1. Sveinn var afar ósáttur við rauða spjaldið sem nafni hans og fyrirliði Magna, Sveinn Óli Birgisson, fékk á 50. mínútu í leiknum. Í viðtali við Fótbolta.net eftir leik lét hann Ivan Prskalo, leikmann Njarðvíkur, heyra það en Sveinn Óli var rekinn út af fyrir brot á honum. „Þau ummæli Sveins Þórs sem fordæmd eru, er þegar hann vænir Ivan Prskalo leikmann Njarðvíkur um að vera svikara og svindlara en þau ummæli lætur hann falla þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við rauðu spjaldi sem dómari leiksins gefur Sveini Óla Birgissyni fyrirliða Magna vegna atviks sem verður á 50. mín. leiksins. Þessi ummæli lætur hann falla eftir að hafa rætt við sinn leikmann eins og hann segir sjálfur i viðtalinu,“ segir í yfirlýsingu Njarðvíkur í dag. Njarðvíkingar eru einnig ósáttir við Gauta Gautason, leikmann Magna, sem kastaði boltanum í Kenneth Hogg, leikmann Njarðvíkur, eftir leik. „Framkoma Sveins Þórs og Gauta er með öllu óásættanleg og ber að taka alvarlega. Knattspyrna er leikur án fordóma og ummæli sem þessi og ódrengileg framkoma að eiga sér engan stað í knattspyrnuhreyfingunni eða samfélaginu í heild,“ segir í yfirlýsingunni. Njarðvíkingar segjast treysta því að KSÍ taki á málinu í samræmi við alvarleika þess.Yfirlýsing vegna atvika eftir leik Njarðvíkur og Magna 24. ágúst sl.Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur fordæmir ummæli sem Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari meistaraflokks Magna lét falla í viðtali við fjölmiðilinn fotbolti.net eftir leik og Magna í 18. Umferð Inkasso-deildinni á Rafholtsvellinum í Reykjanesbæ Njarðvíkur þann 24. ágúst sl.Þau ummæli Sveins Þórs sem fordæmd eru, er þegar hann vænir Ivan Prskalo leikmann Njarðvíkur um að vera svikara og svindlara en þau ummæli lætur hann falla þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við rauðu spjaldi sem dómari leiksins gefur Sveini Óla Birgissyni fyrirliða Magna vegna atviks sem verður á 50. mín. leiksins. Þessi ummæli lætur hann falla eftir að hafa rætt við sinn leikmann eins og hann segir sjálfur i viðtalinu.Á myndskeiði sem fylgir yfirlýsingu þessari má sjá að umrætt atvik réttlætir brottvikningu og á ekki að sjást á knattspyrnuvelli og gerir því umrædd ummæli því mun alvarlegri þar sem Sveinn Þór ræðst bæði á leikmann Njarðvíkur og dómara leiksins með mjög ódrengilegum hætti.Þá má einnig sjá í myndskeiði þessu hvar leikmaður nr. 77 Gauti Gautason í liði Magna hendir knettinum í andlit leikmanns Njarðvíkur nr. 8 Kenneth Hogg eftir að dómari leiksins hefur flautað leikinn af og dómari snýr baki í atvikið og sér því ekki atvikið til þess að refsa fyrir atvikið.Framkoma Sveins Þórs og Gauta er með öllu óásættanleg og ber að taka alvarlega.Knattspyrna er leikur án fordóma og ummæli sem þessi og ódrengileg framkoma að eiga sér engan stað í knattspyrnuhreyfingunni eða samfélaginu í heild.Málið verður því sett í réttan farveg innan KSÍ.Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur treystir því að tekið verði á málinu í samræmi við alvarleika málsins og þeir sem bera ábyrgð á ummælunum verði látnir sæta ábyrgð vegna þeirra.Knattspyrnudeild Njarðvíkur mun ekki tjá sig frekar um málið meðan að það er til umfjöllunar hjá KSÍ. Atvik úr leik Njarðvíkur og Magna 24. ágúst 2019: Inkasso-deildin Reykjanesbær Tengdar fréttir Leiknismenn náðu í stig á Akureyri | Langþráður Njarðvíkursigur Átjándu umferð Inkasso-deildar karla lauk í dag með tveimur leikjum. 24. ágúst 2019 18:01 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur hefur sent KSÍ kvörtun vegna ummæla Sveins Þórs Steingrímssonar, þjálfara Magna, eftir leik liðanna í Inkasso-deild karla á laugardaginn. Njarðvíkingar unnu leikinn, 2-1. Sveinn var afar ósáttur við rauða spjaldið sem nafni hans og fyrirliði Magna, Sveinn Óli Birgisson, fékk á 50. mínútu í leiknum. Í viðtali við Fótbolta.net eftir leik lét hann Ivan Prskalo, leikmann Njarðvíkur, heyra það en Sveinn Óli var rekinn út af fyrir brot á honum. „Þau ummæli Sveins Þórs sem fordæmd eru, er þegar hann vænir Ivan Prskalo leikmann Njarðvíkur um að vera svikara og svindlara en þau ummæli lætur hann falla þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við rauðu spjaldi sem dómari leiksins gefur Sveini Óla Birgissyni fyrirliða Magna vegna atviks sem verður á 50. mín. leiksins. Þessi ummæli lætur hann falla eftir að hafa rætt við sinn leikmann eins og hann segir sjálfur i viðtalinu,“ segir í yfirlýsingu Njarðvíkur í dag. Njarðvíkingar eru einnig ósáttir við Gauta Gautason, leikmann Magna, sem kastaði boltanum í Kenneth Hogg, leikmann Njarðvíkur, eftir leik. „Framkoma Sveins Þórs og Gauta er með öllu óásættanleg og ber að taka alvarlega. Knattspyrna er leikur án fordóma og ummæli sem þessi og ódrengileg framkoma að eiga sér engan stað í knattspyrnuhreyfingunni eða samfélaginu í heild,“ segir í yfirlýsingunni. Njarðvíkingar segjast treysta því að KSÍ taki á málinu í samræmi við alvarleika þess.Yfirlýsing vegna atvika eftir leik Njarðvíkur og Magna 24. ágúst sl.Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur fordæmir ummæli sem Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari meistaraflokks Magna lét falla í viðtali við fjölmiðilinn fotbolti.net eftir leik og Magna í 18. Umferð Inkasso-deildinni á Rafholtsvellinum í Reykjanesbæ Njarðvíkur þann 24. ágúst sl.Þau ummæli Sveins Þórs sem fordæmd eru, er þegar hann vænir Ivan Prskalo leikmann Njarðvíkur um að vera svikara og svindlara en þau ummæli lætur hann falla þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við rauðu spjaldi sem dómari leiksins gefur Sveini Óla Birgissyni fyrirliða Magna vegna atviks sem verður á 50. mín. leiksins. Þessi ummæli lætur hann falla eftir að hafa rætt við sinn leikmann eins og hann segir sjálfur i viðtalinu.Á myndskeiði sem fylgir yfirlýsingu þessari má sjá að umrætt atvik réttlætir brottvikningu og á ekki að sjást á knattspyrnuvelli og gerir því umrædd ummæli því mun alvarlegri þar sem Sveinn Þór ræðst bæði á leikmann Njarðvíkur og dómara leiksins með mjög ódrengilegum hætti.Þá má einnig sjá í myndskeiði þessu hvar leikmaður nr. 77 Gauti Gautason í liði Magna hendir knettinum í andlit leikmanns Njarðvíkur nr. 8 Kenneth Hogg eftir að dómari leiksins hefur flautað leikinn af og dómari snýr baki í atvikið og sér því ekki atvikið til þess að refsa fyrir atvikið.Framkoma Sveins Þórs og Gauta er með öllu óásættanleg og ber að taka alvarlega.Knattspyrna er leikur án fordóma og ummæli sem þessi og ódrengileg framkoma að eiga sér engan stað í knattspyrnuhreyfingunni eða samfélaginu í heild.Málið verður því sett í réttan farveg innan KSÍ.Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur treystir því að tekið verði á málinu í samræmi við alvarleika málsins og þeir sem bera ábyrgð á ummælunum verði látnir sæta ábyrgð vegna þeirra.Knattspyrnudeild Njarðvíkur mun ekki tjá sig frekar um málið meðan að það er til umfjöllunar hjá KSÍ. Atvik úr leik Njarðvíkur og Magna 24. ágúst 2019:
Inkasso-deildin Reykjanesbær Tengdar fréttir Leiknismenn náðu í stig á Akureyri | Langþráður Njarðvíkursigur Átjándu umferð Inkasso-deildar karla lauk í dag með tveimur leikjum. 24. ágúst 2019 18:01 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Leiknismenn náðu í stig á Akureyri | Langþráður Njarðvíkursigur Átjándu umferð Inkasso-deildar karla lauk í dag með tveimur leikjum. 24. ágúst 2019 18:01