Notaðar snyrtivörur seljast vel í Japan Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 22. ágúst 2019 06:30 Japan er þekkt fyrir hreinlæti og það er sérstaklega mikill þrýstingur á ungar konur að vera snyrtilegar og lykta vel. Japanir eyða líka meiri peningum en nokkur önnur þjóð í snyrtivörur miðað við íbúafjölda. NORDICPHOTOS/GETTY Japan er þekkt fyrir hreinlæti og þar er lögð mikil áhersla á að fólk, sérstaklega ungar konur, sé alltaf snyrtilegt og vellyktandi. Það kemur því ekki á óvart að snyrtivöruiðnaðurinn í Japan sé mjög stór, en samkvæmt Euromonitor International eyða Japanir meira en nokkur önnur þjóð í snyrtivörur miðað við íbúafjölda. En samkvæmt umfjöllun á vefsíðu The Business of Fashion er líka mikill vöxtur í sölu á notuðum förðunarvörum í Japan, sem skýtur skökku við í landi hreinlætis, af því að notaður farði er oft mengaður af bakteríum.Breytt menning Það selst mikið af alls kyns notuðum vörum í Japan og sala þeirra er að aukast. Það gilda aðrar reglur um förðunarvörur þegar kemur að hreinlæti en flest annað, en eftirspurnin eftir merkjavörum er gríðarleg á sama tíma og ungir Japanir hafa almennt ekki mikið á milli handanna. Þetta unga fólk er að skapa vöxtinn í sölu á notuðum snyrtivörum.Það geta verið skaðlegar bakteríur í notuðum snyrtivörum en sumir ungir Japanir eru tilbúnir að sætta sig við það til að fá ódýrar merkjavörur.Þetta fyrirbrigði gefur ágætis innsýn inn í menningu Japana, sem eru í senn hrifnir af fínustu merkjunum og sífellt sparsamari. Margir Japanir eru stoltir af því að kaupa, nota og eiga ekki mikið og finnst það þægilegt. Á sama tíma eyðir þetta fólk peningunum sínum í gæði sem þeim finnst það skipta máli. Svo skemmir ekki fyrir að notaðar vörur eru umhverfisvænni. Menningin í Japan er líka að breytast, það er aukin áhersla á að deila hlutum og minni áhersla á öfgakennt hreinlæti. Japanir eru heldur ekki einir um að kaupa notaðar snyrtivörur. Þetta er líka stundað í Bandaríkjunum og Litháen, á Reddit og í sérstökum snjallforritum sem eru notuð til að selja notaðar vörur.Tilgangurinn helgar meðalið Það getur verið mjög sóðalegt að deila farða, því bakteríur geta tekið sér bólfestu í notuðum vörum. En sumir ungir Japanir eru tilbúnir að horfa fram hjá því til að fá ódýrt aðgengi að dýrri merkjavöru. Kaupendur notaðra snyrtivara vanda líka kaupin auðvitað vel og skoða hversu oft varan hefur verið notuð, hvenær hún á að renna út og annað slíkt. Seljendur eru líka meðvitaðir um kröfur kaupenda og það ríkir mikið traust og tillitssemi milli kaupenda og seljenda. Þar sem þessar vörur eru seldar eru líka yfirleitt reglur um að þeim sé lýst vel og þær séu ekki útrunnar.Í dag eiga margir ungir Japanir mjög erfitt með að finna stöðuga og vel borgaða vinnu og þurfa því að spara þegar kemur að snyrtivörum.Sumir sjá notaðan farða bara sem tækifæri til að prófa dýrar snyrtivörur frá þekktum merkjum, því slíkar vörur fara sjaldan á útsölu en eru vinsæl stöðutákn. Ef þeim líkar varan fara þau svo og kaupa hana nýja. Aðrir vilja nota notaðar snyrtivörur sem leikmuni fyrir myndir sem þau birta á samfélagsmiðlum. En það eru margir einfaldlega að reyna að spara. Ungt fólk í Japan er almennt ekki vel efnað, það er erfitt að finna stöðuga og vel borgaða vinnu og það sér ekki fram á bjartari tíma. Þannig að þetta fólk hefur ekki efni á dýrum snyrtivörum, en vill þær samt, því vörurnar gleðja. Þau vilja reyna að njóta lífsins en um leið draga úr óþarfa eyðslu, svo þau geti fjárfest í upplifunum. Þess vegna freistar það margra að ná sér í ódýrar snyrtivörur. Birtist í Fréttablaðinu Japan Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Húðrútína Birtu Abiba Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Japan er þekkt fyrir hreinlæti og þar er lögð mikil áhersla á að fólk, sérstaklega ungar konur, sé alltaf snyrtilegt og vellyktandi. Það kemur því ekki á óvart að snyrtivöruiðnaðurinn í Japan sé mjög stór, en samkvæmt Euromonitor International eyða Japanir meira en nokkur önnur þjóð í snyrtivörur miðað við íbúafjölda. En samkvæmt umfjöllun á vefsíðu The Business of Fashion er líka mikill vöxtur í sölu á notuðum förðunarvörum í Japan, sem skýtur skökku við í landi hreinlætis, af því að notaður farði er oft mengaður af bakteríum.Breytt menning Það selst mikið af alls kyns notuðum vörum í Japan og sala þeirra er að aukast. Það gilda aðrar reglur um förðunarvörur þegar kemur að hreinlæti en flest annað, en eftirspurnin eftir merkjavörum er gríðarleg á sama tíma og ungir Japanir hafa almennt ekki mikið á milli handanna. Þetta unga fólk er að skapa vöxtinn í sölu á notuðum snyrtivörum.Það geta verið skaðlegar bakteríur í notuðum snyrtivörum en sumir ungir Japanir eru tilbúnir að sætta sig við það til að fá ódýrar merkjavörur.Þetta fyrirbrigði gefur ágætis innsýn inn í menningu Japana, sem eru í senn hrifnir af fínustu merkjunum og sífellt sparsamari. Margir Japanir eru stoltir af því að kaupa, nota og eiga ekki mikið og finnst það þægilegt. Á sama tíma eyðir þetta fólk peningunum sínum í gæði sem þeim finnst það skipta máli. Svo skemmir ekki fyrir að notaðar vörur eru umhverfisvænni. Menningin í Japan er líka að breytast, það er aukin áhersla á að deila hlutum og minni áhersla á öfgakennt hreinlæti. Japanir eru heldur ekki einir um að kaupa notaðar snyrtivörur. Þetta er líka stundað í Bandaríkjunum og Litháen, á Reddit og í sérstökum snjallforritum sem eru notuð til að selja notaðar vörur.Tilgangurinn helgar meðalið Það getur verið mjög sóðalegt að deila farða, því bakteríur geta tekið sér bólfestu í notuðum vörum. En sumir ungir Japanir eru tilbúnir að horfa fram hjá því til að fá ódýrt aðgengi að dýrri merkjavöru. Kaupendur notaðra snyrtivara vanda líka kaupin auðvitað vel og skoða hversu oft varan hefur verið notuð, hvenær hún á að renna út og annað slíkt. Seljendur eru líka meðvitaðir um kröfur kaupenda og það ríkir mikið traust og tillitssemi milli kaupenda og seljenda. Þar sem þessar vörur eru seldar eru líka yfirleitt reglur um að þeim sé lýst vel og þær séu ekki útrunnar.Í dag eiga margir ungir Japanir mjög erfitt með að finna stöðuga og vel borgaða vinnu og þurfa því að spara þegar kemur að snyrtivörum.Sumir sjá notaðan farða bara sem tækifæri til að prófa dýrar snyrtivörur frá þekktum merkjum, því slíkar vörur fara sjaldan á útsölu en eru vinsæl stöðutákn. Ef þeim líkar varan fara þau svo og kaupa hana nýja. Aðrir vilja nota notaðar snyrtivörur sem leikmuni fyrir myndir sem þau birta á samfélagsmiðlum. En það eru margir einfaldlega að reyna að spara. Ungt fólk í Japan er almennt ekki vel efnað, það er erfitt að finna stöðuga og vel borgaða vinnu og það sér ekki fram á bjartari tíma. Þannig að þetta fólk hefur ekki efni á dýrum snyrtivörum, en vill þær samt, því vörurnar gleðja. Þau vilja reyna að njóta lífsins en um leið draga úr óþarfa eyðslu, svo þau geti fjárfest í upplifunum. Þess vegna freistar það margra að ná sér í ódýrar snyrtivörur.
Birtist í Fréttablaðinu Japan Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Húðrútína Birtu Abiba Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira