Sérstakt áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafa sótt um "Settled Status“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. ágúst 2019 11:32 Óvissa ríkir um það hvort að Bretar gangi úr Evrópusambandinu með eða án samnings við ESB. vísir/epa Sendiherra Íslands í London, Stefán Haukur Jóhannesson, segir það sérstakt áhyggjuefni hversu fáir íslenskir ríkisborgarar, sem búsettir eru í Bretlandi, hafi sótt um svokallaðan Settled Status í landinu í aðdraganda Brexit. Hingað til hafa eingöngu 200 umsóknir borist frá Íslendingum að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins. „Við mælum eindregið með því að fólk sæki um sem allra fyrst þar sem óvissa ríkir enn um útfærslu á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þó að samningar hafi náðst við bresk stjórnvöld um réttindi borgara eftir Brexit þá þurfa allir sem hér dvelja og hyggjast gera svo áfram að hafa réttindi til búsetu, þ.e. settled status eða pre-settled status,“ segir Stefán Haukur. Tímafrestur til að skila inn slíkri umsókn er eftir sem áður 31. desember 2020 en sendiráð Íslands í Bretlandi vill beina því til Íslendinga sem búsettir eru þar í landi að draga það ekki of lengi að sækja um. Farið er handvirkt yfir hverja umsókn sem berst svo gera má ráð fyrir því að afgreiðslutími lengist þegar nær dregur vegna fjölda umsókna. Þá vill sendiráð Íslands einnig árétta það, í tilefni frétta í breskum fjölmiðlum í vikunni um að frjáls för fólks kunni að stöðvast strax í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, að samkvæmt upplýsingum frá breska innanríkisráðuneytinu á það ekki við um EES-ríkisborgara sem flytja til Bretlands fyrir 31. október næstkomandi. „Að sama skapi hafa bresk yfirvöld staðfest í fjölmiðlum að fréttir um að ríkisborgarar frá ríkjum innan EES þurfi að greiða fyrir þjónustu í breska heilbrigðiskerfinu (NHS) eftir Brexit eigi ekki við þá sem flytja til Bretlands fyrir 31. október á þessu ári,“ segir á vef stjórnarráðsins. Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira
Sendiherra Íslands í London, Stefán Haukur Jóhannesson, segir það sérstakt áhyggjuefni hversu fáir íslenskir ríkisborgarar, sem búsettir eru í Bretlandi, hafi sótt um svokallaðan Settled Status í landinu í aðdraganda Brexit. Hingað til hafa eingöngu 200 umsóknir borist frá Íslendingum að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins. „Við mælum eindregið með því að fólk sæki um sem allra fyrst þar sem óvissa ríkir enn um útfærslu á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þó að samningar hafi náðst við bresk stjórnvöld um réttindi borgara eftir Brexit þá þurfa allir sem hér dvelja og hyggjast gera svo áfram að hafa réttindi til búsetu, þ.e. settled status eða pre-settled status,“ segir Stefán Haukur. Tímafrestur til að skila inn slíkri umsókn er eftir sem áður 31. desember 2020 en sendiráð Íslands í Bretlandi vill beina því til Íslendinga sem búsettir eru þar í landi að draga það ekki of lengi að sækja um. Farið er handvirkt yfir hverja umsókn sem berst svo gera má ráð fyrir því að afgreiðslutími lengist þegar nær dregur vegna fjölda umsókna. Þá vill sendiráð Íslands einnig árétta það, í tilefni frétta í breskum fjölmiðlum í vikunni um að frjáls för fólks kunni að stöðvast strax í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, að samkvæmt upplýsingum frá breska innanríkisráðuneytinu á það ekki við um EES-ríkisborgara sem flytja til Bretlands fyrir 31. október næstkomandi. „Að sama skapi hafa bresk yfirvöld staðfest í fjölmiðlum að fréttir um að ríkisborgarar frá ríkjum innan EES þurfi að greiða fyrir þjónustu í breska heilbrigðiskerfinu (NHS) eftir Brexit eigi ekki við þá sem flytja til Bretlands fyrir 31. október á þessu ári,“ segir á vef stjórnarráðsins.
Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira