111 flugmenn Icelandair færðir í hálft starf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2019 13:48 Ekkert liggur fyrir um hvenær Boeing 737 MAX vélarnar verða teknar aftur í notkun. Vísir/Vilhelm Kyrrsetning Boeing 737-MAX flugvéla Icelandair veldur því að hátt í 150 flugmenn þurfa yfir fjögurra mánaða tímabil ýmist að fara í hálft starf hjá félaginu eða fara úr hlutverki flugstjóra í starf flugmanns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair í dag. Alls er um að ræða 111 flugmenn Icelandair sem verða færðir í hálft starf og 30 flugstjóra sem færast niður í stöðu flugmanns. Um er að ræða tímabundnar breytingar frá 1. desember 2019 til 1. apríl 2020. „Eins og áður hefur komið fram gerir Icelandair ekki ráð fyrir því að taka Boeing 737-MAX flugvélar á ný inn í rekstur félagsins fyrr en í byrjun næsta árs. Upphaflega gerði félagið ráð fyrir níu slíkum vélum í flota sínum á þessu ári. Kyrrsetningin veldur jafnframt óvissu varðandi afhendingu fimm nýrra MAX véla sem áætlaðar voru til afhendingar snemma á næsta ári. Um er að ræða fordæmalausa stöðu sem hefur umtalsverð neikvæð áhrif á rekstur félagsins sem og flugáætlun í vetur. Óhjákvæmilega hefur þessi staða áhrif á áhafnaþörf félagsins og þarf félagið að bregðast við með því að aðlaga fjölda áhafnameðlima að flugflota félagsins,“ segir í tilkynningu sem Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi flugfélagsins, sendi fjölmiðlum.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.Þar segir að Icelandair og Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hafi á þessu ári unnið saman að því að skapa tækifæri til þess að takast á við sveiflur í áhafnaþörf félagsins með öðrum leiðum en áður hefur tíðkast. Nú þegar hafi störf tæplega 100 flugmanna tekið breytingum yfir veturinn. „Í ljósi áframhaldandi óvissu og til að lágmarka áhrif kyrrsetningar MAX vélanna á rekstur Icelandair, mun félagið grípa til frekari ráðstafana sem fela í sér tímabundnar breytingar hjá hópi flugmanna og flugstjóra á fjögurra mánaða tímabili, frá 1. desember 2019 til 1. apríl 2020. Aðgerðirnar felast í því að 111 flugmenn færast niður í 50% starf og 30 flugstjórar verða færðir tímabundið í starf flugmanns.“ Í dag starfa tæplega 550 flugmenn og flugstjórar hjá félaginu. „Hvað varðar stöðu mála vegna Boeing 737 MAX flugvéla, þá hefur yfirgripsmikið og vandað ferli, sem er í höndum alþjóðaflugmálayfirvalda, staðið yfir síðan vélarnar voru kyrrsettar fyrr á þessu ári. Sú vinna fer fram í samvinnu við Boeing og þau flugfélög sem eru með MAX vélar í rekstri og er það hagsmuna- og forgangsmál allra hlutaðeigandi að tryggja öryggi vélanna og koma þeim aftur í rekstur.“ Icelandair segist munu, hér eftir sem hingað til, leggja höfuðáherslu á að lágmarka tjón félagsins og áhrif kyrrsetningarinnar á farþega og íslenska ferðaþjónustu. Félagið sé þegar í viðræðum við Boeing um að fá það fjárhagslega tjón sem hlotist hefur af kyrrsetningu vélanna bætt. Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Kyrrsetning Boeing 737-MAX flugvéla Icelandair veldur því að hátt í 150 flugmenn þurfa yfir fjögurra mánaða tímabil ýmist að fara í hálft starf hjá félaginu eða fara úr hlutverki flugstjóra í starf flugmanns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair í dag. Alls er um að ræða 111 flugmenn Icelandair sem verða færðir í hálft starf og 30 flugstjóra sem færast niður í stöðu flugmanns. Um er að ræða tímabundnar breytingar frá 1. desember 2019 til 1. apríl 2020. „Eins og áður hefur komið fram gerir Icelandair ekki ráð fyrir því að taka Boeing 737-MAX flugvélar á ný inn í rekstur félagsins fyrr en í byrjun næsta árs. Upphaflega gerði félagið ráð fyrir níu slíkum vélum í flota sínum á þessu ári. Kyrrsetningin veldur jafnframt óvissu varðandi afhendingu fimm nýrra MAX véla sem áætlaðar voru til afhendingar snemma á næsta ári. Um er að ræða fordæmalausa stöðu sem hefur umtalsverð neikvæð áhrif á rekstur félagsins sem og flugáætlun í vetur. Óhjákvæmilega hefur þessi staða áhrif á áhafnaþörf félagsins og þarf félagið að bregðast við með því að aðlaga fjölda áhafnameðlima að flugflota félagsins,“ segir í tilkynningu sem Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi flugfélagsins, sendi fjölmiðlum.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.Þar segir að Icelandair og Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hafi á þessu ári unnið saman að því að skapa tækifæri til þess að takast á við sveiflur í áhafnaþörf félagsins með öðrum leiðum en áður hefur tíðkast. Nú þegar hafi störf tæplega 100 flugmanna tekið breytingum yfir veturinn. „Í ljósi áframhaldandi óvissu og til að lágmarka áhrif kyrrsetningar MAX vélanna á rekstur Icelandair, mun félagið grípa til frekari ráðstafana sem fela í sér tímabundnar breytingar hjá hópi flugmanna og flugstjóra á fjögurra mánaða tímabili, frá 1. desember 2019 til 1. apríl 2020. Aðgerðirnar felast í því að 111 flugmenn færast niður í 50% starf og 30 flugstjórar verða færðir tímabundið í starf flugmanns.“ Í dag starfa tæplega 550 flugmenn og flugstjórar hjá félaginu. „Hvað varðar stöðu mála vegna Boeing 737 MAX flugvéla, þá hefur yfirgripsmikið og vandað ferli, sem er í höndum alþjóðaflugmálayfirvalda, staðið yfir síðan vélarnar voru kyrrsettar fyrr á þessu ári. Sú vinna fer fram í samvinnu við Boeing og þau flugfélög sem eru með MAX vélar í rekstri og er það hagsmuna- og forgangsmál allra hlutaðeigandi að tryggja öryggi vélanna og koma þeim aftur í rekstur.“ Icelandair segist munu, hér eftir sem hingað til, leggja höfuðáherslu á að lágmarka tjón félagsins og áhrif kyrrsetningarinnar á farþega og íslenska ferðaþjónustu. Félagið sé þegar í viðræðum við Boeing um að fá það fjárhagslega tjón sem hlotist hefur af kyrrsetningu vélanna bætt.
Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira