Flug á Íslandi í 100 ár Jón Gunnar Jónsson skrifar 3. september 2019 07:00 Þann 3. september 1919 hóf sig til flugs úr Vatnsmýrinni í Reykjavík AVRO 504K, tvíþekja í eigu hins fyrsta Flugfélags Íslands. Má segja að þá, tæpum 16 árum eftir fyrsta flug Wright-bræðra, hafi flugsaga Íslendinga hafist. Framfarir hafa æ síðan einkennt flugsöguna í samgöngum á heimsvísu, drifnar áfram af hugsjón og nýsköpun. Lög um loftferðir voru fyrst sett árið 1929 og byggja kröfur og reglugerðir í flugi á þeim. Þegar dró að lokum seinni heimsstyrjaldarinnar þótti nauðsynlegt að koma á samkomulagi um flugstarfsemi í alþjóðaflugi og var Ísland eitt 54 stofnríkja að Alþjóðaflugmálastofnuninni árið 1944. Aðildarríki eru nú 193 talsins. Flugmálastjórn Íslands starfaði á árunum 1945-2013 og sinnti bæði framkvæmd og stjórnsýslu allt til ársins 2007 þegar skilið var á milli þeirra verkefna. Á alþjóðavísu hefur verið unnið markvisst að öryggi í flugi, m.a. með innleiðingu krafna og tilmæla Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Íslenska flugmálastjórnin varð aðili að Flugöryggisstofnun Evrópu árið 2005 eftir þátttöku í starfi forvera þeirrar stofnunar. Kjarninn í starfi flugmálayfirvalda er að vinna að sífellt öruggari flugrekstri í sinni víðustu mynd. Jafnframt er mikilvægt að tryggja trúverðugleika íslenskra aðila sem starfa í greininni, með gagnkvæmum viðurkenningum á réttindum samkvæmt alþjóðlegum kröfum. Miklir hagsmunir felast í góðu samstarfi við fluggeirann og fagmennsku á öllum stigum. Samgöngustofa var stofnuð 2013 með sameiningu nokkurra stofnana í samgöngumálum, m.a. Flugmálastjórnar Íslands. Með því færðust þangað verkefni flugmálayfirvalda er varða stjórnsýslu- og eftirlitsskyldu og sameinuðust þar að hluta málaflokkum annarra samgöngumáta. Samgöngustofa heldur áfram því verki sem Flugmálastjórn sinnti áður, setur markið hátt og slær hvergi af í stefnu sinni og starfi er varðar öryggi og hagkvæmni. Hundrað ár eru ekki langur tími þegar horft er til þess hversu mikil framþróun hefur orðið frá fyrsta flugtakinu í Vatnsmýrinni. Helsta hlutverk Samgöngustofu er að tryggja áfram flugöryggi á Íslandi og trúverðugleika landsins í alþjóðlegu flugumhverfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Þann 3. september 1919 hóf sig til flugs úr Vatnsmýrinni í Reykjavík AVRO 504K, tvíþekja í eigu hins fyrsta Flugfélags Íslands. Má segja að þá, tæpum 16 árum eftir fyrsta flug Wright-bræðra, hafi flugsaga Íslendinga hafist. Framfarir hafa æ síðan einkennt flugsöguna í samgöngum á heimsvísu, drifnar áfram af hugsjón og nýsköpun. Lög um loftferðir voru fyrst sett árið 1929 og byggja kröfur og reglugerðir í flugi á þeim. Þegar dró að lokum seinni heimsstyrjaldarinnar þótti nauðsynlegt að koma á samkomulagi um flugstarfsemi í alþjóðaflugi og var Ísland eitt 54 stofnríkja að Alþjóðaflugmálastofnuninni árið 1944. Aðildarríki eru nú 193 talsins. Flugmálastjórn Íslands starfaði á árunum 1945-2013 og sinnti bæði framkvæmd og stjórnsýslu allt til ársins 2007 þegar skilið var á milli þeirra verkefna. Á alþjóðavísu hefur verið unnið markvisst að öryggi í flugi, m.a. með innleiðingu krafna og tilmæla Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Íslenska flugmálastjórnin varð aðili að Flugöryggisstofnun Evrópu árið 2005 eftir þátttöku í starfi forvera þeirrar stofnunar. Kjarninn í starfi flugmálayfirvalda er að vinna að sífellt öruggari flugrekstri í sinni víðustu mynd. Jafnframt er mikilvægt að tryggja trúverðugleika íslenskra aðila sem starfa í greininni, með gagnkvæmum viðurkenningum á réttindum samkvæmt alþjóðlegum kröfum. Miklir hagsmunir felast í góðu samstarfi við fluggeirann og fagmennsku á öllum stigum. Samgöngustofa var stofnuð 2013 með sameiningu nokkurra stofnana í samgöngumálum, m.a. Flugmálastjórnar Íslands. Með því færðust þangað verkefni flugmálayfirvalda er varða stjórnsýslu- og eftirlitsskyldu og sameinuðust þar að hluta málaflokkum annarra samgöngumáta. Samgöngustofa heldur áfram því verki sem Flugmálastjórn sinnti áður, setur markið hátt og slær hvergi af í stefnu sinni og starfi er varðar öryggi og hagkvæmni. Hundrað ár eru ekki langur tími þegar horft er til þess hversu mikil framþróun hefur orðið frá fyrsta flugtakinu í Vatnsmýrinni. Helsta hlutverk Samgöngustofu er að tryggja áfram flugöryggi á Íslandi og trúverðugleika landsins í alþjóðlegu flugumhverfi.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun