Olísdeildarspáin 2019/20: Þrjú tímabil án Íslandsmeistaratitils þykir vera mikið á Ásvöllum Henry Birgir Gunnarsson, Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 3. september 2019 10:00 Haukar urðu deildarmeistarar á síðasta tímabili. vísir/bára Handboltatímabilið 2019 til 2020 hefst eftir aðeins fimm daga. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Olís deildina í handbolta með því að birta spá okkar um lokastöðuna í deildinni. Olís deild karla hefst 8. september næstkomandi og nú er komið að níunda liðinu í spá okkar.Spá Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir Olís deild karla 2019-20: 1. sæti 2. sæti 3. sæti - (4. september)4. sæti - Haukar5. sæti - Selfoss6. sæti - Afturelding7. sæti - Stjarnan8. sæti - ÍR9. sæti - KA10. sæti - HK11. sæti - Fram12. sæti - FjölnirLandsliðsmaðurinn Daníel Þór Ingason er farinn til danska liðsins Ribe-Esbjerg.vísir/daníelÍþróttadeild spáir því að Hauka endi í fjórða sæti deildarinnar. Haukar urðu deildarmeistarar á síðasta tímabili. Þeir komust í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn en töpuðu fyrir Selfyssingum, 3-1. Haukar eru stórveldi 21. aldarinnar í íslenskum karlahandbolta. Þeir hafa hins vegar ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn síðan 2016 sem þykir langur tími á Ásvöllum. Haukar misstu sinn besta mann, Daníel Þór Ingason, til Ribe-Esbjerg og hafa ekki fengið neinn leikmann í hans stöðu. Haukar munu því leggja traust sitt á Adam Hauk Baumruk í vetur. Breiddin hægra megin á vellinum eykst hins vegar með komu Ólafs Ægis Ólafssonar. Þá er Vignir Svavarsson kominn aftur til Hauka eftir 14 ár í atvinnumennsku. Vignir hefur sjaldan verið í betra formi og Haukar eru með ógnvænlegt línumannapar í honum og Heimi Óla Heimissyni.Komnir/Farnir:Komnir: Vignir Svavarsson, Team Tvis Holstebro, Danmörk Ólafur Ægir Ólafsson, Lakers Stafa, SvissFarnir: Daníel Þór Ingason, Ribe Esbjerg, Danmörk Jón Þorbjörn Jóhannsson, hætturGrétar Ari Guðjónsson varði vel á síðasta tímabili.vísir/báraHBStatz tölurnar frá síðasta tímabiliSóknarleikur Hauka 2018/19 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 3. sæti (28,2) Skotnýting - 1. sæti (61,3%) Vítanýting - 7. sæti (72,6%) Hraðaupphlaupsmörk - 4. sæti (65) Stoðsendingar í leik - 1. sæti (11,8) Tapaðir boltar í leik - 12. sæti (10,8)Vörn og markvarsla Hauka 2018/19 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 5. sæti (26,3) Hlutfallsmarkvarsla - 2. sæti (36,3%) Varin víti - 6. sæti (13) Stolnir boltar - 7. sæti (74) Varin skot í vörn - 6. sæti (50) Lögleg stopp í leik - 4. sæti (20,2)Hornamaðurinn knái, Orri Freyr Þorkelsson.vísir/báraLíklegt byrjunarlið Hauka í vetur Markvörður - Grétar Ari Guðjónsson - 23 ára Vinstra horn - Orri Freyr Þorkelsson - 20 ára Vinstri skytta - Adam Haukur Baumruk - 25 ára Miðja - Tjörvi Þorgeirsson - 29 ára Hægri skytta - Ásgeir Örn Hallgrímsson - 35 ára Hægra horn - Brynjólfur Snær Brynjólfsson - 26 ára Lína - Vignir Svavarsson - 39 ára Varnarmaður - Darri Aronsson - 20 áraDarri Aronsson hissa á svip.vísir/báraFylgist með Darri Aronsson (f. 1999) fékk nokkuð stórt hlutverk í varnarleik Hauka á síðasta tímabili. Darri er efni í góðan varnarmann þótt hann sé enn hrár og frekar klaufskur. Hann fær væntanlega að spreyta sig meira í sókninni í vetur og gæti fengið tækifæri þegar Adam Haukur hvílir.Gunnar Magnússon hefur tvisvar sinnum gert lið að Íslandsmeisturum á þjálfaraferlinum.vísir/vilhelmÞjálfarinn Gunnar Magnússon er að hefja sitt fimmta tímabil í röð sem þjálfari Hauka. Undir hans stjórn hafa Haukar einu sinni orðið Íslandsmeistarar og tvisvar sinnum deildarmeistarar. Gunnar hefur marga fjöruna sopið í þjálfun þrátt fyrir ungan aldur. Sextán ár eru síðan hann stýrði liði (Víkingi) í fyrsta sinn í efstu deild. Auk Hauka, Víkings hefur Gunnar þjálfað HK og ÍBV sem hann gerði að Íslands- og bikarmeisturum. Hann þjálfaði einnig um tíma í Noregi. Gunnar er aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundssonar með karlalandsliðið og er auk þess yfirþjálfari yngri landsliða Íslands.Klippa: Olísdeildarspá Stöð 2 Sport: Haukar Hvað segir sérfræðingurinn?„Frábært tímabil hjá þeim í fyrra þegar maður kíkir aðeins yfir þetta. Þeir unnu deildarmeistaratitilinn og eru með spennandi lið. Þeir fá Vigni til baka sem eru stærstu félagsskiptin og stærsta nafnið sem er að koma“ segir Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, um Haukaliðið. „Það er frábært að fá Vigni aftur og hann virkar í hörku standi. Svo fá þeir Ólaf Ægi í hægri skyttuna sem er mjög klókur og góður varnarmaður. Ég held að hann passi mjög vel inn í handboltaspekina hans Gunnars Magg,“ sagði Jóhann Gunnar. „Þeir missa Daníel Inga sem er mikill missir því hann var frábær í bæði vörn og sókn. Adam er þarna og Darri hefur verið að spila sókn og ég sé liðið ekki veikjast mikið þótt þeir sakni Daníels. Haukar eru alltaf Haukar. Þeir eru massífir, með tvo menn í hverri stöðu og núna ætla þeir væntanlega að vaða beint í Íslandsmeistaratitilinn sem þeir voru mjög nálægt að ná síðast,“ sagði Jóhann Gunnar. „Það er síðan alltaf spurningarmerki með Tjörva sem er heilinn í liðinu. Hann er búinn að vera mikið meiddur en ef hann er með og allir skila sínu þá eru Haukar enn eitt liðið sem mun berjast um titilinn,“ sagði Jóhann Gunnar.Haukar fagna Íslandsmeistaratitlinum 2016.vísir/vilhelmHversu langt síðan að Haukaliðið ... ... varð Íslandsmeistari: 3 ár (2016) ... varð deildarmeistari: 0 ár (2019) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2019) ... varð bikarmeistari: 5 ár (2014) ... komst í bikarúrslit: 5 ár (2014) ... komst ekki í úrslitakeppni: 8 ár (2011) ... komst í undanúrslit: 0 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 0 ár (2019) ... féll úr deildinni: 32 ár (1987) ... kom upp í deildina: 29 ár (1990)Gengi Haukar í deildarkeppninni undanfarin átta tímabil: 2018-19 Deildarmeistari 2017-18 5. sæti í deildinni 2016-17 3. sæti í deildinni 2015-16 Deildarmeistari 2014-15 5. sæti í deildinni 2013-14 Deildarmeistari 2012-13 Deildarmeistari 2011-12 DeildarmeistariGengi Haukar í úrslitakeppninni undanfarin átta tímabil: 2018-19 2. sæti 2017-18 Undanúrslit 2016-17 Átta liða úrslit 2015-16 Íslandsmeistari 2014-15 Íslandsmeistari 2013-14 2. sæti 2012-13 2. sæti 2011-12 UndanúrslitFögnuður á Haukabekknum.vísir/daníelAð lokum Líkt og Íslandsmeistarar Selfoss hafa Haukar misst sinn besta leikmann og ekki fyllt skarð hans. Haukar búa hins vegar svo vel að eiga Adam Hauk sem fer væntanlega í svipað hlutverk og hann var í áður en Daníel kom. Adam er frábær í seinni bylgju í hraðaupphlaupum og Haukar verða að nýta hana til hins ítrasta því uppstilltur sóknarleikur liðsins á það til að vera stirður. Haukar voru með næstbestu markvörsluna í deildinni á síðasta tímabili og þeir Grétar Ari Guðjónsson og Andri Sigmarsson Scheving þurfa að halda uppteknum hætti í vetur. Vörnin verður líka að vera sterk. Varnarleikur Hauka breytist þó væntanlega talsvert við brotthvarf Daníels. Metnaðurinn á Ásvöllum er alltaf mikill og það breytist ekkert. Haukar vilja berjast um titla og verða í baráttunni um þá í vetur. Frammistaðan á undirbúningstímabilinu hefur þó ekki verið neitt sérstök og þá gefur spilamennskan gegn Plzen í EHF-bikarnum ekki mikla ástæðu til bjartsýni. En Haukar verða alltaf sterkir. Olís-deild karla Tengdar fréttir Olísdeildarspáin 2019/20: Meiri óvissa hjá Aftureldingu en síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 6. sæti Olís deildar karla í vetur. 30. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Herslumuninn hefur vantað hjá ÍR-ingum undanfarin ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 8. sæti Olís deildar karla í vetur. 28. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: KA með nánast sama lið og endar í sama sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Olís deildar karla í vetur. 27. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Íslandsmeistararnir búnir að missa bæði þjálfarann og besta leikmanninn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossliðinu 5. sæti Olís deildar karla í vetur. 2. september 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: HK stendur á tímamótum og heldur sér uppi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Olís deildar karla í vetur. 26. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Stjarnan vill meira en meðalmennskuna síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 7. sæti Olís deildar karla í vetur. 29. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Framarar hafa daðrað við fallið en nú er komið að því Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 11. sæti Olís deildar karla í vetur. 23. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Fjölnisliðið stoppar stutt á meðal þeirra bestu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 12. sæti Olís deildar karla í vetur. 22. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Sjá meira
Handboltatímabilið 2019 til 2020 hefst eftir aðeins fimm daga. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Olís deildina í handbolta með því að birta spá okkar um lokastöðuna í deildinni. Olís deild karla hefst 8. september næstkomandi og nú er komið að níunda liðinu í spá okkar.Spá Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir Olís deild karla 2019-20: 1. sæti 2. sæti 3. sæti - (4. september)4. sæti - Haukar5. sæti - Selfoss6. sæti - Afturelding7. sæti - Stjarnan8. sæti - ÍR9. sæti - KA10. sæti - HK11. sæti - Fram12. sæti - FjölnirLandsliðsmaðurinn Daníel Þór Ingason er farinn til danska liðsins Ribe-Esbjerg.vísir/daníelÍþróttadeild spáir því að Hauka endi í fjórða sæti deildarinnar. Haukar urðu deildarmeistarar á síðasta tímabili. Þeir komust í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn en töpuðu fyrir Selfyssingum, 3-1. Haukar eru stórveldi 21. aldarinnar í íslenskum karlahandbolta. Þeir hafa hins vegar ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn síðan 2016 sem þykir langur tími á Ásvöllum. Haukar misstu sinn besta mann, Daníel Þór Ingason, til Ribe-Esbjerg og hafa ekki fengið neinn leikmann í hans stöðu. Haukar munu því leggja traust sitt á Adam Hauk Baumruk í vetur. Breiddin hægra megin á vellinum eykst hins vegar með komu Ólafs Ægis Ólafssonar. Þá er Vignir Svavarsson kominn aftur til Hauka eftir 14 ár í atvinnumennsku. Vignir hefur sjaldan verið í betra formi og Haukar eru með ógnvænlegt línumannapar í honum og Heimi Óla Heimissyni.Komnir/Farnir:Komnir: Vignir Svavarsson, Team Tvis Holstebro, Danmörk Ólafur Ægir Ólafsson, Lakers Stafa, SvissFarnir: Daníel Þór Ingason, Ribe Esbjerg, Danmörk Jón Þorbjörn Jóhannsson, hætturGrétar Ari Guðjónsson varði vel á síðasta tímabili.vísir/báraHBStatz tölurnar frá síðasta tímabiliSóknarleikur Hauka 2018/19 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 3. sæti (28,2) Skotnýting - 1. sæti (61,3%) Vítanýting - 7. sæti (72,6%) Hraðaupphlaupsmörk - 4. sæti (65) Stoðsendingar í leik - 1. sæti (11,8) Tapaðir boltar í leik - 12. sæti (10,8)Vörn og markvarsla Hauka 2018/19 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 5. sæti (26,3) Hlutfallsmarkvarsla - 2. sæti (36,3%) Varin víti - 6. sæti (13) Stolnir boltar - 7. sæti (74) Varin skot í vörn - 6. sæti (50) Lögleg stopp í leik - 4. sæti (20,2)Hornamaðurinn knái, Orri Freyr Þorkelsson.vísir/báraLíklegt byrjunarlið Hauka í vetur Markvörður - Grétar Ari Guðjónsson - 23 ára Vinstra horn - Orri Freyr Þorkelsson - 20 ára Vinstri skytta - Adam Haukur Baumruk - 25 ára Miðja - Tjörvi Þorgeirsson - 29 ára Hægri skytta - Ásgeir Örn Hallgrímsson - 35 ára Hægra horn - Brynjólfur Snær Brynjólfsson - 26 ára Lína - Vignir Svavarsson - 39 ára Varnarmaður - Darri Aronsson - 20 áraDarri Aronsson hissa á svip.vísir/báraFylgist með Darri Aronsson (f. 1999) fékk nokkuð stórt hlutverk í varnarleik Hauka á síðasta tímabili. Darri er efni í góðan varnarmann þótt hann sé enn hrár og frekar klaufskur. Hann fær væntanlega að spreyta sig meira í sókninni í vetur og gæti fengið tækifæri þegar Adam Haukur hvílir.Gunnar Magnússon hefur tvisvar sinnum gert lið að Íslandsmeisturum á þjálfaraferlinum.vísir/vilhelmÞjálfarinn Gunnar Magnússon er að hefja sitt fimmta tímabil í röð sem þjálfari Hauka. Undir hans stjórn hafa Haukar einu sinni orðið Íslandsmeistarar og tvisvar sinnum deildarmeistarar. Gunnar hefur marga fjöruna sopið í þjálfun þrátt fyrir ungan aldur. Sextán ár eru síðan hann stýrði liði (Víkingi) í fyrsta sinn í efstu deild. Auk Hauka, Víkings hefur Gunnar þjálfað HK og ÍBV sem hann gerði að Íslands- og bikarmeisturum. Hann þjálfaði einnig um tíma í Noregi. Gunnar er aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundssonar með karlalandsliðið og er auk þess yfirþjálfari yngri landsliða Íslands.Klippa: Olísdeildarspá Stöð 2 Sport: Haukar Hvað segir sérfræðingurinn?„Frábært tímabil hjá þeim í fyrra þegar maður kíkir aðeins yfir þetta. Þeir unnu deildarmeistaratitilinn og eru með spennandi lið. Þeir fá Vigni til baka sem eru stærstu félagsskiptin og stærsta nafnið sem er að koma“ segir Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, um Haukaliðið. „Það er frábært að fá Vigni aftur og hann virkar í hörku standi. Svo fá þeir Ólaf Ægi í hægri skyttuna sem er mjög klókur og góður varnarmaður. Ég held að hann passi mjög vel inn í handboltaspekina hans Gunnars Magg,“ sagði Jóhann Gunnar. „Þeir missa Daníel Inga sem er mikill missir því hann var frábær í bæði vörn og sókn. Adam er þarna og Darri hefur verið að spila sókn og ég sé liðið ekki veikjast mikið þótt þeir sakni Daníels. Haukar eru alltaf Haukar. Þeir eru massífir, með tvo menn í hverri stöðu og núna ætla þeir væntanlega að vaða beint í Íslandsmeistaratitilinn sem þeir voru mjög nálægt að ná síðast,“ sagði Jóhann Gunnar. „Það er síðan alltaf spurningarmerki með Tjörva sem er heilinn í liðinu. Hann er búinn að vera mikið meiddur en ef hann er með og allir skila sínu þá eru Haukar enn eitt liðið sem mun berjast um titilinn,“ sagði Jóhann Gunnar.Haukar fagna Íslandsmeistaratitlinum 2016.vísir/vilhelmHversu langt síðan að Haukaliðið ... ... varð Íslandsmeistari: 3 ár (2016) ... varð deildarmeistari: 0 ár (2019) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2019) ... varð bikarmeistari: 5 ár (2014) ... komst í bikarúrslit: 5 ár (2014) ... komst ekki í úrslitakeppni: 8 ár (2011) ... komst í undanúrslit: 0 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 0 ár (2019) ... féll úr deildinni: 32 ár (1987) ... kom upp í deildina: 29 ár (1990)Gengi Haukar í deildarkeppninni undanfarin átta tímabil: 2018-19 Deildarmeistari 2017-18 5. sæti í deildinni 2016-17 3. sæti í deildinni 2015-16 Deildarmeistari 2014-15 5. sæti í deildinni 2013-14 Deildarmeistari 2012-13 Deildarmeistari 2011-12 DeildarmeistariGengi Haukar í úrslitakeppninni undanfarin átta tímabil: 2018-19 2. sæti 2017-18 Undanúrslit 2016-17 Átta liða úrslit 2015-16 Íslandsmeistari 2014-15 Íslandsmeistari 2013-14 2. sæti 2012-13 2. sæti 2011-12 UndanúrslitFögnuður á Haukabekknum.vísir/daníelAð lokum Líkt og Íslandsmeistarar Selfoss hafa Haukar misst sinn besta leikmann og ekki fyllt skarð hans. Haukar búa hins vegar svo vel að eiga Adam Hauk sem fer væntanlega í svipað hlutverk og hann var í áður en Daníel kom. Adam er frábær í seinni bylgju í hraðaupphlaupum og Haukar verða að nýta hana til hins ítrasta því uppstilltur sóknarleikur liðsins á það til að vera stirður. Haukar voru með næstbestu markvörsluna í deildinni á síðasta tímabili og þeir Grétar Ari Guðjónsson og Andri Sigmarsson Scheving þurfa að halda uppteknum hætti í vetur. Vörnin verður líka að vera sterk. Varnarleikur Hauka breytist þó væntanlega talsvert við brotthvarf Daníels. Metnaðurinn á Ásvöllum er alltaf mikill og það breytist ekkert. Haukar vilja berjast um titla og verða í baráttunni um þá í vetur. Frammistaðan á undirbúningstímabilinu hefur þó ekki verið neitt sérstök og þá gefur spilamennskan gegn Plzen í EHF-bikarnum ekki mikla ástæðu til bjartsýni. En Haukar verða alltaf sterkir.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Olísdeildarspáin 2019/20: Meiri óvissa hjá Aftureldingu en síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 6. sæti Olís deildar karla í vetur. 30. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Herslumuninn hefur vantað hjá ÍR-ingum undanfarin ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 8. sæti Olís deildar karla í vetur. 28. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: KA með nánast sama lið og endar í sama sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Olís deildar karla í vetur. 27. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Íslandsmeistararnir búnir að missa bæði þjálfarann og besta leikmanninn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossliðinu 5. sæti Olís deildar karla í vetur. 2. september 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: HK stendur á tímamótum og heldur sér uppi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Olís deildar karla í vetur. 26. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Stjarnan vill meira en meðalmennskuna síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 7. sæti Olís deildar karla í vetur. 29. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Framarar hafa daðrað við fallið en nú er komið að því Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 11. sæti Olís deildar karla í vetur. 23. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Fjölnisliðið stoppar stutt á meðal þeirra bestu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 12. sæti Olís deildar karla í vetur. 22. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Sjá meira
Olísdeildarspáin 2019/20: Meiri óvissa hjá Aftureldingu en síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 6. sæti Olís deildar karla í vetur. 30. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Herslumuninn hefur vantað hjá ÍR-ingum undanfarin ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 8. sæti Olís deildar karla í vetur. 28. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: KA með nánast sama lið og endar í sama sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Olís deildar karla í vetur. 27. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Íslandsmeistararnir búnir að missa bæði þjálfarann og besta leikmanninn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossliðinu 5. sæti Olís deildar karla í vetur. 2. september 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: HK stendur á tímamótum og heldur sér uppi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Olís deildar karla í vetur. 26. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Stjarnan vill meira en meðalmennskuna síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 7. sæti Olís deildar karla í vetur. 29. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Framarar hafa daðrað við fallið en nú er komið að því Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 11. sæti Olís deildar karla í vetur. 23. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Fjölnisliðið stoppar stutt á meðal þeirra bestu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 12. sæti Olís deildar karla í vetur. 22. ágúst 2019 10:00