Ekkert gerist Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. september 2019 08:00 Siðanefnd gerir ekki verulegt gagn ef sá einstaklingur sem siða á til tekur ekki mark á úrskurði hennar heldur snýr þóttafullur upp á sig. Siðanefnd Alþingis virðist einmitt vera nefnd af þessu tagi. Hún ályktar en um leið er eins og ekkert hafi gerst, einfaldlega vegna þess að enginn tekur mark á henni. Þingmaður Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, er formaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og Bergþór Ólason á víst að verða formaður í umhverfis- og samgöngunefnd. Bæði hafa, samkvæmt úrskurði siðanefndar Alþingis, gerst brotleg gegn siðareglum. Hún vegna ummæla um akstursgreiðslur þingmannsins Ásmundar Friðrikssonar. Hann vegna ummæla á barnum á Klaustri. Hvorugt þeirra hefur sýnt iðrun vegna orða sinna. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét nýlega bóka það í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hann styddi ekki Þórhildi Sunnu til formennsku í nefndinni, og sagði ástæðuna þá að hún hefði sýnt siðanefnd lítilsvirðingu með viðbrögðum sínum. Í viðtali var Brynjar spurður um formennsku Bergþórs í umhverfis- og samgöngunefnd. Hann sagði Bergþór hafa beðist velvirðingar og viðurkennt mistök. Brynjar er skarpur maður, alltof skarpur til að láta Klausturþingmennina blekkja sig. Öll gerumst við þó einhvern tímann sek um of mikla trúgirni, og einmitt það kann að hafa hent Brynjar. Skyndilega sér hann ekki það sem blasir þó við, sem sagt það að iðrun Klausturþingmanna var engin, þeim þótti hins vegar mjög miður að upp um þá hefði komist. Ef Klausturþingmenn hefðu séð eftir orðum sínum þá hefðu þeir ekki gripið til forkastanlegra aðgerða gegn öryrkjanum Báru Halldórsdóttur. Þar urðu þeir sjálfum sér til ævarandi minnkunar, ekki síður en á barnum. Þórhildur Sunna og Bergþór iðrast einskis. Þau taka ekki mark á áliti siðanefndar. Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni? Þórhildur Sunna sagðist vera ósammála úrskurðinum og hljómaði um leið eins og ráðherra sem hún vill örugglega helst ekki líkjast, sem er Sigríður Á. Andersen. Ekki verður annað séð en að úrskurðir siðanefndar Alþingis hafi engar afleiðingar. Þarna er einungis á ferð enn ein nefndin sem fundar og skilar síðan af sér áliti sem fellur dautt niður. Fall er fararheill, segir á góðum stað, en erfitt er að sjá fyrir sér að siðanefndin muni upp rísa og verða marktæk. Þingmenn sem nefndin mun áminna í framtíðinni þurfa ekki að taka nokkurt mark á úrskurðum. Þeir munu líta í eigin barm og ekki sjá nokkra sök heldur horfa til Þórhildar Sunnu og Bergþórs sem urðu formenn í nefndum stuttu eftir úrskurði siðanefndar. Fyrr á þessu ári sagði Brynjar Níelsson: „Siðanefndin getur haft einhverja skoðun á hlutunum en það gerist ekkert meira. Menn ákveða bara sjálfir hvað þeir gera.“ Hárrétt hjá þingmanni sem lýsti því þá einnig yfir að siðanefnd Alþingis væri alls óþörf. Kollegar hans á þingi hefðu betur hlustað á hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Siðanefnd gerir ekki verulegt gagn ef sá einstaklingur sem siða á til tekur ekki mark á úrskurði hennar heldur snýr þóttafullur upp á sig. Siðanefnd Alþingis virðist einmitt vera nefnd af þessu tagi. Hún ályktar en um leið er eins og ekkert hafi gerst, einfaldlega vegna þess að enginn tekur mark á henni. Þingmaður Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, er formaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og Bergþór Ólason á víst að verða formaður í umhverfis- og samgöngunefnd. Bæði hafa, samkvæmt úrskurði siðanefndar Alþingis, gerst brotleg gegn siðareglum. Hún vegna ummæla um akstursgreiðslur þingmannsins Ásmundar Friðrikssonar. Hann vegna ummæla á barnum á Klaustri. Hvorugt þeirra hefur sýnt iðrun vegna orða sinna. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét nýlega bóka það í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hann styddi ekki Þórhildi Sunnu til formennsku í nefndinni, og sagði ástæðuna þá að hún hefði sýnt siðanefnd lítilsvirðingu með viðbrögðum sínum. Í viðtali var Brynjar spurður um formennsku Bergþórs í umhverfis- og samgöngunefnd. Hann sagði Bergþór hafa beðist velvirðingar og viðurkennt mistök. Brynjar er skarpur maður, alltof skarpur til að láta Klausturþingmennina blekkja sig. Öll gerumst við þó einhvern tímann sek um of mikla trúgirni, og einmitt það kann að hafa hent Brynjar. Skyndilega sér hann ekki það sem blasir þó við, sem sagt það að iðrun Klausturþingmanna var engin, þeim þótti hins vegar mjög miður að upp um þá hefði komist. Ef Klausturþingmenn hefðu séð eftir orðum sínum þá hefðu þeir ekki gripið til forkastanlegra aðgerða gegn öryrkjanum Báru Halldórsdóttur. Þar urðu þeir sjálfum sér til ævarandi minnkunar, ekki síður en á barnum. Þórhildur Sunna og Bergþór iðrast einskis. Þau taka ekki mark á áliti siðanefndar. Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni? Þórhildur Sunna sagðist vera ósammála úrskurðinum og hljómaði um leið eins og ráðherra sem hún vill örugglega helst ekki líkjast, sem er Sigríður Á. Andersen. Ekki verður annað séð en að úrskurðir siðanefndar Alþingis hafi engar afleiðingar. Þarna er einungis á ferð enn ein nefndin sem fundar og skilar síðan af sér áliti sem fellur dautt niður. Fall er fararheill, segir á góðum stað, en erfitt er að sjá fyrir sér að siðanefndin muni upp rísa og verða marktæk. Þingmenn sem nefndin mun áminna í framtíðinni þurfa ekki að taka nokkurt mark á úrskurðum. Þeir munu líta í eigin barm og ekki sjá nokkra sök heldur horfa til Þórhildar Sunnu og Bergþórs sem urðu formenn í nefndum stuttu eftir úrskurði siðanefndar. Fyrr á þessu ári sagði Brynjar Níelsson: „Siðanefndin getur haft einhverja skoðun á hlutunum en það gerist ekkert meira. Menn ákveða bara sjálfir hvað þeir gera.“ Hárrétt hjá þingmanni sem lýsti því þá einnig yfir að siðanefnd Alþingis væri alls óþörf. Kollegar hans á þingi hefðu betur hlustað á hann.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun