Pantaði áttatíu hvíta kúlupenna frá Japan Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 13. september 2019 09:00 Nokkur verkanna eru unnin í stúdíóinu sem listamaðurinn Narfi rak með félögum sínum úti á Granda í Reykjavík. Þau eru unnin með kaffi og bleki. Klukkan fimm í dag opnar listamaðurinn og grafíski hönnuðurinn Narfi sýningu í Núllinu, sem er gallerí við Bankastræti. Í rýminu var á árum áður almenningssalerni. Narfi segir að sýningin sé nokkurs konar samtíningur af verkum hans, en áður stóð til að hann væri með gjörning í rýminu ásamt félaga sínum þessa helgi. „En svo þurfti hann að fara fyrir dóm vegna vangoldinna skólagjalda. Ég varð því bara að redda þessu sjálfur og vildi í þeirri viðleitni minni koma í veg fyrir að allt færi sömu leið og hjá félaga mínum. Þannig að verkin eru flest til sölu,“ segir hann. Narfi kallar sýninguna Eitthvað úr ísskápnum, sem er vísun í samtíningsyfirbragðið sem hún hefur. „Þetta er smá eins og þegar maður tekur eitthvað af handahófi úr ísskápnum og hendir í ommelettu. Það er fín leið til að lýsa sýningunni.“ Úr því að sýningin samanstendur af hinum og þessum verkum er ekki eitt eiginlegt þema á henni.„Þetta eru málverk, teikningar og prentverk,“ segir Narfi, en hann útskrifaðist úr grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands 2013. „Það verða nokkur verk á sýningunni sem mér þykir alveg einstaklega vænt um, en ég gerði þau þegar ég var með stúdíó úti á Granda ásamt félögum mínum. Það var mjög áhugaverður og skemmtilegur tími. Verkin eru gerð með kaffi og bleki.“ Narfi heillast af óhefðbundnum aðferðum í listsköpun sinni. Í apríl hélt hann einkasýningu á verkum sem voru gerð með því að festa kúlupenna á borvél. „Nú er ég að leita að sýningarplássi fyrir framhaldið á þeirri sýningu. Hún verður nokkurs konar andstæða, því ég var að panta áttatíu hvíta kúlupenna frá Japan. Svo mun ég festa þá á borvélar og gera verk á svartan pappa. Það verður þó meira nákvæmar teikningar en á síðustu sýningu.“ Sýningin Eitthvað úr ísskápnum verður opnuð klukkan 17.00 í Núllinu galleríi í Bankastræti 0 í dag. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Klukkan fimm í dag opnar listamaðurinn og grafíski hönnuðurinn Narfi sýningu í Núllinu, sem er gallerí við Bankastræti. Í rýminu var á árum áður almenningssalerni. Narfi segir að sýningin sé nokkurs konar samtíningur af verkum hans, en áður stóð til að hann væri með gjörning í rýminu ásamt félaga sínum þessa helgi. „En svo þurfti hann að fara fyrir dóm vegna vangoldinna skólagjalda. Ég varð því bara að redda þessu sjálfur og vildi í þeirri viðleitni minni koma í veg fyrir að allt færi sömu leið og hjá félaga mínum. Þannig að verkin eru flest til sölu,“ segir hann. Narfi kallar sýninguna Eitthvað úr ísskápnum, sem er vísun í samtíningsyfirbragðið sem hún hefur. „Þetta er smá eins og þegar maður tekur eitthvað af handahófi úr ísskápnum og hendir í ommelettu. Það er fín leið til að lýsa sýningunni.“ Úr því að sýningin samanstendur af hinum og þessum verkum er ekki eitt eiginlegt þema á henni.„Þetta eru málverk, teikningar og prentverk,“ segir Narfi, en hann útskrifaðist úr grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands 2013. „Það verða nokkur verk á sýningunni sem mér þykir alveg einstaklega vænt um, en ég gerði þau þegar ég var með stúdíó úti á Granda ásamt félögum mínum. Það var mjög áhugaverður og skemmtilegur tími. Verkin eru gerð með kaffi og bleki.“ Narfi heillast af óhefðbundnum aðferðum í listsköpun sinni. Í apríl hélt hann einkasýningu á verkum sem voru gerð með því að festa kúlupenna á borvél. „Nú er ég að leita að sýningarplássi fyrir framhaldið á þeirri sýningu. Hún verður nokkurs konar andstæða, því ég var að panta áttatíu hvíta kúlupenna frá Japan. Svo mun ég festa þá á borvélar og gera verk á svartan pappa. Það verður þó meira nákvæmar teikningar en á síðustu sýningu.“ Sýningin Eitthvað úr ísskápnum verður opnuð klukkan 17.00 í Núllinu galleríi í Bankastræti 0 í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira