Sneypuför Bandaríkjamanna til Kína Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. september 2019 08:00 Bandaríkjamennirnir ganga hér niðurlútir af velli eftir tapið gegn Frakklandi í vikunni. Nordicphotos/GEtty Stjörnum prýtt C-lið bandaríska landsliðsins í körfubolta fer heim með skottið á milli lappanna frá HM í körfubolta sem klárast um helgina. Bandaríska liðið á einn leik eftir gegn Póllandi á morgun sem er um sjöunda sætið á mótinu. Það verður, sama hver úrslitin verða, versti árangur bandaríska liðsins á stórmóti frá upphafi. Fyrr í vikunni tapaði bandaríska liðið fyrsta leik sínum á stórmóti í þrettán ár eftir 58 sigurleiki í röð sem gerði út um vonir liðsins um að fara með verðlaunapening heim. Því fylgdi tap gegn Serbíu í gær sem tryggði bandaríska liðinu leik upp á sjöunda sætið en flestir áttu von á því að Serbar myndu mæta Bandaríkjamönnum í úrslitaleiknum. Ljóst er að þjálfarateymi Bandaríkjanna var enginn greiði gerður þegar stærstu stjörnur NBA-deildarinnar ákváðu ekki að gefa kost á sér á fyrsta móti liðsins undir stjórn þjálfarans goðsagnakennda Gregg Popovich. Mótið fer fram stuttu fyrir upphaf NBA-deildarinnar og eru flestar af stjörnum deildarinnar hrifnari af því að sækjast eftir gulli á Ólympíuleikunum næsta sumar. Erfitt er að sjá að aðrar þjóðir hefðu ráðið við bandaríska liðið ef James Harden, Anthony Davis, Steph Curry og Damian Lillard hefðu verið með liðinu en það er engin afsökun fyrir þjálfarateymið. Það er ekki hægt að segja annað en að viðvörunarbjöllur hafi farið að hringja í aðdraganda mótsins þegar bandaríska liðið tapaði æfingaleik gegn Ástralíu. Það fylgdi liðinu inn í riðlakeppnina þar sem bandaríska liðið hefur oft verið meira sannfærandi þrátt fyrir að hafa unnið alla leiki sína. Þegar komið var í útsláttarkeppnina virtist vanta alla ákefð í bandaríska liðið sem féll verðskuldað úr leik gegn Frakklandi. Þeir áttu engin svör gegn Rudy Gobert, varnarmanni ársins í NBA-deildinni sem tuskaði Bandaríkjamenn til. Þá voru frönsku leikmennirnir sem teljast aukaleikarar úr NBA-deildinni að skila góðu framlagi. Líklegt er að Bandaríkin mæti með svo gott sem fullskipað lið næsta sumar á Ólympíuleikana í Tókýó og kveði niður gagnrýnisraddir en líklegt er að minnst verður liðsins sem fór á HM í sumar með vott af vonbrigðum. Bandaríkin hafa verið í sérflokki undanfarin ár og er krafa gerð um gullið á hverju móti. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Stjörnum prýtt C-lið bandaríska landsliðsins í körfubolta fer heim með skottið á milli lappanna frá HM í körfubolta sem klárast um helgina. Bandaríska liðið á einn leik eftir gegn Póllandi á morgun sem er um sjöunda sætið á mótinu. Það verður, sama hver úrslitin verða, versti árangur bandaríska liðsins á stórmóti frá upphafi. Fyrr í vikunni tapaði bandaríska liðið fyrsta leik sínum á stórmóti í þrettán ár eftir 58 sigurleiki í röð sem gerði út um vonir liðsins um að fara með verðlaunapening heim. Því fylgdi tap gegn Serbíu í gær sem tryggði bandaríska liðinu leik upp á sjöunda sætið en flestir áttu von á því að Serbar myndu mæta Bandaríkjamönnum í úrslitaleiknum. Ljóst er að þjálfarateymi Bandaríkjanna var enginn greiði gerður þegar stærstu stjörnur NBA-deildarinnar ákváðu ekki að gefa kost á sér á fyrsta móti liðsins undir stjórn þjálfarans goðsagnakennda Gregg Popovich. Mótið fer fram stuttu fyrir upphaf NBA-deildarinnar og eru flestar af stjörnum deildarinnar hrifnari af því að sækjast eftir gulli á Ólympíuleikunum næsta sumar. Erfitt er að sjá að aðrar þjóðir hefðu ráðið við bandaríska liðið ef James Harden, Anthony Davis, Steph Curry og Damian Lillard hefðu verið með liðinu en það er engin afsökun fyrir þjálfarateymið. Það er ekki hægt að segja annað en að viðvörunarbjöllur hafi farið að hringja í aðdraganda mótsins þegar bandaríska liðið tapaði æfingaleik gegn Ástralíu. Það fylgdi liðinu inn í riðlakeppnina þar sem bandaríska liðið hefur oft verið meira sannfærandi þrátt fyrir að hafa unnið alla leiki sína. Þegar komið var í útsláttarkeppnina virtist vanta alla ákefð í bandaríska liðið sem féll verðskuldað úr leik gegn Frakklandi. Þeir áttu engin svör gegn Rudy Gobert, varnarmanni ársins í NBA-deildinni sem tuskaði Bandaríkjamenn til. Þá voru frönsku leikmennirnir sem teljast aukaleikarar úr NBA-deildinni að skila góðu framlagi. Líklegt er að Bandaríkin mæti með svo gott sem fullskipað lið næsta sumar á Ólympíuleikana í Tókýó og kveði niður gagnrýnisraddir en líklegt er að minnst verður liðsins sem fór á HM í sumar með vott af vonbrigðum. Bandaríkin hafa verið í sérflokki undanfarin ár og er krafa gerð um gullið á hverju móti.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira