Klemmdist á milli bifreiðanna og hlaut margþætt opið beinbrot Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2019 12:26 Frá aðstæðum á Hellisheiði fimmtudagskvöldið 1. febrúar 2018. Slysið varð fyrr um daginn. ívar halldórsson Ökumaður bifreiðar sem olli alvarlegu umferðarslysi við Hellisheiðarvirkjun þann 1. febrúar síðastliðinn var í Héraðsdómi Suðurlands á miðvikudag dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Þá var ökumanninum gert að greiða allan sakarkostnað, samtals um fjörutíu þúsund krónur, og sviptur ökuréttindum í þrjá mánuði frá birtingu dómsins.Sjá einnig: Slasaðist alvarlega er hann hugðist draga bíl sem var fastur í snjó Ökumanninum var gefið að sök að hafa ekið bifreið sinni austur Suðurlandsveg á móts við Hellisheiðarvirkjun of hratt miðað við aðstæður, þar sem skyggni var afar takmarkað sökum veðurs, auk þess sem snjór og hálka var á veginum. Þá hafi hann jafnframt ekki sýnt nægjanlega aðgæslu þannig að hann missti stjórn á bifreiðinni og ók aftan á aðra bifreið, sem sat föst í snjóskafli við vegöxlina með þeim afleiðingum að sú bifreið hentist áfram og á þriðju bifreiðina, sem var kyrrstæð. Gangandi vegfarandi, sem var ökumaður kyrrstæðu bifreiðarinnar og hugðist draga bílinn sem var fastur í skaflinum, klemmdist á milli bifreiðanna og hlaut margþætt opið beinbrot á hægri sköflungi, að því er segir í dómi. Í dómi kemur jafnframt fram að ákærði hafi ekki mætt við þingfestingu málsins. Þá hafi þótt sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök. Dómsmál Samgönguslys Ölfus Tengdar fréttir Slasaðist alvarlega er hann hugðist draga bíl sem var fastur í snjó Ökumaður bifreiðar á Suðurlandsvegi við Hellisheiðarvirkjun slasaðist alvarlega síðastliðinn fimmtudag þegar hann hugðist draga bíl sem hann kom að úr festu í snjó. 5. febrúar 2018 11:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
Ökumaður bifreiðar sem olli alvarlegu umferðarslysi við Hellisheiðarvirkjun þann 1. febrúar síðastliðinn var í Héraðsdómi Suðurlands á miðvikudag dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Þá var ökumanninum gert að greiða allan sakarkostnað, samtals um fjörutíu þúsund krónur, og sviptur ökuréttindum í þrjá mánuði frá birtingu dómsins.Sjá einnig: Slasaðist alvarlega er hann hugðist draga bíl sem var fastur í snjó Ökumanninum var gefið að sök að hafa ekið bifreið sinni austur Suðurlandsveg á móts við Hellisheiðarvirkjun of hratt miðað við aðstæður, þar sem skyggni var afar takmarkað sökum veðurs, auk þess sem snjór og hálka var á veginum. Þá hafi hann jafnframt ekki sýnt nægjanlega aðgæslu þannig að hann missti stjórn á bifreiðinni og ók aftan á aðra bifreið, sem sat föst í snjóskafli við vegöxlina með þeim afleiðingum að sú bifreið hentist áfram og á þriðju bifreiðina, sem var kyrrstæð. Gangandi vegfarandi, sem var ökumaður kyrrstæðu bifreiðarinnar og hugðist draga bílinn sem var fastur í skaflinum, klemmdist á milli bifreiðanna og hlaut margþætt opið beinbrot á hægri sköflungi, að því er segir í dómi. Í dómi kemur jafnframt fram að ákærði hafi ekki mætt við þingfestingu málsins. Þá hafi þótt sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök.
Dómsmál Samgönguslys Ölfus Tengdar fréttir Slasaðist alvarlega er hann hugðist draga bíl sem var fastur í snjó Ökumaður bifreiðar á Suðurlandsvegi við Hellisheiðarvirkjun slasaðist alvarlega síðastliðinn fimmtudag þegar hann hugðist draga bíl sem hann kom að úr festu í snjó. 5. febrúar 2018 11:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
Slasaðist alvarlega er hann hugðist draga bíl sem var fastur í snjó Ökumaður bifreiðar á Suðurlandsvegi við Hellisheiðarvirkjun slasaðist alvarlega síðastliðinn fimmtudag þegar hann hugðist draga bíl sem hann kom að úr festu í snjó. 5. febrúar 2018 11:08