Arnar: Hefði verið auðvelt að brotna en stelpurnar sýndu úr hverju þær eru gerðar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2019 18:09 Arnar á hliðarlínunni á Ásvöllum í dag. vísir/bára „Ég er mjög stoltur af framlagi leikmannanna og vinnuseminni. Líka því að svara leiknum erfiða gegn Króatíu,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, eftir tapið fyrir Frakklandi, 17-23, í undankeppni EM 2020 í dag. Ísland steinlá fyrir Króatíu á miðvikudaginn, 29-21, en spilaði miklu mun betur gegn heims- og Evrópumeisturum Frakklands í dag. Það blés þó ekki byrlega fyrir íslenska liðinu í upphafi leiks. Tapaðir boltar voru fjölmargir og Frakkar refsuðu með mörkum úr hraðaupphlaupum. „Það hefði verið auðvelt að brotna og fara inn í skelina. En þær sýndu úr hverju þær eru gerðar. Við stóðum vörnina vel og fengum frábæra markvörslu frá Írisi [Björk Símonardóttur],“ sagði Arnar. Ísland skoraði aðeins eitt mark úr hraðaupphlaupi í leiknum í dag en Frakkland sjö. Arnar segir erfitt að ráða við Frakka í þeim þætti leiksins. „Vissulega hefðum við þegið að fá auðveld mörk. En franska liðið hleypur gríðarlega vel fram og aftur og hlaupageta þeirra er gríðarlega mikil. Við höfum líka lagt áherslu á að flýta okkur hægt. Það hefur verið svolítið mikið um tapaða bolta þegar við höfum keyrt upp hraðann,“ sagði Arnar. Þurfum að gera betur í líkamlega þættinumÍsland gaf verulega eftir á lokakafla leiksins, sérstaklega í sókninni. „Við megum ekki gleyma þessum slæmu leikjum. Við þurfum að gera betur í þessum líkamlega þætti, hvort sem það er hlaupageta eða líkamsstyrkur. Í seinni hálfleik kom þessi munur í ljós. En ég er gríðarlega stoltur af stelpunum. Við gerum margt ofboðslega vel en eigum enn talsvert í land í þessum þáttum,“ sagði Arnar. Hann hrósaði varnarleik íslenska liðsins sem hélt virkilega vel. „Varnarleikurinn var til fyrirmyndar. Ester [Óskarsdóttir] og Steinunn [Björnsdóttir] voru sterkar og bakverðirnir eru að komast betur inn í þetta. Vörnin okkar er auðvitað svolítið sérstök en við erum að ná betri tökum á henni.“ Arnar fer talsvert brattari frá þessum leik en þeim síðasta. „Eigum við ekki að segja að ég þakki mikið fyrir að hafa fengið þennan leik eftir hinn,“ sagði Arnar og hló. „Við megum samt ekki gleyma leiknum úti í Króatíu og þessum leikjum sem við höfum tapað illa. Við þurfum að læra af þeim.“ Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 17-23 | Miklu betra en gegn Króatíu Eftir skellinn í Króatíu á miðvikudaginn sýndi íslenska liðið allt aðra og miklu betri frammistöðu gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. 29. september 2019 17:30 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
„Ég er mjög stoltur af framlagi leikmannanna og vinnuseminni. Líka því að svara leiknum erfiða gegn Króatíu,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, eftir tapið fyrir Frakklandi, 17-23, í undankeppni EM 2020 í dag. Ísland steinlá fyrir Króatíu á miðvikudaginn, 29-21, en spilaði miklu mun betur gegn heims- og Evrópumeisturum Frakklands í dag. Það blés þó ekki byrlega fyrir íslenska liðinu í upphafi leiks. Tapaðir boltar voru fjölmargir og Frakkar refsuðu með mörkum úr hraðaupphlaupum. „Það hefði verið auðvelt að brotna og fara inn í skelina. En þær sýndu úr hverju þær eru gerðar. Við stóðum vörnina vel og fengum frábæra markvörslu frá Írisi [Björk Símonardóttur],“ sagði Arnar. Ísland skoraði aðeins eitt mark úr hraðaupphlaupi í leiknum í dag en Frakkland sjö. Arnar segir erfitt að ráða við Frakka í þeim þætti leiksins. „Vissulega hefðum við þegið að fá auðveld mörk. En franska liðið hleypur gríðarlega vel fram og aftur og hlaupageta þeirra er gríðarlega mikil. Við höfum líka lagt áherslu á að flýta okkur hægt. Það hefur verið svolítið mikið um tapaða bolta þegar við höfum keyrt upp hraðann,“ sagði Arnar. Þurfum að gera betur í líkamlega þættinumÍsland gaf verulega eftir á lokakafla leiksins, sérstaklega í sókninni. „Við megum ekki gleyma þessum slæmu leikjum. Við þurfum að gera betur í þessum líkamlega þætti, hvort sem það er hlaupageta eða líkamsstyrkur. Í seinni hálfleik kom þessi munur í ljós. En ég er gríðarlega stoltur af stelpunum. Við gerum margt ofboðslega vel en eigum enn talsvert í land í þessum þáttum,“ sagði Arnar. Hann hrósaði varnarleik íslenska liðsins sem hélt virkilega vel. „Varnarleikurinn var til fyrirmyndar. Ester [Óskarsdóttir] og Steinunn [Björnsdóttir] voru sterkar og bakverðirnir eru að komast betur inn í þetta. Vörnin okkar er auðvitað svolítið sérstök en við erum að ná betri tökum á henni.“ Arnar fer talsvert brattari frá þessum leik en þeim síðasta. „Eigum við ekki að segja að ég þakki mikið fyrir að hafa fengið þennan leik eftir hinn,“ sagði Arnar og hló. „Við megum samt ekki gleyma leiknum úti í Króatíu og þessum leikjum sem við höfum tapað illa. Við þurfum að læra af þeim.“
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 17-23 | Miklu betra en gegn Króatíu Eftir skellinn í Króatíu á miðvikudaginn sýndi íslenska liðið allt aðra og miklu betri frammistöðu gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. 29. september 2019 17:30 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 17-23 | Miklu betra en gegn Króatíu Eftir skellinn í Króatíu á miðvikudaginn sýndi íslenska liðið allt aðra og miklu betri frammistöðu gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. 29. september 2019 17:30