Fleiri nemar flytji inn í íbúðir fyrir aldraða Björn Þorfinnsson skrifar 26. september 2019 06:00 Andrea Ósk var ánægð með þátttöku sína í verkefninu. Fréttablaðið/Valli Reykjavíkurborg ráðgerir að halda áfram með tilraunaverkefni sem snerist um búsetu háskólanema í þjónustuíbúðum aldraðra. Tveir nemar fengu slíkar íbúðir úthlutaðar á síðasta ári og í nýrri skýrslu um verkefnið kemur fram að reynslan af verkefninu hafi verið góð. Á fundi velferðarráðs Reykjavíkurborg í ágústlok var samþykkt tillaga um að háskólanemar myndu leigja þjónustuíbúð í fimm þjónustukjörnum fyrir aldraða og starfa við félagslega umönnun og virkni á staðnum. Frá og með haustinu 2019 muni einn nemi dvelja á hverjum stað en síðan verði bætt við tveimur á ári næstu tvö ár. Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir, nemi í tómstundafræði, var annar þeirra nemenda sem tóku þátt í verkefninu. Hún segir að upplifun hennar af því hafi verið jákvæð þó að vissulega hafi áskoranirnar verið margar. „Þetta var mjög skemmtileg reynsla. Verkefnið reyndi stundum á en er þó eitthvað sem ég sé alls ekki eftir að hafa prófað,“ segir Andrea. Verkefni Andreu var að skipuleggja margs konar viðburði á þjónustuheimilinu og veita íbúum félagslegan stuðning. „Ég fór í göngutúra með sumum íbúum en spjallaði síðan við aðra um daginn og veginn. Þá reyndi ég að örva félagslífið á staðnum með því að skipuleggja meðal annars bingó, ljóðakvöld og bjórsmökkun. Það skapaðist mikil stemning þar,“ segir Andrea kímin. Að hennar mati hafi verkefnið sannarlega brúað bil milli kynslóða. Augu hennar hafi opnast fyrir alls konar áskorunum eldri borgara og að sama skapi hafi hún eflaust opnað einhver augu og aukið víðsýni íbúa. „Ég eignaðist kærustu á þessu tímabili og hún gisti stundum hjá mér og öfugt. Það héldu margir íbúar að þetta væri systir mín og heyrði maður stundum að það væri pískrað á göngunum. En ég var bara opin með þetta og þá var þetta ekkert mál,“ segir Andrea. Eins og í öllum nýsköpunarverkefnum hafi þó ýmislegt mátt bæta og það verði eflaust gert í næstu skrefum. „Það reyndi á að vera bara ein að reyna að fá hugmyndir að viðburðum og skipuleggja þá. Það hefði verið gott að hafa félagsskap og stuðning annars nema. Þá var ég ekki í neinu sambandi við hinn þátttakandann en það hefði eflaust hjálpað okkur báðum,“ segir Andrea. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Íbúð á 45 þúsund krónur fyrir háskólanema sem vilja vera vinir gamla fólksins Við erum að leita að tveimur líflegum, hressum einstaklingum sem finnst gaman að spjalla við gamla fólkið, er jákvætt og drífandi, segir Þórhildur Egilsdóttir hjá Reykjavíkurborg. 17. janúar 2018 15:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Reykjavíkurborg ráðgerir að halda áfram með tilraunaverkefni sem snerist um búsetu háskólanema í þjónustuíbúðum aldraðra. Tveir nemar fengu slíkar íbúðir úthlutaðar á síðasta ári og í nýrri skýrslu um verkefnið kemur fram að reynslan af verkefninu hafi verið góð. Á fundi velferðarráðs Reykjavíkurborg í ágústlok var samþykkt tillaga um að háskólanemar myndu leigja þjónustuíbúð í fimm þjónustukjörnum fyrir aldraða og starfa við félagslega umönnun og virkni á staðnum. Frá og með haustinu 2019 muni einn nemi dvelja á hverjum stað en síðan verði bætt við tveimur á ári næstu tvö ár. Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir, nemi í tómstundafræði, var annar þeirra nemenda sem tóku þátt í verkefninu. Hún segir að upplifun hennar af því hafi verið jákvæð þó að vissulega hafi áskoranirnar verið margar. „Þetta var mjög skemmtileg reynsla. Verkefnið reyndi stundum á en er þó eitthvað sem ég sé alls ekki eftir að hafa prófað,“ segir Andrea. Verkefni Andreu var að skipuleggja margs konar viðburði á þjónustuheimilinu og veita íbúum félagslegan stuðning. „Ég fór í göngutúra með sumum íbúum en spjallaði síðan við aðra um daginn og veginn. Þá reyndi ég að örva félagslífið á staðnum með því að skipuleggja meðal annars bingó, ljóðakvöld og bjórsmökkun. Það skapaðist mikil stemning þar,“ segir Andrea kímin. Að hennar mati hafi verkefnið sannarlega brúað bil milli kynslóða. Augu hennar hafi opnast fyrir alls konar áskorunum eldri borgara og að sama skapi hafi hún eflaust opnað einhver augu og aukið víðsýni íbúa. „Ég eignaðist kærustu á þessu tímabili og hún gisti stundum hjá mér og öfugt. Það héldu margir íbúar að þetta væri systir mín og heyrði maður stundum að það væri pískrað á göngunum. En ég var bara opin með þetta og þá var þetta ekkert mál,“ segir Andrea. Eins og í öllum nýsköpunarverkefnum hafi þó ýmislegt mátt bæta og það verði eflaust gert í næstu skrefum. „Það reyndi á að vera bara ein að reyna að fá hugmyndir að viðburðum og skipuleggja þá. Það hefði verið gott að hafa félagsskap og stuðning annars nema. Þá var ég ekki í neinu sambandi við hinn þátttakandann en það hefði eflaust hjálpað okkur báðum,“ segir Andrea.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Íbúð á 45 þúsund krónur fyrir háskólanema sem vilja vera vinir gamla fólksins Við erum að leita að tveimur líflegum, hressum einstaklingum sem finnst gaman að spjalla við gamla fólkið, er jákvætt og drífandi, segir Þórhildur Egilsdóttir hjá Reykjavíkurborg. 17. janúar 2018 15:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Íbúð á 45 þúsund krónur fyrir háskólanema sem vilja vera vinir gamla fólksins Við erum að leita að tveimur líflegum, hressum einstaklingum sem finnst gaman að spjalla við gamla fólkið, er jákvætt og drífandi, segir Þórhildur Egilsdóttir hjá Reykjavíkurborg. 17. janúar 2018 15:30