Arnar: Hef ekki upplifað annað eins Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 25. september 2019 18:43 Arnar stýrði kvennalandsliðinu í fyrsta sinn í dag. vísir/andri marinó Þetta var engin drauma byrjun hjá nýráðnum þjálfara Íslands, Arnari Péturssyni, sem tapaði með 21 marki, 29-8, gegn Króatíu á útivelli í dag. „Ég hafði ekki þær væntingar að við myndum klára þær, ég vissi alveg að þetta yrði erfitt. Enn ég hafði þær væntingar, eftir að hafa skoðað Króatana vel, að við myndum standa meira í þeim en við gerðum,“ sagði Addi Pé aðspurður um þær væntingar sem hann hafði fyrir leikinn „Ég vissi að við værum töluvert á eftir þeim, sérstaklega líkamlega. Þær vinna okkur alltaf maður á mann og við unnum líka illa úr stöðunni tvær á tvær. Við eigum að gera betur í þessum stöðum en það er líka partur af þessu, að við erum eftirá hvað líkamlegt atgervi varðar. Þetta er eitthvað sem ég sem þjálfari, og við í heild þurfum að fara að skoða betur.“ Arnar segist geta tekið eitthvað aðeins jákvætt með sér eftir þennan leik, hann segir að vörnin hafi oft á tíðum verið að vinna vel og segir að bæði, Steinunn Björnsdóttir og Ester Óskarsdóttir, hafi unnið vel í vörninni og segir hann það vera eitthvað sem hann getur byggt á. Enn Arnar tekur undir það að sóknarleikurinn hafi verið afar erfiður í dag og að hann þurfi að skoða betur hvað hægt sé að gera fyrir leikinn gegn Frökkum á sunnudaginn „Sóknarlega var þetta erfitt, við viljum spila hraða sókn en það er spurning hvort við þurfum ekki að fara að hægja aðeins á okkur og reyna frekar að vinna betur úr stöðunum sóknarlega. Í upphafi leiks vorum við alveg að koma okkur í færi, en við klikkuðum á einhverjum 8-9 dauðafærum sem reif bara tennurnar úr stelpunum.“ Arnar segist ennþá vera að reyna að ná áttum á því hvað í raun og veru gerðist í leiknum og hann hafi hreinlega ekki upplifað annað eins áður „Ég er bara sjokkeraður að tapa með 20 mörkum, þetta er eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður. Hvað þá að skora bara 3 mörk í fyrri hálfleik, þetta er alveg nýtt fyrir mér.“ Arnar viðurkennir að hann sé ekki með miklar væntingar fyrir leikinn gegn heims- og evrópumeisturunum á sunnudaginn, sérstaklega ekki eftir þennan leik en hann gerir þær kröfur að stelpurnar geri betur „Ég geri bara þær kröfur að við gerum betur. Að við verðum hugrakkari í því sem við erum að gera, förum all-in og sleppum okkur,“ sagði Arnar að lokum. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Króatía 29-8 Ísland | Stelpurnar steinlágu í Króatíu Frumraun Arnars Péturssonar með íslenska kvennalandsliðið fór eins illa og hugsast gat þegar liðið steinlá fyrir Króatíu í undankeppni EM 2020 í Osijek í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 25. september 2019 18:15 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Þetta var engin drauma byrjun hjá nýráðnum þjálfara Íslands, Arnari Péturssyni, sem tapaði með 21 marki, 29-8, gegn Króatíu á útivelli í dag. „Ég hafði ekki þær væntingar að við myndum klára þær, ég vissi alveg að þetta yrði erfitt. Enn ég hafði þær væntingar, eftir að hafa skoðað Króatana vel, að við myndum standa meira í þeim en við gerðum,“ sagði Addi Pé aðspurður um þær væntingar sem hann hafði fyrir leikinn „Ég vissi að við værum töluvert á eftir þeim, sérstaklega líkamlega. Þær vinna okkur alltaf maður á mann og við unnum líka illa úr stöðunni tvær á tvær. Við eigum að gera betur í þessum stöðum en það er líka partur af þessu, að við erum eftirá hvað líkamlegt atgervi varðar. Þetta er eitthvað sem ég sem þjálfari, og við í heild þurfum að fara að skoða betur.“ Arnar segist geta tekið eitthvað aðeins jákvætt með sér eftir þennan leik, hann segir að vörnin hafi oft á tíðum verið að vinna vel og segir að bæði, Steinunn Björnsdóttir og Ester Óskarsdóttir, hafi unnið vel í vörninni og segir hann það vera eitthvað sem hann getur byggt á. Enn Arnar tekur undir það að sóknarleikurinn hafi verið afar erfiður í dag og að hann þurfi að skoða betur hvað hægt sé að gera fyrir leikinn gegn Frökkum á sunnudaginn „Sóknarlega var þetta erfitt, við viljum spila hraða sókn en það er spurning hvort við þurfum ekki að fara að hægja aðeins á okkur og reyna frekar að vinna betur úr stöðunum sóknarlega. Í upphafi leiks vorum við alveg að koma okkur í færi, en við klikkuðum á einhverjum 8-9 dauðafærum sem reif bara tennurnar úr stelpunum.“ Arnar segist ennþá vera að reyna að ná áttum á því hvað í raun og veru gerðist í leiknum og hann hafi hreinlega ekki upplifað annað eins áður „Ég er bara sjokkeraður að tapa með 20 mörkum, þetta er eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður. Hvað þá að skora bara 3 mörk í fyrri hálfleik, þetta er alveg nýtt fyrir mér.“ Arnar viðurkennir að hann sé ekki með miklar væntingar fyrir leikinn gegn heims- og evrópumeisturunum á sunnudaginn, sérstaklega ekki eftir þennan leik en hann gerir þær kröfur að stelpurnar geri betur „Ég geri bara þær kröfur að við gerum betur. Að við verðum hugrakkari í því sem við erum að gera, förum all-in og sleppum okkur,“ sagði Arnar að lokum.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Króatía 29-8 Ísland | Stelpurnar steinlágu í Króatíu Frumraun Arnars Péturssonar með íslenska kvennalandsliðið fór eins illa og hugsast gat þegar liðið steinlá fyrir Króatíu í undankeppni EM 2020 í Osijek í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 25. september 2019 18:15 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Króatía 29-8 Ísland | Stelpurnar steinlágu í Króatíu Frumraun Arnars Péturssonar með íslenska kvennalandsliðið fór eins illa og hugsast gat þegar liðið steinlá fyrir Króatíu í undankeppni EM 2020 í Osijek í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 25. september 2019 18:15