Losun frá flugi jókst um fjórðung á einu ári Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2019 10:49 Áttföldun hefur orðið á losun frá flugi á Íslandi frá 1995. Losunin hefur aukist um 240% frá 2010. Vísir/Vilhelm Flugsamgöngur losa mest af gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni af einstökum atvinnugreinum í íslenska hagkerfinu. Losun frá flutningum með flugi jókst um 27% frá 2016 til 2017. Samkvæmt tölum Hagstofunnar mun kísiliðnaður á Íslandi auka losun frá stóriðju um 60%. Þá stefnir í að flutningar á sjó fari fram úr landbúnaði og matvælaiðnaði í losun. Alls nam losun frá flugsamgöngum 2,6 milljónum koltvísýringsígilda árið 2017 samkvæmt losunarbókhaldi Íslands. Það er rúmlega áttfalt meiri losun en árið 1995. Eftir rúmlega fjórðungs aukningu á milli 2016 og 2017 áætlar Hagstofan að losunin frá flugi hafi aukist um 5% frá 2017 til 2018. Tölur fyrir 2019 liggi fyrir snemma árs 2020. Losun frá málmframleiðslu sem var lengi vel losunarfrekasta atvinnugreinin hefur verið að mestu stöðug síðasta áratuginn. Hagstofan segir að innflutningar á hráefni til stóriðju og útflutningur á unninni vöru bendi til þess að losunin hafi áfram verið stöðug á milli 2017 og 2018. Kísiliðnaður sem nú er byggður upp á Íslandi geti hins vegar losað allt að rúm milljón tonn koltvísýrings þegar framleiðslan nær fullum afköstum. Það nemi um 60% aukningu losunar frá stóriðju sem nemur fyrir um 1,8 milljón tonnum. Meðallosun frá heimilum á einstakling nam um 1,7 tonnum koltvísýringsígilda og hvers einkabíls á heimilum um fjórum tonnum.HagstofanÚtlit fyrir að flotinn taki fram úr landbúnaði Sjósamgöngur losuðu 70% meira árið 2017 en þær gerðu árið 2010. Hagstofan vísar til aukinnar notkunar jarðefnaeldsneyti og kælimiðla í flutningum. Tímabilið einkennist einnig af miklum vexti í ferðamannaiðnaði. Flutningsskip og skip til skemmtiferðasiglinga eru inni í þeim tölum séu þau með innlendan rekstraraðila. Erlend skemmtiferðaskip, flutningaskip og ferjur eru utan við losunarbókhald Íslands. Hagstofan spáir því að losun frá skipaflotanum fari fram úr losun frá landbúnaði og matvælaiðnaði og byggir það á líkani um innflutning skipaeldsneyti, fjölda skipa í rekstri og heildarvélarafl flotans. Engu að síður hefur losun frá fiskveiðum og fiskeldi dregist saman. Losunin árið 2017 var rúmur helmingur þess sem hún var árið 1995 og um fjórðungi minni en hún var árið 2010.Kísilverksmiðja PCC á Bakka við Húsavík. Þegar kísiliðnaður verður kominn í fulla framleiðslu gæti losun stóriðju aukist um 60%.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Mest losun á starfsmann í málmvinnslu Þegar litið er til losunar á hvern starfsmann eftir atvinnugreinum er málmframleiðsla með afgerandi mesta losun. Um 940 tonn koltvísýringsígilda hafa verið losuð á hvern starfandi einstakling frá 2008 til 2017. Í fluggeiranum hefur losun á starfsmann aukist um 70% frá 2010 til 2017 Hún er nú um 696 tonn á starfsmann. Á sama tíma jókst heildarlosun frá flugsamgöngum um 240%. Fréttir af flugi Loftslagsmál Stóriðja Umhverfismál Tengdar fréttir Losun frá flugi vex hraðar en spár gerðu ráð fyrir Þrátt fyrir að sparneytni nýrra flugvéla hafi batnað hefur vaxandi eftirspurn og fjölgun flugferða meira en vegið upp á móti því. 20. september 2019 10:21 Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira
Flugsamgöngur losa mest af gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni af einstökum atvinnugreinum í íslenska hagkerfinu. Losun frá flutningum með flugi jókst um 27% frá 2016 til 2017. Samkvæmt tölum Hagstofunnar mun kísiliðnaður á Íslandi auka losun frá stóriðju um 60%. Þá stefnir í að flutningar á sjó fari fram úr landbúnaði og matvælaiðnaði í losun. Alls nam losun frá flugsamgöngum 2,6 milljónum koltvísýringsígilda árið 2017 samkvæmt losunarbókhaldi Íslands. Það er rúmlega áttfalt meiri losun en árið 1995. Eftir rúmlega fjórðungs aukningu á milli 2016 og 2017 áætlar Hagstofan að losunin frá flugi hafi aukist um 5% frá 2017 til 2018. Tölur fyrir 2019 liggi fyrir snemma árs 2020. Losun frá málmframleiðslu sem var lengi vel losunarfrekasta atvinnugreinin hefur verið að mestu stöðug síðasta áratuginn. Hagstofan segir að innflutningar á hráefni til stóriðju og útflutningur á unninni vöru bendi til þess að losunin hafi áfram verið stöðug á milli 2017 og 2018. Kísiliðnaður sem nú er byggður upp á Íslandi geti hins vegar losað allt að rúm milljón tonn koltvísýrings þegar framleiðslan nær fullum afköstum. Það nemi um 60% aukningu losunar frá stóriðju sem nemur fyrir um 1,8 milljón tonnum. Meðallosun frá heimilum á einstakling nam um 1,7 tonnum koltvísýringsígilda og hvers einkabíls á heimilum um fjórum tonnum.HagstofanÚtlit fyrir að flotinn taki fram úr landbúnaði Sjósamgöngur losuðu 70% meira árið 2017 en þær gerðu árið 2010. Hagstofan vísar til aukinnar notkunar jarðefnaeldsneyti og kælimiðla í flutningum. Tímabilið einkennist einnig af miklum vexti í ferðamannaiðnaði. Flutningsskip og skip til skemmtiferðasiglinga eru inni í þeim tölum séu þau með innlendan rekstraraðila. Erlend skemmtiferðaskip, flutningaskip og ferjur eru utan við losunarbókhald Íslands. Hagstofan spáir því að losun frá skipaflotanum fari fram úr losun frá landbúnaði og matvælaiðnaði og byggir það á líkani um innflutning skipaeldsneyti, fjölda skipa í rekstri og heildarvélarafl flotans. Engu að síður hefur losun frá fiskveiðum og fiskeldi dregist saman. Losunin árið 2017 var rúmur helmingur þess sem hún var árið 1995 og um fjórðungi minni en hún var árið 2010.Kísilverksmiðja PCC á Bakka við Húsavík. Þegar kísiliðnaður verður kominn í fulla framleiðslu gæti losun stóriðju aukist um 60%.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Mest losun á starfsmann í málmvinnslu Þegar litið er til losunar á hvern starfsmann eftir atvinnugreinum er málmframleiðsla með afgerandi mesta losun. Um 940 tonn koltvísýringsígilda hafa verið losuð á hvern starfandi einstakling frá 2008 til 2017. Í fluggeiranum hefur losun á starfsmann aukist um 70% frá 2010 til 2017 Hún er nú um 696 tonn á starfsmann. Á sama tíma jókst heildarlosun frá flugsamgöngum um 240%.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Stóriðja Umhverfismál Tengdar fréttir Losun frá flugi vex hraðar en spár gerðu ráð fyrir Þrátt fyrir að sparneytni nýrra flugvéla hafi batnað hefur vaxandi eftirspurn og fjölgun flugferða meira en vegið upp á móti því. 20. september 2019 10:21 Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira
Losun frá flugi vex hraðar en spár gerðu ráð fyrir Þrátt fyrir að sparneytni nýrra flugvéla hafi batnað hefur vaxandi eftirspurn og fjölgun flugferða meira en vegið upp á móti því. 20. september 2019 10:21
Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00