Sælkeri í París Steinunn Ólína skrifar 20. september 2019 08:00 Ég heyrði sögu um daginn sem gengur á milli í hópi ungra kvenna. Nokkrar vinkonur frá New York fóru í helgarferð til Parísar og kvöldið fyrir heimferð fóru þær á næturklúbb til að ljúka ferðinni með trukki. Ein þeirra hitti þar álitlegan mann sem bauð henni heim og hún sló til þrátt fyrir að vinkonurnar væru ekki allskostar sáttar við að hún yrði viðskila við hópinn svo stuttu fyrir brottför. Sú ástsælna fer heim með gaurnum og þegar heim til hans er komið býður hann upp á nudd sem hún þiggur. Hann smyr hana ilmolíum og eitthvað finnst henni lyktin ankannaleg en reynir samt að njóta nuddsins. Víkur nú sögunni að vinkonunum sem halda heim í Airbnb íbúðina en þar uppdagast að þær eru lyklalausar og vinkonan fjarstadda með húslyklana. Þær muna þá eftir því að þær eu með snjallforritið Find my friend. Með aðstoð GPS-forritsins finna þær út í hvaða byggingu vinkonan er niðurkomin og skunda þangað. Eitthvað er nuddið að verða óþægilegt og yfirþyrmandi þegar okkar kona heyrir að utan vinkonurnar kalla á sig. Hún þakkar fyrir nuddið, klæðir sig og yfirgefur nuddarann þrátt fyrir að hann sé ekki sáttur við að hún fari. Morguninn eftir fljúga stöllurnar heim en sú sem hafði fengið nuddið er alveg hreint viðþolslaus af kláða og steypist öll út í útbrotum og fer umsvifalaust á bráðamóttöku, beint af flugvellinum. Þar er henni haldið í rannsóknum sem enda á yfirheyrslum FBI. Nuddolían sem flagarinn hafði borið á hana hafði innihaldið kjötmeyri, efni til að ná seigju úr kjöti. Nuddarinn ætlaði sér sumsé aldrei að sænga hjá dömunni, hann ætlaði að éta hana. Góða helgi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steinunn Ólína Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ég heyrði sögu um daginn sem gengur á milli í hópi ungra kvenna. Nokkrar vinkonur frá New York fóru í helgarferð til Parísar og kvöldið fyrir heimferð fóru þær á næturklúbb til að ljúka ferðinni með trukki. Ein þeirra hitti þar álitlegan mann sem bauð henni heim og hún sló til þrátt fyrir að vinkonurnar væru ekki allskostar sáttar við að hún yrði viðskila við hópinn svo stuttu fyrir brottför. Sú ástsælna fer heim með gaurnum og þegar heim til hans er komið býður hann upp á nudd sem hún þiggur. Hann smyr hana ilmolíum og eitthvað finnst henni lyktin ankannaleg en reynir samt að njóta nuddsins. Víkur nú sögunni að vinkonunum sem halda heim í Airbnb íbúðina en þar uppdagast að þær eru lyklalausar og vinkonan fjarstadda með húslyklana. Þær muna þá eftir því að þær eu með snjallforritið Find my friend. Með aðstoð GPS-forritsins finna þær út í hvaða byggingu vinkonan er niðurkomin og skunda þangað. Eitthvað er nuddið að verða óþægilegt og yfirþyrmandi þegar okkar kona heyrir að utan vinkonurnar kalla á sig. Hún þakkar fyrir nuddið, klæðir sig og yfirgefur nuddarann þrátt fyrir að hann sé ekki sáttur við að hún fari. Morguninn eftir fljúga stöllurnar heim en sú sem hafði fengið nuddið er alveg hreint viðþolslaus af kláða og steypist öll út í útbrotum og fer umsvifalaust á bráðamóttöku, beint af flugvellinum. Þar er henni haldið í rannsóknum sem enda á yfirheyrslum FBI. Nuddolían sem flagarinn hafði borið á hana hafði innihaldið kjötmeyri, efni til að ná seigju úr kjöti. Nuddarinn ætlaði sér sumsé aldrei að sænga hjá dömunni, hann ætlaði að éta hana. Góða helgi!
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar