Að fagna Everestförum hugans Ágúst Kristján Steinarrsson skrifar 20. september 2019 08:00 Everestfarinn og maraþonhlauparinn eiga það sameiginlegt að hafa yfirstigið ótrúlegar áskoranir, jafnvel ómannlegar, og upplifað algjöra líkamlega uppgjöf. Það sem þessir aðilar eiga jafnframt sameiginlegt er að þeim er gjarnan hampað fyrir erfiðið, fyrir að hafa mætt áskorunum sínum og náð markmiðum. Þeir komast gjarnan í blöðin og eru sýndir sem fyrirmynd okkar tíma, sem þeir vissulega eru. Sömu sögu má oft segja af krabbameinssjúklingunum sem þó völdu ekki að fara í gegnum sína raun. Svo er til annar hópur fólks sem fer í gegnum álíka raunir sem fáir taka eftir eða er sjaldan talað um. Áskoranir þeirra eru jafnvel lengri og erfiðari. Flestum tekst þeim að komast í gegnum þessa eldskírn en að henni lokinni er sjaldnast mikið um fögnuð, þrátt fyrir þó nokkurt afrek. Hópurinn sem um ræðir eru einstaklingar eins og ég. Fólk sem hefur glímt við geðræna kvilla eins og geðhvörf, geðklofa, þunglyndi, örlyndi, kvíða, áráttu og fleira sem leggst þungt á huga fólks. Þannig hefur þessi hópur þurft að fást við eigin huga með misgóðum stuðningi heilbrigðiskerfisins á hátt sem ómögulegt er að skilja, hafi maður ekki upplifað áskorunina sjálfur. Sjálfur hef ég upplifað slíkt ferli nokkrum sinnum í mínu lífi, þar sem baráttan við geðheilbrigðiskerfið var á tíðum jafn erfið og baráttan við sjálfan mig. Þar sem ég reyndi að skilja hvar mörk raunveruleikans lágu samhliða því sem viðkvæmni mín fyrir umheiminum gerði hvern dag erfiðari, dag fyrir dag, á þann hátt að ég vildi oft gefast upp. Þegar því öllu lauk leið mér eins og hugur minn hefði hlaupið hringinn í kringum heiminn. Ég var gjörsamlega sigraður. En ég lauk áskoruninni, ég kleif Everest huga míns. En því var ekki fagnað. Að segja við mig „vel gert, Ágúst“ var ekki ofarlega í huga minna nánustu og enn síður í mínum brotna huga. Það sem sat eftir í huga mér var andstæðan. Að ég hefði alls ekki staðið mig vel. Að ég væri í reynd geðsjúklingur og þar með misheppnaður þegn þessa samfélags. Við tók krefjandi bataferli þar sem brotið sjálfstraust og beygður hugur þurftu mikla uppbyggingu. Það að ég sé fjallamaður og hafi glímt við krabbamein sjálfur setur þennan samanburð minn jafnvel í betra samhengi, þar sem fjallasigrum mínum og lífssigri var ætíð fagnað og bataferlið uppbyggjandi. En nú er sýn mín önnur. Það sem ég átta mig á í dag er að ég kleif mitt Everest og mér tókst það oftar en einu sinni. Því fagna ég í dag og leyfi mér að líta stoltur um öxl að vera hér, að vera til, virkur samfélagsþegn sem býr að þessari reynslu, sjálfum mér og öðrum til gagns. Nú er að hefjast Klikkuð menningarhátíð þar sem Íslendingar fagna einmitt þessu. Fagna klikkaða fólkinu sem er hér, er til, hefur klifið sitt fjall og lifir til þess að segja okkar sögu. Ég hvet þig, lesandi góður, til að nýta tækifæri þessarar hátíðar til að breyta um sið. Ef þú þekkir einhverja sem hafa upplifað geðræna kvilla, að gefa þeim gaum, heyra og skilja þeirra reynslu og hrósa þeim fyrir þeirra mikla afrek. Þú myndir aldrei trúa því hversu mikið þau hafa lagt á sig til þess að vera nákvæmlega hér.Ágúst Kristján Steinarrsson, rithöfundur og stjórnunarráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Everestfarinn og maraþonhlauparinn eiga það sameiginlegt að hafa yfirstigið ótrúlegar áskoranir, jafnvel ómannlegar, og upplifað algjöra líkamlega uppgjöf. Það sem þessir aðilar eiga jafnframt sameiginlegt er að þeim er gjarnan hampað fyrir erfiðið, fyrir að hafa mætt áskorunum sínum og náð markmiðum. Þeir komast gjarnan í blöðin og eru sýndir sem fyrirmynd okkar tíma, sem þeir vissulega eru. Sömu sögu má oft segja af krabbameinssjúklingunum sem þó völdu ekki að fara í gegnum sína raun. Svo er til annar hópur fólks sem fer í gegnum álíka raunir sem fáir taka eftir eða er sjaldan talað um. Áskoranir þeirra eru jafnvel lengri og erfiðari. Flestum tekst þeim að komast í gegnum þessa eldskírn en að henni lokinni er sjaldnast mikið um fögnuð, þrátt fyrir þó nokkurt afrek. Hópurinn sem um ræðir eru einstaklingar eins og ég. Fólk sem hefur glímt við geðræna kvilla eins og geðhvörf, geðklofa, þunglyndi, örlyndi, kvíða, áráttu og fleira sem leggst þungt á huga fólks. Þannig hefur þessi hópur þurft að fást við eigin huga með misgóðum stuðningi heilbrigðiskerfisins á hátt sem ómögulegt er að skilja, hafi maður ekki upplifað áskorunina sjálfur. Sjálfur hef ég upplifað slíkt ferli nokkrum sinnum í mínu lífi, þar sem baráttan við geðheilbrigðiskerfið var á tíðum jafn erfið og baráttan við sjálfan mig. Þar sem ég reyndi að skilja hvar mörk raunveruleikans lágu samhliða því sem viðkvæmni mín fyrir umheiminum gerði hvern dag erfiðari, dag fyrir dag, á þann hátt að ég vildi oft gefast upp. Þegar því öllu lauk leið mér eins og hugur minn hefði hlaupið hringinn í kringum heiminn. Ég var gjörsamlega sigraður. En ég lauk áskoruninni, ég kleif Everest huga míns. En því var ekki fagnað. Að segja við mig „vel gert, Ágúst“ var ekki ofarlega í huga minna nánustu og enn síður í mínum brotna huga. Það sem sat eftir í huga mér var andstæðan. Að ég hefði alls ekki staðið mig vel. Að ég væri í reynd geðsjúklingur og þar með misheppnaður þegn þessa samfélags. Við tók krefjandi bataferli þar sem brotið sjálfstraust og beygður hugur þurftu mikla uppbyggingu. Það að ég sé fjallamaður og hafi glímt við krabbamein sjálfur setur þennan samanburð minn jafnvel í betra samhengi, þar sem fjallasigrum mínum og lífssigri var ætíð fagnað og bataferlið uppbyggjandi. En nú er sýn mín önnur. Það sem ég átta mig á í dag er að ég kleif mitt Everest og mér tókst það oftar en einu sinni. Því fagna ég í dag og leyfi mér að líta stoltur um öxl að vera hér, að vera til, virkur samfélagsþegn sem býr að þessari reynslu, sjálfum mér og öðrum til gagns. Nú er að hefjast Klikkuð menningarhátíð þar sem Íslendingar fagna einmitt þessu. Fagna klikkaða fólkinu sem er hér, er til, hefur klifið sitt fjall og lifir til þess að segja okkar sögu. Ég hvet þig, lesandi góður, til að nýta tækifæri þessarar hátíðar til að breyta um sið. Ef þú þekkir einhverja sem hafa upplifað geðræna kvilla, að gefa þeim gaum, heyra og skilja þeirra reynslu og hrósa þeim fyrir þeirra mikla afrek. Þú myndir aldrei trúa því hversu mikið þau hafa lagt á sig til þess að vera nákvæmlega hér.Ágúst Kristján Steinarrsson, rithöfundur og stjórnunarráðgjafi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar