Ertu í heilbrigðu sambandi? Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 8. október 2019 09:00 Góð samskipti eru límið sem heldur fólki saman í ástarsamböndum, sem og virðing, jafnrétti og heiðarleiki. Þótt ástin sé funheit í byrjun og tilveran virðist tindra í rósrauðum bjarma er gott að hafa í huga að ekkert samband er fullkomið. Í upphafi sambands er því mikilvægt að vera nákvæmur og skýr. Þegar ástin bankar upp á hjá unglingum og ungu fólki er heilbrigð skynsemi ekki endilega efst á lista. Það er bara gaman að vera til og njóta þess að vera elskaður, dýrkaður og dáður. Þó er gott veganesti að hafa hugfast að ekkert ástarsamband er fullkomið þótt það líti sannarlega út fyrir það út á við. Þegar fólk byrjar saman er því mikilvægt að velta fyrir sér hvað það vill fá út úr sambandi. Það þarf að gera kröfur um hvernig komið er fram við það og vera óhrætt að láta vita af þeim kröfum. Því getur verið gott að skrifa niður hvað maður vill fá út úr sambandi og velta fyrir sér hvað manni finnst mikilvægast. Gott er að skoða þennan lista reglulega og velta fyrir sér hvort maður sé að fá það út úr sambandinu sem skiptir mann máli, ekki síst ef maður fer að efast um sambandið. Að sama skapi má snúa dæminu við og spyrja sjálfan sig hvernig maður vill koma fram við kærustu sína eða kærasta. Öll berum við ábyrgð á framkomu okkar við aðra og getum ekki gert kröfur á aðra ef við ætlum ekki sjálf að leggja okkur fram.Heiðarleiki góður grunnur Í heilbrigðu sambandi ríkir jafnrétti, heiðarleiki og virðing. Samskiptin þurfa að vera góð og í góðum samböndum eru góðu tímarnir fleiri en þeir slæmu. Heiðarleiki er grunnur að góðu sambandi hjá kærustupörum en heiðarleiki er líka mikilvægur í samböndum við fjölskyldu og vini. Í heiðarlegum samböndum geta báðir aðilar viðurkennt að hafa rangt fyrir sér, sagt sannleikann án þess að óttast og fyrirgefið mistök. Í góðum samböndum ríkir virðing á báða bóga. Virðing er til dæmis að styðja við hinn í því sem hann eða hún hefur áhuga á. Það er mikilvægt að virða skoðanir annarra, vera næmur á tilfinningar og treysta hinum í sambandinu. Þegar virðing ríkir í sambandinu er annar ekki að reyna að stjórna hinum né breyta því hvernig hann er. Góð samskipti eru límið sem heldur fólki saman. Því er mikilvægt að geta rætt málin af heiðarleika, að hlusta á hinn aðilann og vera tilbúin að ræða vandamál og ósamkomulag, því stundum verða rifrildi hreinlega til vegna misskilnings.Heimild: Embætti landlæknis. Ástin og lífið Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Þótt ástin sé funheit í byrjun og tilveran virðist tindra í rósrauðum bjarma er gott að hafa í huga að ekkert samband er fullkomið. Í upphafi sambands er því mikilvægt að vera nákvæmur og skýr. Þegar ástin bankar upp á hjá unglingum og ungu fólki er heilbrigð skynsemi ekki endilega efst á lista. Það er bara gaman að vera til og njóta þess að vera elskaður, dýrkaður og dáður. Þó er gott veganesti að hafa hugfast að ekkert ástarsamband er fullkomið þótt það líti sannarlega út fyrir það út á við. Þegar fólk byrjar saman er því mikilvægt að velta fyrir sér hvað það vill fá út úr sambandi. Það þarf að gera kröfur um hvernig komið er fram við það og vera óhrætt að láta vita af þeim kröfum. Því getur verið gott að skrifa niður hvað maður vill fá út úr sambandi og velta fyrir sér hvað manni finnst mikilvægast. Gott er að skoða þennan lista reglulega og velta fyrir sér hvort maður sé að fá það út úr sambandinu sem skiptir mann máli, ekki síst ef maður fer að efast um sambandið. Að sama skapi má snúa dæminu við og spyrja sjálfan sig hvernig maður vill koma fram við kærustu sína eða kærasta. Öll berum við ábyrgð á framkomu okkar við aðra og getum ekki gert kröfur á aðra ef við ætlum ekki sjálf að leggja okkur fram.Heiðarleiki góður grunnur Í heilbrigðu sambandi ríkir jafnrétti, heiðarleiki og virðing. Samskiptin þurfa að vera góð og í góðum samböndum eru góðu tímarnir fleiri en þeir slæmu. Heiðarleiki er grunnur að góðu sambandi hjá kærustupörum en heiðarleiki er líka mikilvægur í samböndum við fjölskyldu og vini. Í heiðarlegum samböndum geta báðir aðilar viðurkennt að hafa rangt fyrir sér, sagt sannleikann án þess að óttast og fyrirgefið mistök. Í góðum samböndum ríkir virðing á báða bóga. Virðing er til dæmis að styðja við hinn í því sem hann eða hún hefur áhuga á. Það er mikilvægt að virða skoðanir annarra, vera næmur á tilfinningar og treysta hinum í sambandinu. Þegar virðing ríkir í sambandinu er annar ekki að reyna að stjórna hinum né breyta því hvernig hann er. Góð samskipti eru límið sem heldur fólki saman. Því er mikilvægt að geta rætt málin af heiðarleika, að hlusta á hinn aðilann og vera tilbúin að ræða vandamál og ósamkomulag, því stundum verða rifrildi hreinlega til vegna misskilnings.Heimild: Embætti landlæknis.
Ástin og lífið Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira