Hver vegur að heiman? Þórarinn Þórarinsson skrifar 5. október 2019 13:00 End of Sentence hvílir mest á leikurunum John Hawkes og Logan Lerman sem gera feðgunum áttavilltu stórgóð skil undir styrkri leikstjórn Elfars. End of Sentence Leikstjórn: Elfar Aðalsteins Aðalhlutverk: John Hawkes, Logan Lerman, Sarah Bolger Átta ár eru liðin síðan leikstjórinn Elfar Aðalsteins sýndi stuttmyndina Sailcloth á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík og stóð uppi sem sigurvegari þegar myndin var valin besta íslenska stuttmyndin á hátíðinni. Þá hlaut myndin Edduverðlaunin sem stuttmynd ársins 2012 auk þess sem hún komst nærri því að fá tilnefningu til BAFTA- og Óskarsverðlauna í sínum flokki það sama ár. Þar fyrir utan skartaði Sailcloth sjálfum John heitnum Hurt sem er nú aldeilis ekki ónýtt fyrir óþekktan leikstjóra frá Eskifirði sem þarna gaf afgerandi vísbendingu um að hann ætti eftir að láta enn frekar að sér kveða. Elfar er aftur kominn heim og nú með End of Sentence, kvikmynd í fullri lengd, í farteskinu. Frumsýning hennar markaði upphaf RIFF í ár en hún verður sýnd áfram eftir að hátíðinni lýkur á sunnudagskvöld sem er hið besta mál og þeir sem misstu af myndinni í hamaganginum ættu endilega að nýta sér framlenginguna. Engir kærleikar eru með Frank Fogle og syni hans Sean og þeir vilja í raun svo lítið hvor af öðrum vita að þegar fjölskyldumóðirin hún Anna verður undir í erfiðri og vonlítilli baráttu við krabbamein bendir ekkert til annars en að leiðir feðganna skilji fyrir fullt og allt. En Anna er ekki öll þar sem hún er séð og snýr á þá Frank og Sean með því að láta eiginmanninn lofa sér því að feðgarnir muni fara saman frá Bandaríkjunum til Írlands þangað sem hún á ættir að rekja og dreifa ösku hennar þar. Þvingaðir leggja smákrimminn og tilfinningakreppta mannleysan sem Frank er í augum sonar síns af stað með því skilyrði að þeir þurfi aldrei að hittast framar eftir að ósk Önnu hef verið uppfyllt. End of Sentence er vegamynd og í raun frekar dæmigerð sem slík en einhvern veginn samt ekki. Kannski vegna þess að hún er í senn alþjóðleg og svolítið íslensk og verður í þessari innbyggðu þversögn að notalegu og ljúfsáru ferðalagi. Vegamyndir lúta ákveðnum lögmálum þannig að Elfar og handritshöfundurinn eru svosem ekkert að reyna að finna upp hjólið enda þurfa þeir þess ekki þar sem Elfari tekst að halda myndinni á réttum vegarhelmingi frá upphafi til enda en gætir þess að taka óvæntar U-beygjur á réttum stöðum og fara með feðgana í óvæntar áttir þannig að saga þeirra er alltaf áhugaverð. Leikstjórnin er ákaflega sterk, ekki síst þegar haft er í huga að myndin er ákveðin frumraun hjá Elfari. Þá fer hvergi milli mála að hann hefur vandað mjög til verksins þannig að fáa hnökra er að finna á heildarmyndinni og það er frekar kostur en hitt að hann daðrar á köflum við frásagnarmáta glæpa- og gamanmynda sem rúmast ágætlega innan mannlega dramans sem End of Sentence vissulega er. Helstu leikarar standa sig prýðilega með John Hawkes fremstan meðal jafningja í hlutverki föðurins ráðvillta sem er einnig að afplána þótt það sé á ólíkum forsendum en tukthússlimurinn sonur hans. Logan Lerman tekst ágætlega að vekja samúð með þeim frekar þreytandi unga manni sem hlýtur að vera af þeirri kynslóð sem hefur fengið allt fyrir ekki neitt og þakkar svo bara fyrir sig með því að heimta meira. Írska leikkonan Sarah Bolger er síðan alveg sérlega sjarmerandi í hlutverki ungrar konu sem verður á vegi feðganna og er ekki öll þar sem hún er séð. Hún vefur þeim um fingur sér að hætti tálkvenda rökkurmynda en kemur þeim þó mögulega til nokkurs þroska sem er auðvitað alveg nauðsynlegt í vegamyndum þar sem reynslan á leiðinni verður að vega þyngra en áfangastaðurinn.Niðurstaða: End of Sentence er falleg og mannleg en um leið gráglettin vegamynd sem sneiðir hjá öllum hættulegustu holunum og hraðahindrunum á þroskabraut persónanna undir styrkri leikstjórn Elfar Aðalsteins sem kemur öllum heilum á áfangastað. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
End of Sentence Leikstjórn: Elfar Aðalsteins Aðalhlutverk: John Hawkes, Logan Lerman, Sarah Bolger Átta ár eru liðin síðan leikstjórinn Elfar Aðalsteins sýndi stuttmyndina Sailcloth á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík og stóð uppi sem sigurvegari þegar myndin var valin besta íslenska stuttmyndin á hátíðinni. Þá hlaut myndin Edduverðlaunin sem stuttmynd ársins 2012 auk þess sem hún komst nærri því að fá tilnefningu til BAFTA- og Óskarsverðlauna í sínum flokki það sama ár. Þar fyrir utan skartaði Sailcloth sjálfum John heitnum Hurt sem er nú aldeilis ekki ónýtt fyrir óþekktan leikstjóra frá Eskifirði sem þarna gaf afgerandi vísbendingu um að hann ætti eftir að láta enn frekar að sér kveða. Elfar er aftur kominn heim og nú með End of Sentence, kvikmynd í fullri lengd, í farteskinu. Frumsýning hennar markaði upphaf RIFF í ár en hún verður sýnd áfram eftir að hátíðinni lýkur á sunnudagskvöld sem er hið besta mál og þeir sem misstu af myndinni í hamaganginum ættu endilega að nýta sér framlenginguna. Engir kærleikar eru með Frank Fogle og syni hans Sean og þeir vilja í raun svo lítið hvor af öðrum vita að þegar fjölskyldumóðirin hún Anna verður undir í erfiðri og vonlítilli baráttu við krabbamein bendir ekkert til annars en að leiðir feðganna skilji fyrir fullt og allt. En Anna er ekki öll þar sem hún er séð og snýr á þá Frank og Sean með því að láta eiginmanninn lofa sér því að feðgarnir muni fara saman frá Bandaríkjunum til Írlands þangað sem hún á ættir að rekja og dreifa ösku hennar þar. Þvingaðir leggja smákrimminn og tilfinningakreppta mannleysan sem Frank er í augum sonar síns af stað með því skilyrði að þeir þurfi aldrei að hittast framar eftir að ósk Önnu hef verið uppfyllt. End of Sentence er vegamynd og í raun frekar dæmigerð sem slík en einhvern veginn samt ekki. Kannski vegna þess að hún er í senn alþjóðleg og svolítið íslensk og verður í þessari innbyggðu þversögn að notalegu og ljúfsáru ferðalagi. Vegamyndir lúta ákveðnum lögmálum þannig að Elfar og handritshöfundurinn eru svosem ekkert að reyna að finna upp hjólið enda þurfa þeir þess ekki þar sem Elfari tekst að halda myndinni á réttum vegarhelmingi frá upphafi til enda en gætir þess að taka óvæntar U-beygjur á réttum stöðum og fara með feðgana í óvæntar áttir þannig að saga þeirra er alltaf áhugaverð. Leikstjórnin er ákaflega sterk, ekki síst þegar haft er í huga að myndin er ákveðin frumraun hjá Elfari. Þá fer hvergi milli mála að hann hefur vandað mjög til verksins þannig að fáa hnökra er að finna á heildarmyndinni og það er frekar kostur en hitt að hann daðrar á köflum við frásagnarmáta glæpa- og gamanmynda sem rúmast ágætlega innan mannlega dramans sem End of Sentence vissulega er. Helstu leikarar standa sig prýðilega með John Hawkes fremstan meðal jafningja í hlutverki föðurins ráðvillta sem er einnig að afplána þótt það sé á ólíkum forsendum en tukthússlimurinn sonur hans. Logan Lerman tekst ágætlega að vekja samúð með þeim frekar þreytandi unga manni sem hlýtur að vera af þeirri kynslóð sem hefur fengið allt fyrir ekki neitt og þakkar svo bara fyrir sig með því að heimta meira. Írska leikkonan Sarah Bolger er síðan alveg sérlega sjarmerandi í hlutverki ungrar konu sem verður á vegi feðganna og er ekki öll þar sem hún er séð. Hún vefur þeim um fingur sér að hætti tálkvenda rökkurmynda en kemur þeim þó mögulega til nokkurs þroska sem er auðvitað alveg nauðsynlegt í vegamyndum þar sem reynslan á leiðinni verður að vega þyngra en áfangastaðurinn.Niðurstaða: End of Sentence er falleg og mannleg en um leið gráglettin vegamynd sem sneiðir hjá öllum hættulegustu holunum og hraðahindrunum á þroskabraut persónanna undir styrkri leikstjórn Elfar Aðalsteins sem kemur öllum heilum á áfangastað.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið