Svæðisstjóri í Jemen segir ástandið fara versnandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. október 2019 19:15 Barnaheill, Save the Children á Íslandi, settu af stað söfnunarátak fyrir verkefni í Jemen og Sýrlandi í dag. Stefnt er að því að safna hundrað milljónum króna fyrir verkefni Save the Children í Sýrlandi og Jemen næsta mánuðinn. Forsetahjónin settu átakið í Smáralind. Fréttastofa ræddi við Tamer Kirolos, svæðisstjóra samtakanna í Jemen, sem segir Save the Children reka þó nokkurn fjölda verkefna í landinu. Taldi hann meðal annars upp heilbrigðis-, og hreinlætisaðstoð. Einnig fengju fjölskyldur styrki fyrir matarinnkaupum. „Það er afar mikilvægt að vernda börnin. Auðvitað eru börn viðkvæm fyrir afleiðingum átaka sem þessara, hvort sem þær eru andlegar eða líkamlegar.“ Kirolos segir ástandið í landinu afar slæmt eftir átök undanfarinna ára. Tíu milljónir búi við sáran skort og alls þurfi um áttatíu prósent þjóðarinnar á aðstoð að halda. „Því miður er ástandið að versna og það hefur versnað stöðugt. Auðvitað er þetta versta mannúðarkrísa heims og hún er af mannavöldum. Hún stafar af átökum,“ segir hann og bætir því við að staðan muni ekki batna fyrr en alþjóðasamfélagið þrýstir á stríðandi fylkingar að koma á friði. „Þangað til vopnahléi er komið á, þangað til viðræður um friðarferlið fara almennilega af stað mun ástandið halda áfram að versna,“ segir Kirolos. Jemen Tengdar fréttir Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr við stríðsátök 420 milljónir barna eða eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr við stríð í dag. Aldrei hafa fleiri börn búið á stríðshrjáðum svæðum en síðustu tuttugu ár. 4. október 2019 09:00 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Barnaheill, Save the Children á Íslandi, settu af stað söfnunarátak fyrir verkefni í Jemen og Sýrlandi í dag. Stefnt er að því að safna hundrað milljónum króna fyrir verkefni Save the Children í Sýrlandi og Jemen næsta mánuðinn. Forsetahjónin settu átakið í Smáralind. Fréttastofa ræddi við Tamer Kirolos, svæðisstjóra samtakanna í Jemen, sem segir Save the Children reka þó nokkurn fjölda verkefna í landinu. Taldi hann meðal annars upp heilbrigðis-, og hreinlætisaðstoð. Einnig fengju fjölskyldur styrki fyrir matarinnkaupum. „Það er afar mikilvægt að vernda börnin. Auðvitað eru börn viðkvæm fyrir afleiðingum átaka sem þessara, hvort sem þær eru andlegar eða líkamlegar.“ Kirolos segir ástandið í landinu afar slæmt eftir átök undanfarinna ára. Tíu milljónir búi við sáran skort og alls þurfi um áttatíu prósent þjóðarinnar á aðstoð að halda. „Því miður er ástandið að versna og það hefur versnað stöðugt. Auðvitað er þetta versta mannúðarkrísa heims og hún er af mannavöldum. Hún stafar af átökum,“ segir hann og bætir því við að staðan muni ekki batna fyrr en alþjóðasamfélagið þrýstir á stríðandi fylkingar að koma á friði. „Þangað til vopnahléi er komið á, þangað til viðræður um friðarferlið fara almennilega af stað mun ástandið halda áfram að versna,“ segir Kirolos.
Jemen Tengdar fréttir Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr við stríðsátök 420 milljónir barna eða eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr við stríð í dag. Aldrei hafa fleiri börn búið á stríðshrjáðum svæðum en síðustu tuttugu ár. 4. október 2019 09:00 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr við stríðsátök 420 milljónir barna eða eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr við stríð í dag. Aldrei hafa fleiri börn búið á stríðshrjáðum svæðum en síðustu tuttugu ár. 4. október 2019 09:00