Matur er flóknari en lyf Inga Rún Sigurðardóttir skrifar 3. október 2019 09:00 Óla Kallý Magnúsdóttir, næringarfræðingur. Tíunda hver fullorðin manneskja á Íslandi er með sykursýki af tegund 2. Það er ef tíðnin er eins og í löndunum í kringum okkur en skráningu er verulega ábótavant hér á landi og mikilvægt er að koma upp miðlægum gagnagrunni. Nauðsynlegt er að fá næringarfræðinga í meiri mæli til að koma að næringarmeðferð einstaklinga með sykursýki. Landspítalinn var að senda frá sér uppfærðar ráðleggingar um mataræði fyrir fólk með sykursýki af tegund 2. Sú vinna kemur í kjölfar leiðbeininga sem voru gefnar út um næringarmeðferð einstaklinga með þennan sjúkdóm árið 2017 en nýbúið er að endurskoða þær. Óla Kallý Magnúsdóttir hefur verið í forsvari fyrir þessa vinnu en hún er næringarfræðingur á Landspítalanum og aðjunkt við Háskóla Íslands. Þessi vinna var unnin meðal annars til þess að bregðast við þeirri lágkolvetnabylgju sem hefur skollið á landsmönnum. „Það var verið að rífast svolítið um hver væri rétta leiðin fyrir þennan hóp. Það er svo vont fyrir sjúklinga þegar skilaboðin frá heilbrigðisstarfsfólki eru misvísandi þannig að við ákváðum að fá alla sem koma að þessum sjúklingahópi að borðinu. Við höfðum vinnustofu og fórum í gegnum allar rannsóknir síðustu tíu ára og settum upp drög að þessum leiðbeiningum. Fengum síðan alla sem vildu til að koma á vinnustofu og ræða um þessi drög, fengum fullt af athugasemdum og breyttum samkvæmt því og úr varð þetta skjal. Við vildum ná einhverri sátt,“ segir hún en fyrir utan Landspítalann komu að vinnunni Háskóli Íslands, Embætti landlæknis, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands. Stöðugt bætast við nýjar rannsóknir. „Það er mikilvægt að fara yfir þetta reglulega og ekki grípa eina rannsókn hér og þar heldur fara yfir heildina og meta gæði þeirra og taka saman hvað við vitum um hverjar séu bestu leiðirnar núna,“ segir Óla Kallý en mataræðið sem mælt er með er sýnt í töflu hér á síðunni.Snýst um gæði matarins Ein aðferðin er að halda sig við almennar ráðleggingar í mataræði en líka er tekið fyrir lágkolvetnamataræði. „Rannsóknir sýna að það er hægt að ná góðum árangri með því að skerða kolvetnin en þau eru það sem hefur mest áhrif á blóðsykurinn. Aðalmálið í þessu er hins vegar að velja gæðamat,“ segir hún en þá skiptir hlutfall kolvetna, fitu og próteina ekki eins miklu máli. „Það er hægt að borða lágkolvetna og borða bara óhollan mat. Það skiptir máli hvað er þarna að baki. Þá þurfum við kannski ekki að vera að rífast um hvort 20, 30 eða 40 prósent orkunnar eigi að vera kolvetni heldur skiptir máli hvaða mat þú ert að borða,“ segir hún og þá er aðalmálið að sneiða hjá unnum matvörum. „Þetta snýst um að borða mat sem er næringarríkur frá náttúrunnar hendi, lítið unninn mat.“ Mikilvægt er að næringarmeðferð sé einstaklingsmiðuð. „Það þarf að mæta hverjum og einum einstaklingi þar sem hann er staddur. Það geta ekki allir sett allt á hvolf til að borða eftir einhverjum fyrirfram ákveðnum ráðleggingum. Það þarf að horfa á hvað einstaklingurinn er tilbúinn að gera, hvernig hægt er að bæta mataræði hans, þó að það verði ekki fullkomið.“ Vantar næringarfræðinga í heilsugæsluna Til þess að þetta sé mögulegt þarf að fá næringarfræðinga til starfa á heilsugæslustöðvarnar. „Hjá þessum hópi er augljóst mál að hann þarf betra aðgengi að næringarfræðingum. Á höfuðborgarsvæðinu eru næringarfræðingar aðallega inni á Landspítala og það er aðeins lítill hluti einstaklinga með sykursýki tegund 2 í eftirliti þar. Það eru sykursýkismóttökur á mörgum heilsugæslustöðvum en hvergi á höfuðborgarsvæðinu er næringarfræðingur, nema mögulega á einkarekinni heilsugæslustöð. Það er mikill vilji hjá starfsfólki til þess að fá næringarfræðinga til liðs við stöðvarnar. Það væri gott að fá næringarfræðinga inn á heilsugæslurnar til að gera það sem við erum sérfræðingar í,“ segir Óla Kallý en það tekur tíma og eftirfylgni að breyta mataræði fólks. Grípa snemma inn í „Maður skrifar ekki upp á mataræði eins og lyf, matur er flóknari en svo. Það þarf að mæta einstaklingnum þar sem hann er, skoða hvað hann getur gert því að þannig er líklegra að hann haldi sig við það.“ Það að gefa pillu við sjúkdóminum hljómar ef til vill sem auðveld lausn en þetta er flókinn sjúkdómur. „Sykursýki tegund 2 er langvinnur sjúkdómur og eitthvað sem þarf meðferð við það sem eftir er ævinnar, þannig að þetta er enginn kúr. Það þarf að fræða fólk og reyna að finna leiðir í lífi þess til að hafa sem mest áhrif á blóðsykurinn til lækkunar,“ segir hún en best er að grípa inn í hjá einstaklingi með skert sykurþol eða hækkaðan blóðsykur sem fyrst en ekki bíða eftir því að þetta verði að sjúkdómi. Ekki „áunnin sykursýki“ Einu sinni var alltaf talað um þennan sjúkdóm sem áunna sykursýki en það tíðkast ekki lengur. „Sjúkdómsmyndin er flókin. Það er sterk erfðatenging þarna sem dæmi. Þetta er ekki beint áunnið þó að lífsstíll og holdafar sé áhættuþáttur. Það er skömm sem fylgir því að kalla þetta áunnið svo við viljum helst útrýma þessu orði. Að einhverjum hluta getur maður haft áhrif á sjúkdóminn en til dæmis ef sykursýkin versnar er ekki þar með sagt að maður hafi gert eitthvað vitlaust.“Vandamálið hér á landi er að ekki er til tölfræði yfir hann. „Við vitum ekki hver staðan er á Íslandi, hvað það eru margir með sykursýki en við reiknum með að það sé svipað og í löndunum í kringum okkur sem er 9-10 prósent. Þetta getur verið dýr sjúkdómur fyrir heilbrigðiskerfið. Það er aukin hætta á sykursýki eftir því sem maður eldist og þjóðin er að eldast. Það þarf að vekja athygli á þessu og grípa inn í,“ segir Óla Kallý en fylgikvillar sjúkdómsins eru alvarlegir. „Það sem er hættulegast við sykursýkina eru fylgikvillarnir. Flestir deyja úr fylgikvillum en ekki í raun úr sykursýkinni sjálfri. Eftir því sem fólk greinist yngra, því fleiri ár hefur það til að þróa með sér þessa fylgikvilla sem þýðir meiri skerðing á lífsgæðum og meiri kostnaður fyrir heilbrigðiskerfið. Við þurfum sérstaklega að grípa inn í hjá unga fólkinu sem er að greinast,“ segir hún en á heimsvísu er sykursýki númer sjö á lista Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar yfir banamein fólks. Alls létust 1,6 milljónir manna vegna sykursýki árið 2016 en sú tala var undir milljón árið 2000.Gagnagrunnur nauðsynlegur Skráningu er verulega ábótavant hér á landi og mikilvægt er að koma upp miðlægum gagnagrunni. Engin kerfisbundin úttekt á árangri er gerð en heilbrigðisyfirvöld greiða þannig fyrir óskilgreinda þjónustu og er erfitt að meta fjármögnunarþörf eða gera áætlanir. Sömuleiðis hafa sjúklingarnir takmarkaða sýn á það hvar þeir standa eða hvort þjónustan sé viðeigandi. „Starfshópur frá velferðarráðuneytinu fór yfir þessi mál en það hefur verið pressað á það lengi að það þurfi að vera einhver miðlæg skrá,“ segir Óla Kallý en starfshópurinn skilaði skýrslu fyrir rúmu ári. „Það er aðeins byrjuð vinna hjá Embætti landlæknis við að gera þarfagreiningu fyrir útboð á miðlægri skrá fyrir sykursýki,“ segir Óla Kallý sem er hluti af þeim vinnuhóp en vinnan hófst í sumar. „Þetta getur verið dýr sjúkdómur. Með miðlægri skrá næst betri yfirsýn yfir stöðuna. Til dæmis ef einhver er að gera sérlega vel, þá er hægt að taka þá leið upp og spara peninga. Það þurfa ekki allir að vera að finna upp hjólið. Það er lágmark að vita hvað það eru margir með sykursýki hérna.“ Mataræði lykilatriði Sömuleiðis segir hún að allir séu af vilja gerðir en það sé sóun að allir séu að búa til eigið fræðsluefni og þess vegna hafi þessar ráðleggingar um mataræði komið frá Landspítalanum. „Mataræði er lykilatriði í þessari meðferð. Læknar og hjúkrunarfræðingar eru að veita að hluta ráðleggingar um mataræði en allar íslenskar og erlendar ráðleggingar mæla með því að það séu næringarfræðingar sem sjái um þetta,“ segir hún enda sé tíminn takmarkaður og margt annað sem þessar stéttir þurfi að sinna. „Það eru næringarfræðingar á heilsugæslunni í Keflavík, Akranesi og Ísafirði. Það eru ágætis lífsstílsmóttökur á mörgum heilsugæslustöðvum en ég held að næringarfræðingar væru góð viðbót við þær.“ Eins og trúarbrögð Ljóst er að fólk hefur mikinn áhuga á mataræði samanber ketó-æðið sem hefur runnið á landsmenn. „Það er mikill áhugi og mjög sterkar skoðanir. Þetta er stundum eins og trúarbrögð. Það er svo mikilvægt að átta sig á því að það sem virkar fyrir einn virkar ekki fyrir annan. Það er frábært ef fólk finnur eitthvað sem virkar fyrir það,“ segir Óla Kallý og útskýrir að það þurfi að finna út hvað passi hverjum og einum. „Lágkolvetnamataræði virkar frábærlega fyrir suma og hefur gefið þeim nýtt líf en virkar alls ekki fyrir aðra. Maður þarf að átta sig á því að það er engin ein lausn. Þess vegna gefum við út bæði fræðsluefni og leiðbeiningar,“ segir hún. Það er hægt að vera á lágkolvetnafæði og borða mikið beikon og smjör eða vera á lágkolvetnafæði og borða jurtafitu, grænmeti og lax, sem Óla Kallý segir allt annað mál. Um sykursýkiSykursýki er sjúkdómur sem auðkennist af hækkun á blóðsykurgildi líkamans en orsök blóðsykurhækkunarinnar er vandamál með hormónið insúlín.Hækkun á blóðsykri veldur beint ýmsum bráðum einkennum eins og þorsta, auknum þvaglátum, sjónlagsbreytingum, þreytu og sleni. Með tímanum geta komið upp önnur vandamál og er þar fyrst og fremst um að ræða æðasjúkdóma.Á heimsvísu hefur einstaklingum með sykursýki fjölgað úr um 333 milljónum árið 2005 í um 435 milljónir árið 2015 sem er aukning um rétt rúm 30%.Í Evrópu er talið að um 9–10% fullorðinna hafi sykursýki.Um 90–95% sykursýkitilfella eru sykursýki 2.Sykursýki virðist aukast árlega um 3% hjá körlum og 2% hjá konum á Íslandi.Kostnaðurinn vegna fylgikvilla sykursýki er almennt talinn vaxandi og var nýlega metinn í Bandaríkjunum meiri en kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna fimm dýrustu krabbameinanna.Kostnaðurinn vegna sykursýkilyfa virðist hafa aukist um 64% á árunum 2003–2014 á Íslandi. Af lyfjaflokkum við einstökum sjúkdómum eru lyf við sykursýki í öðru sæti lyfjakostnaðar Sjúkratrygginga Íslands árin 2012–2016. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Matur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Tíunda hver fullorðin manneskja á Íslandi er með sykursýki af tegund 2. Það er ef tíðnin er eins og í löndunum í kringum okkur en skráningu er verulega ábótavant hér á landi og mikilvægt er að koma upp miðlægum gagnagrunni. Nauðsynlegt er að fá næringarfræðinga í meiri mæli til að koma að næringarmeðferð einstaklinga með sykursýki. Landspítalinn var að senda frá sér uppfærðar ráðleggingar um mataræði fyrir fólk með sykursýki af tegund 2. Sú vinna kemur í kjölfar leiðbeininga sem voru gefnar út um næringarmeðferð einstaklinga með þennan sjúkdóm árið 2017 en nýbúið er að endurskoða þær. Óla Kallý Magnúsdóttir hefur verið í forsvari fyrir þessa vinnu en hún er næringarfræðingur á Landspítalanum og aðjunkt við Háskóla Íslands. Þessi vinna var unnin meðal annars til þess að bregðast við þeirri lágkolvetnabylgju sem hefur skollið á landsmönnum. „Það var verið að rífast svolítið um hver væri rétta leiðin fyrir þennan hóp. Það er svo vont fyrir sjúklinga þegar skilaboðin frá heilbrigðisstarfsfólki eru misvísandi þannig að við ákváðum að fá alla sem koma að þessum sjúklingahópi að borðinu. Við höfðum vinnustofu og fórum í gegnum allar rannsóknir síðustu tíu ára og settum upp drög að þessum leiðbeiningum. Fengum síðan alla sem vildu til að koma á vinnustofu og ræða um þessi drög, fengum fullt af athugasemdum og breyttum samkvæmt því og úr varð þetta skjal. Við vildum ná einhverri sátt,“ segir hún en fyrir utan Landspítalann komu að vinnunni Háskóli Íslands, Embætti landlæknis, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands. Stöðugt bætast við nýjar rannsóknir. „Það er mikilvægt að fara yfir þetta reglulega og ekki grípa eina rannsókn hér og þar heldur fara yfir heildina og meta gæði þeirra og taka saman hvað við vitum um hverjar séu bestu leiðirnar núna,“ segir Óla Kallý en mataræðið sem mælt er með er sýnt í töflu hér á síðunni.Snýst um gæði matarins Ein aðferðin er að halda sig við almennar ráðleggingar í mataræði en líka er tekið fyrir lágkolvetnamataræði. „Rannsóknir sýna að það er hægt að ná góðum árangri með því að skerða kolvetnin en þau eru það sem hefur mest áhrif á blóðsykurinn. Aðalmálið í þessu er hins vegar að velja gæðamat,“ segir hún en þá skiptir hlutfall kolvetna, fitu og próteina ekki eins miklu máli. „Það er hægt að borða lágkolvetna og borða bara óhollan mat. Það skiptir máli hvað er þarna að baki. Þá þurfum við kannski ekki að vera að rífast um hvort 20, 30 eða 40 prósent orkunnar eigi að vera kolvetni heldur skiptir máli hvaða mat þú ert að borða,“ segir hún og þá er aðalmálið að sneiða hjá unnum matvörum. „Þetta snýst um að borða mat sem er næringarríkur frá náttúrunnar hendi, lítið unninn mat.“ Mikilvægt er að næringarmeðferð sé einstaklingsmiðuð. „Það þarf að mæta hverjum og einum einstaklingi þar sem hann er staddur. Það geta ekki allir sett allt á hvolf til að borða eftir einhverjum fyrirfram ákveðnum ráðleggingum. Það þarf að horfa á hvað einstaklingurinn er tilbúinn að gera, hvernig hægt er að bæta mataræði hans, þó að það verði ekki fullkomið.“ Vantar næringarfræðinga í heilsugæsluna Til þess að þetta sé mögulegt þarf að fá næringarfræðinga til starfa á heilsugæslustöðvarnar. „Hjá þessum hópi er augljóst mál að hann þarf betra aðgengi að næringarfræðingum. Á höfuðborgarsvæðinu eru næringarfræðingar aðallega inni á Landspítala og það er aðeins lítill hluti einstaklinga með sykursýki tegund 2 í eftirliti þar. Það eru sykursýkismóttökur á mörgum heilsugæslustöðvum en hvergi á höfuðborgarsvæðinu er næringarfræðingur, nema mögulega á einkarekinni heilsugæslustöð. Það er mikill vilji hjá starfsfólki til þess að fá næringarfræðinga til liðs við stöðvarnar. Það væri gott að fá næringarfræðinga inn á heilsugæslurnar til að gera það sem við erum sérfræðingar í,“ segir Óla Kallý en það tekur tíma og eftirfylgni að breyta mataræði fólks. Grípa snemma inn í „Maður skrifar ekki upp á mataræði eins og lyf, matur er flóknari en svo. Það þarf að mæta einstaklingnum þar sem hann er, skoða hvað hann getur gert því að þannig er líklegra að hann haldi sig við það.“ Það að gefa pillu við sjúkdóminum hljómar ef til vill sem auðveld lausn en þetta er flókinn sjúkdómur. „Sykursýki tegund 2 er langvinnur sjúkdómur og eitthvað sem þarf meðferð við það sem eftir er ævinnar, þannig að þetta er enginn kúr. Það þarf að fræða fólk og reyna að finna leiðir í lífi þess til að hafa sem mest áhrif á blóðsykurinn til lækkunar,“ segir hún en best er að grípa inn í hjá einstaklingi með skert sykurþol eða hækkaðan blóðsykur sem fyrst en ekki bíða eftir því að þetta verði að sjúkdómi. Ekki „áunnin sykursýki“ Einu sinni var alltaf talað um þennan sjúkdóm sem áunna sykursýki en það tíðkast ekki lengur. „Sjúkdómsmyndin er flókin. Það er sterk erfðatenging þarna sem dæmi. Þetta er ekki beint áunnið þó að lífsstíll og holdafar sé áhættuþáttur. Það er skömm sem fylgir því að kalla þetta áunnið svo við viljum helst útrýma þessu orði. Að einhverjum hluta getur maður haft áhrif á sjúkdóminn en til dæmis ef sykursýkin versnar er ekki þar með sagt að maður hafi gert eitthvað vitlaust.“Vandamálið hér á landi er að ekki er til tölfræði yfir hann. „Við vitum ekki hver staðan er á Íslandi, hvað það eru margir með sykursýki en við reiknum með að það sé svipað og í löndunum í kringum okkur sem er 9-10 prósent. Þetta getur verið dýr sjúkdómur fyrir heilbrigðiskerfið. Það er aukin hætta á sykursýki eftir því sem maður eldist og þjóðin er að eldast. Það þarf að vekja athygli á þessu og grípa inn í,“ segir Óla Kallý en fylgikvillar sjúkdómsins eru alvarlegir. „Það sem er hættulegast við sykursýkina eru fylgikvillarnir. Flestir deyja úr fylgikvillum en ekki í raun úr sykursýkinni sjálfri. Eftir því sem fólk greinist yngra, því fleiri ár hefur það til að þróa með sér þessa fylgikvilla sem þýðir meiri skerðing á lífsgæðum og meiri kostnaður fyrir heilbrigðiskerfið. Við þurfum sérstaklega að grípa inn í hjá unga fólkinu sem er að greinast,“ segir hún en á heimsvísu er sykursýki númer sjö á lista Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar yfir banamein fólks. Alls létust 1,6 milljónir manna vegna sykursýki árið 2016 en sú tala var undir milljón árið 2000.Gagnagrunnur nauðsynlegur Skráningu er verulega ábótavant hér á landi og mikilvægt er að koma upp miðlægum gagnagrunni. Engin kerfisbundin úttekt á árangri er gerð en heilbrigðisyfirvöld greiða þannig fyrir óskilgreinda þjónustu og er erfitt að meta fjármögnunarþörf eða gera áætlanir. Sömuleiðis hafa sjúklingarnir takmarkaða sýn á það hvar þeir standa eða hvort þjónustan sé viðeigandi. „Starfshópur frá velferðarráðuneytinu fór yfir þessi mál en það hefur verið pressað á það lengi að það þurfi að vera einhver miðlæg skrá,“ segir Óla Kallý en starfshópurinn skilaði skýrslu fyrir rúmu ári. „Það er aðeins byrjuð vinna hjá Embætti landlæknis við að gera þarfagreiningu fyrir útboð á miðlægri skrá fyrir sykursýki,“ segir Óla Kallý sem er hluti af þeim vinnuhóp en vinnan hófst í sumar. „Þetta getur verið dýr sjúkdómur. Með miðlægri skrá næst betri yfirsýn yfir stöðuna. Til dæmis ef einhver er að gera sérlega vel, þá er hægt að taka þá leið upp og spara peninga. Það þurfa ekki allir að vera að finna upp hjólið. Það er lágmark að vita hvað það eru margir með sykursýki hérna.“ Mataræði lykilatriði Sömuleiðis segir hún að allir séu af vilja gerðir en það sé sóun að allir séu að búa til eigið fræðsluefni og þess vegna hafi þessar ráðleggingar um mataræði komið frá Landspítalanum. „Mataræði er lykilatriði í þessari meðferð. Læknar og hjúkrunarfræðingar eru að veita að hluta ráðleggingar um mataræði en allar íslenskar og erlendar ráðleggingar mæla með því að það séu næringarfræðingar sem sjái um þetta,“ segir hún enda sé tíminn takmarkaður og margt annað sem þessar stéttir þurfi að sinna. „Það eru næringarfræðingar á heilsugæslunni í Keflavík, Akranesi og Ísafirði. Það eru ágætis lífsstílsmóttökur á mörgum heilsugæslustöðvum en ég held að næringarfræðingar væru góð viðbót við þær.“ Eins og trúarbrögð Ljóst er að fólk hefur mikinn áhuga á mataræði samanber ketó-æðið sem hefur runnið á landsmenn. „Það er mikill áhugi og mjög sterkar skoðanir. Þetta er stundum eins og trúarbrögð. Það er svo mikilvægt að átta sig á því að það sem virkar fyrir einn virkar ekki fyrir annan. Það er frábært ef fólk finnur eitthvað sem virkar fyrir það,“ segir Óla Kallý og útskýrir að það þurfi að finna út hvað passi hverjum og einum. „Lágkolvetnamataræði virkar frábærlega fyrir suma og hefur gefið þeim nýtt líf en virkar alls ekki fyrir aðra. Maður þarf að átta sig á því að það er engin ein lausn. Þess vegna gefum við út bæði fræðsluefni og leiðbeiningar,“ segir hún. Það er hægt að vera á lágkolvetnafæði og borða mikið beikon og smjör eða vera á lágkolvetnafæði og borða jurtafitu, grænmeti og lax, sem Óla Kallý segir allt annað mál. Um sykursýkiSykursýki er sjúkdómur sem auðkennist af hækkun á blóðsykurgildi líkamans en orsök blóðsykurhækkunarinnar er vandamál með hormónið insúlín.Hækkun á blóðsykri veldur beint ýmsum bráðum einkennum eins og þorsta, auknum þvaglátum, sjónlagsbreytingum, þreytu og sleni. Með tímanum geta komið upp önnur vandamál og er þar fyrst og fremst um að ræða æðasjúkdóma.Á heimsvísu hefur einstaklingum með sykursýki fjölgað úr um 333 milljónum árið 2005 í um 435 milljónir árið 2015 sem er aukning um rétt rúm 30%.Í Evrópu er talið að um 9–10% fullorðinna hafi sykursýki.Um 90–95% sykursýkitilfella eru sykursýki 2.Sykursýki virðist aukast árlega um 3% hjá körlum og 2% hjá konum á Íslandi.Kostnaðurinn vegna fylgikvilla sykursýki er almennt talinn vaxandi og var nýlega metinn í Bandaríkjunum meiri en kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna fimm dýrustu krabbameinanna.Kostnaðurinn vegna sykursýkilyfa virðist hafa aukist um 64% á árunum 2003–2014 á Íslandi. Af lyfjaflokkum við einstökum sjúkdómum eru lyf við sykursýki í öðru sæti lyfjakostnaðar Sjúkratrygginga Íslands árin 2012–2016.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Matur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira