Þorvaldur Örlygsson kemur til greina sem næsti landsliðsþjálfari Færeyja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2019 19:00 Þorvaldur Örlygsson þjálfar U19 vísir/skjáskot Þorvaldur Örlygsson, þjálfari íslenska nítján ára landsliðsins og fyrrum þjálfari liða eins og KA, Fram, ÍA og Keflavíkur, er einn af þeim sem koma til greina sem næsti landsliðsþjálfari Færeyja. Hörður Magnússon sagði frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Færeyingar eru að leita sér að nýjum landsliðsþjálfara í fyrsta sinn í tæpan áratug og á tíma voru bæði Heimir Guðjónsson og Guðjón Þórðarson orðaðir við starfið. Heimir og Guðjón þjálfuðu báðir í færeysku deildinni í ár en tvær umferðir eru eftir af henni. Heimir hefur ákveðið að koma heim og taka við Val. Þorvaldur hefur ekki þjálfað félagslið í nokkur ár en hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu sína sem einn af sérfræðingum Pepsi Max markanna síðustu ár. Daninn Lars Olsen hefur þjálfað færeyska landsliðið í tæp átta ár eða síðan í nóvember 2011. Hann hefur tilkynnt það að hann hætti með liðið þegar samningur hans rennur út eftir að undankeppni EM 2020 lýkur. Færeyska landsliðið er í 109. sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins en komst hæst upp í 83. sæti í þjálfaratíð Lars Olsen en það var árið 2016. Færeyingar töpuðu sjö fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM 2020 en unnu síðasta leik 1-0 sem var á heimavelli á móti Möltu. Rógvi Baldvinsson skoraði eina markið nítján mínútum fyrir leikslok. Þorvaldur hefur þjálfað íslenska nítján ára landsliðið frá árinu 2015. Þorvaldur er með Pro Licence sem er hæsta þjálfaragráðan hjá UEFA og það hjálpar honum vissulega í þessu ferli. Færeysk félagslið hafa einnig áhuga á Þorvaldi samkvæmt heimildum íþróttadeildar og því eru talsverðar líkur á því að hann starfi í færeyska fótboltanum á næsta ári. Færeyjar Færeyski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari íslenska nítján ára landsliðsins og fyrrum þjálfari liða eins og KA, Fram, ÍA og Keflavíkur, er einn af þeim sem koma til greina sem næsti landsliðsþjálfari Færeyja. Hörður Magnússon sagði frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Færeyingar eru að leita sér að nýjum landsliðsþjálfara í fyrsta sinn í tæpan áratug og á tíma voru bæði Heimir Guðjónsson og Guðjón Þórðarson orðaðir við starfið. Heimir og Guðjón þjálfuðu báðir í færeysku deildinni í ár en tvær umferðir eru eftir af henni. Heimir hefur ákveðið að koma heim og taka við Val. Þorvaldur hefur ekki þjálfað félagslið í nokkur ár en hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu sína sem einn af sérfræðingum Pepsi Max markanna síðustu ár. Daninn Lars Olsen hefur þjálfað færeyska landsliðið í tæp átta ár eða síðan í nóvember 2011. Hann hefur tilkynnt það að hann hætti með liðið þegar samningur hans rennur út eftir að undankeppni EM 2020 lýkur. Færeyska landsliðið er í 109. sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins en komst hæst upp í 83. sæti í þjálfaratíð Lars Olsen en það var árið 2016. Færeyingar töpuðu sjö fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM 2020 en unnu síðasta leik 1-0 sem var á heimavelli á móti Möltu. Rógvi Baldvinsson skoraði eina markið nítján mínútum fyrir leikslok. Þorvaldur hefur þjálfað íslenska nítján ára landsliðið frá árinu 2015. Þorvaldur er með Pro Licence sem er hæsta þjálfaragráðan hjá UEFA og það hjálpar honum vissulega í þessu ferli. Færeysk félagslið hafa einnig áhuga á Þorvaldi samkvæmt heimildum íþróttadeildar og því eru talsverðar líkur á því að hann starfi í færeyska fótboltanum á næsta ári.
Færeyjar Færeyski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira