Fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar nánast jafnt Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. október 2019 06:00 Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er komið undir 40 prósent samkvæmt könnuninni. Fréttablaðið/Valli Samfylkingin sækir mjög í sig veðrið samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Mælist flokkurinn nú með 18,5 prósenta fylgi, aðeins rúmu prósentustigi á eftir Sjálfstæðisflokknum sem er áfram stærsti flokkurinn með 19,6 prósent. Samfylkingin bætir við sig 4,6 prósentustigum frá síðustu könnun Zenter sem gerð var í september. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tæpum tveimur prósentustigum milli kannanna. Fylgi flokksins hefur verið á niðurleið frá kosningunum 2017 þegar hann fékk 25,3 prósent atkvæða. Sem fyrr er mjótt á munum milli Vinstri grænna, Miðflokksins, Viðreisnar og Pírata. Vinstri græn mælast nú með 12,7 prósent sem er örlítið minna en í síðustu könnun. Miðflokkurinn og Viðreisn tapa um einu prósentustigi milli kannana. Miðflokkurinn mælist nú með 11,6 prósent en Viðreisn 11,3 prósent. Píratar eru með 10,9 prósent og tapa hálfu prósentustigi. Framsóknarflokkurinn bætir rúmu prósentustigi við sig og mælist nú með 7,3 prósent. Fylgi Flokks fólksins helst óbreytt, eða fjögur prósent, og þá segjast 2,9 prósent ætla að kjósa Sósíalistaflokkinn. Fimm prósent atkvæða þarf til að flokkur fái uppbótarþingmenn. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír mælast nú samtals með 39,6 prósenta fylgi. Í kosningunum 2017 fengu flokkarnir samtals 52,9 prósent atkvæða. Athygli vekur að aðeins rúm 70 prósent aðspurðra svöruðu spurningunni um hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Tveir flokkar skera sig úr þegar svör eru greind eftir kyni. Vinstri græn njóta stuðnings 20,9 prósenta kvenna en einungis 6,1 prósents karla. Hjá Miðflokknum snýst dæmið við því 15,6 prósent karla styðja flokkinn en 6,7 prósent kvenna. Ekki mælist marktækur munur á stuðningi eftir kyni hjá öðrum flokkum. Könnunin var gerð á tímabilinu 10.-14. október síðastliðinn en hún var send á könnunarhóp Zenter rannsókna. Í úrtaki voru 2.300 einstaklingar 18 ára og eldri en svarhlutfall var 53 prósent. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Samfylkingin sækir mjög í sig veðrið samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Mælist flokkurinn nú með 18,5 prósenta fylgi, aðeins rúmu prósentustigi á eftir Sjálfstæðisflokknum sem er áfram stærsti flokkurinn með 19,6 prósent. Samfylkingin bætir við sig 4,6 prósentustigum frá síðustu könnun Zenter sem gerð var í september. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tæpum tveimur prósentustigum milli kannanna. Fylgi flokksins hefur verið á niðurleið frá kosningunum 2017 þegar hann fékk 25,3 prósent atkvæða. Sem fyrr er mjótt á munum milli Vinstri grænna, Miðflokksins, Viðreisnar og Pírata. Vinstri græn mælast nú með 12,7 prósent sem er örlítið minna en í síðustu könnun. Miðflokkurinn og Viðreisn tapa um einu prósentustigi milli kannana. Miðflokkurinn mælist nú með 11,6 prósent en Viðreisn 11,3 prósent. Píratar eru með 10,9 prósent og tapa hálfu prósentustigi. Framsóknarflokkurinn bætir rúmu prósentustigi við sig og mælist nú með 7,3 prósent. Fylgi Flokks fólksins helst óbreytt, eða fjögur prósent, og þá segjast 2,9 prósent ætla að kjósa Sósíalistaflokkinn. Fimm prósent atkvæða þarf til að flokkur fái uppbótarþingmenn. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír mælast nú samtals með 39,6 prósenta fylgi. Í kosningunum 2017 fengu flokkarnir samtals 52,9 prósent atkvæða. Athygli vekur að aðeins rúm 70 prósent aðspurðra svöruðu spurningunni um hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Tveir flokkar skera sig úr þegar svör eru greind eftir kyni. Vinstri græn njóta stuðnings 20,9 prósenta kvenna en einungis 6,1 prósents karla. Hjá Miðflokknum snýst dæmið við því 15,6 prósent karla styðja flokkinn en 6,7 prósent kvenna. Ekki mælist marktækur munur á stuðningi eftir kyni hjá öðrum flokkum. Könnunin var gerð á tímabilinu 10.-14. október síðastliðinn en hún var send á könnunarhóp Zenter rannsókna. Í úrtaki voru 2.300 einstaklingar 18 ára og eldri en svarhlutfall var 53 prósent. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira