Segir arftaka Birgis og Magnúsar ekki njóta sinnar virðingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. október 2019 13:59 Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi. Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, segir upphaf ólgunnar á Reykjalundi mega rekja til skipuritsbreytinga sem stjórn SÍBS skynnti skömmu fyrir sumarlokun og fyrirhuguð ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Nýir yfirmenn sem SÍBS skipi njóti ekki sinnar virðingar en þau séu handbendi stjórnarinnar sem starfsfólk Reykjalundar treystir ekki.Gerðu athugasemdir við skipurit Herdís Gunnarsdóttir var ráðin í starfið og kynnt til leiks þann 23. ágúst síðastliðinn. Í dag var svo tilkynnt að hún sinnti jafnframt starfi forstjóra á meðan staðan væri auglýst eftir uppsögn Birgis Gunnarssonar um mánaðamótin. Mikil ólga var á Reykjalundi í síðustu viku. Starfsfólk sendi sjúklinga heim á fimmtudaginn og einn starfsmaður sagði að annaðhvort viki stjórn SÍBS eða starfsfólkið. „Þessi ólga er vissulega enn þá og mikil óvissa en upphaf þessa máls eru skipuritsbreytingar sem voru kynntar skömmu fyrir sumarlokun og ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Starfsmenn og faghópar gerðu athugasemdir við ferlið, bæði við formann stjórnar SÍBS og framkvæmdastjórnar Reykjalundar, en það eina sem virðist hafa komið út úr því er að bæði forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga voru reknir en ferillinn látinn standa,“ sagði Magðalena í viðtali við fréttastofu í morgun.Rétt áður en starfsmannafundurinn hófst í hádeginu í dag þar sem Ólafur Þór Ævarsson var kynntur til leiks.Vísir/SigurjónÍ hádeginu var tilkynnt á starfsmannafundi á Reykjalundi, sem fáir sóttu, að Ólafur Þór Ævarsson tæki við af Magnúsi Ólasyni sem framkvæmdastjóra lækninga. Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, sagði í viðtali fyrir helgi að Magnús hefði neitað að hætta störfum eins og til hefði staðið sökum aldurs þótt búið væri að ráða í starf hans. Magðalena segist íhuga stöðu sína hjá Reykjalundi. „Það var náttúrulega ótrúleg samstaða sem skapaðist hér á fimmtudaginn var, daginn eftir að framkvæmdastjóra lækninga var sagt upp, og við lýstum vantrausti á stjórn SÍBS sem fer með yfirstjórn Reykjalundar. Í mínum huga er ekki starfandi undir þeirri stjórn og hver sá sem þau setja í þær stöður, sem munu vera tilkynntar nú á eftir, nýtur ekki minnar virðingar. Þannig að ég tel mig ekki geta unnið undir [eða verið] handbendi þeirrar stjórnar.“ Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, segir upphaf ólgunnar á Reykjalundi mega rekja til skipuritsbreytinga sem stjórn SÍBS skynnti skömmu fyrir sumarlokun og fyrirhuguð ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Nýir yfirmenn sem SÍBS skipi njóti ekki sinnar virðingar en þau séu handbendi stjórnarinnar sem starfsfólk Reykjalundar treystir ekki.Gerðu athugasemdir við skipurit Herdís Gunnarsdóttir var ráðin í starfið og kynnt til leiks þann 23. ágúst síðastliðinn. Í dag var svo tilkynnt að hún sinnti jafnframt starfi forstjóra á meðan staðan væri auglýst eftir uppsögn Birgis Gunnarssonar um mánaðamótin. Mikil ólga var á Reykjalundi í síðustu viku. Starfsfólk sendi sjúklinga heim á fimmtudaginn og einn starfsmaður sagði að annaðhvort viki stjórn SÍBS eða starfsfólkið. „Þessi ólga er vissulega enn þá og mikil óvissa en upphaf þessa máls eru skipuritsbreytingar sem voru kynntar skömmu fyrir sumarlokun og ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Starfsmenn og faghópar gerðu athugasemdir við ferlið, bæði við formann stjórnar SÍBS og framkvæmdastjórnar Reykjalundar, en það eina sem virðist hafa komið út úr því er að bæði forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga voru reknir en ferillinn látinn standa,“ sagði Magðalena í viðtali við fréttastofu í morgun.Rétt áður en starfsmannafundurinn hófst í hádeginu í dag þar sem Ólafur Þór Ævarsson var kynntur til leiks.Vísir/SigurjónÍ hádeginu var tilkynnt á starfsmannafundi á Reykjalundi, sem fáir sóttu, að Ólafur Þór Ævarsson tæki við af Magnúsi Ólasyni sem framkvæmdastjóra lækninga. Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, sagði í viðtali fyrir helgi að Magnús hefði neitað að hætta störfum eins og til hefði staðið sökum aldurs þótt búið væri að ráða í starf hans. Magðalena segist íhuga stöðu sína hjá Reykjalundi. „Það var náttúrulega ótrúleg samstaða sem skapaðist hér á fimmtudaginn var, daginn eftir að framkvæmdastjóra lækninga var sagt upp, og við lýstum vantrausti á stjórn SÍBS sem fer með yfirstjórn Reykjalundar. Í mínum huga er ekki starfandi undir þeirri stjórn og hver sá sem þau setja í þær stöður, sem munu vera tilkynntar nú á eftir, nýtur ekki minnar virðingar. Þannig að ég tel mig ekki geta unnið undir [eða verið] handbendi þeirrar stjórnar.“
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira