Handjárna-tímabilið er hafið Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 15. október 2019 21:30 Samkvæmt dagatali Handjárna-tímabilsins er október kallaður prófunar-tímabilið þar sem við eigum fyrstu stefnumótin og reynum að máta hvaða einstaklingar passa okkur. Getty Þegar talað er um The Cuffing season eða Handjárna-tímabilið er auðvelt að álykta að það sé verið að tala um eitthvað kynferðislegt, ekki satt? En hver er hin raunverulega skilgreining á The cuffing season? Samkvæmt Urban dictonary er skilgreiningin þessi: Yfir haust og vetrarmánuðina finnur fólk sem að öllu jöfnu kýs frekar að vera einhleypt aukna þrá í að bindast einhverjum, fara í samband. Kaldara veður og meiri innivera verður oft til þess að fólk finnur fyrir einmanaleika og þar af leiðandi eykst þörfin í það að komast í nýtt samband og tengjast annari manneskju. Yfir sumartímann virðist fólki þó líða betur með það að vera einhleypt. Veðrið er betra, ferðlög og mannfögnuðir taka yfir og félagslífið yfirleitt í blóma. Sagt er að Handjárna-tímabilið byrji fyrst 1. ágúst og standi til 14. febrúar (Valentínusardag). Á samfélagsmiðlum hefur mikið færst í aukana að fólk vísi í þetta tímabil og hefur til gamans svokallað dagatal Handjárna-tímabilsins gengið manna á milli þar sem mánuðurnir eru skilgreindir eftir ákveðnum stigum. 1. Njósna-tímabilið (Scouting) - 1. - 31. ágúst. Í ágúst fer fólk að horfa í kringum sig og skoða hverjir eru einhleypir og gætu mögulega komið til greina.2. Sigti-tímabilið (Drafting) - 1. - 30. september.Leitin þrengist of fólk byrjar að sigta úr þá einstaklinga sem vekja mestan áhuga. 3. Reynslu-tímabilið (Tryouts) - 1. - 31. október.Fyrstu stefnumótin eða hittingar. Á þessu tímabili lætur fólk á það reyna að hittast og finna hvort að það sé eitthvað til staðar. Sumir hitta nokkra á meðan aðrir prófa nokkur stefnumót með einum aðila.4. Fortímabilið (PreSeason) - 1. - 30. nóvember.Nú er fólk búið að finna einhvern einn og yfirleitt einkennist þetta tímabil af spennu og tilhlökkun. Stefnumótin verða fleiri og kynnin nánari. 5. Handjárna-tímabilið (Cuffing season) - 1. desember - 15. janúar.Það er svo ekki fyrr en í desember að handjárnatímabilið verður raunverulegt. Þetta er mánuðurinn sem fólk hefur hvað sterkustu löngunina í að binda sig. Þráin verður hvað mest í að eiga einhvern til þess að deila með þessum oft frekar fjölskyldumiðaða mánuði.6. Úrslita-tímabilið (Playoffs) - 16. janúar - 13. febrúar. Um miðjan janúar tekur hversdagsleikinn aftur við og margir hverjir komnir yfir mestu spennuna í sambandinu. Þá reynir meira á það hvernig fólk passar saman.7. Lokaúrslitin (The Championship game) - 14. febrúar. VALENTÍNUSARDAGURINN! Ef sambandið kemst í gegnum miðjan febrúar er sagt að þú sért hólpinn. Sambandið komst áfram í næstu lotu. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast ítarlegri umfjöllun Guardian um The cuffing season HÉR Ástin og lífið Tengdar fréttir Föðurland: Öskurgrenjaði úr gleði þegar hann sá son sinn í fyrsta skipti "Fór í bílalúguapótek af því mér fannst eitthvað vandræðalegt að kaupa tíu óléttupróf“. Þetta segir fjölmiðlamaðurinn og leikstjórinn Fannar Sveinsson sem svarar spurningum Makamála í nýja viðtalsliðnum Föðurland. 9. október 2019 13:00 Matarást: Kjötmeira pasta fyrir kjötkallinn minn Fitness-drottningin og einkaþjálfarinn Aðalheiður Ýr Óladóttir eða Heiða eins og hún er oftast kölluð er fyrsti viðmælandi Makamála í viðtalsliðnum Matarást. 13. október 2019 19:30 Spurning vikunnar: Hvað er það fyrsta sem heillar þig við manneskju? Eru það augun? Hárið? Röddin eða hvernig manneskjan ilmar? Hvað er það FYRSTA sem heillar? 11. október 2019 11:45 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Hvað syngur í Dadda Disco? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú „dömpað“ einhverjum í gegnum skilaboð? Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Þegar talað er um The Cuffing season eða Handjárna-tímabilið er auðvelt að álykta að það sé verið að tala um eitthvað kynferðislegt, ekki satt? En hver er hin raunverulega skilgreining á The cuffing season? Samkvæmt Urban dictonary er skilgreiningin þessi: Yfir haust og vetrarmánuðina finnur fólk sem að öllu jöfnu kýs frekar að vera einhleypt aukna þrá í að bindast einhverjum, fara í samband. Kaldara veður og meiri innivera verður oft til þess að fólk finnur fyrir einmanaleika og þar af leiðandi eykst þörfin í það að komast í nýtt samband og tengjast annari manneskju. Yfir sumartímann virðist fólki þó líða betur með það að vera einhleypt. Veðrið er betra, ferðlög og mannfögnuðir taka yfir og félagslífið yfirleitt í blóma. Sagt er að Handjárna-tímabilið byrji fyrst 1. ágúst og standi til 14. febrúar (Valentínusardag). Á samfélagsmiðlum hefur mikið færst í aukana að fólk vísi í þetta tímabil og hefur til gamans svokallað dagatal Handjárna-tímabilsins gengið manna á milli þar sem mánuðurnir eru skilgreindir eftir ákveðnum stigum. 1. Njósna-tímabilið (Scouting) - 1. - 31. ágúst. Í ágúst fer fólk að horfa í kringum sig og skoða hverjir eru einhleypir og gætu mögulega komið til greina.2. Sigti-tímabilið (Drafting) - 1. - 30. september.Leitin þrengist of fólk byrjar að sigta úr þá einstaklinga sem vekja mestan áhuga. 3. Reynslu-tímabilið (Tryouts) - 1. - 31. október.Fyrstu stefnumótin eða hittingar. Á þessu tímabili lætur fólk á það reyna að hittast og finna hvort að það sé eitthvað til staðar. Sumir hitta nokkra á meðan aðrir prófa nokkur stefnumót með einum aðila.4. Fortímabilið (PreSeason) - 1. - 30. nóvember.Nú er fólk búið að finna einhvern einn og yfirleitt einkennist þetta tímabil af spennu og tilhlökkun. Stefnumótin verða fleiri og kynnin nánari. 5. Handjárna-tímabilið (Cuffing season) - 1. desember - 15. janúar.Það er svo ekki fyrr en í desember að handjárnatímabilið verður raunverulegt. Þetta er mánuðurinn sem fólk hefur hvað sterkustu löngunina í að binda sig. Þráin verður hvað mest í að eiga einhvern til þess að deila með þessum oft frekar fjölskyldumiðaða mánuði.6. Úrslita-tímabilið (Playoffs) - 16. janúar - 13. febrúar. Um miðjan janúar tekur hversdagsleikinn aftur við og margir hverjir komnir yfir mestu spennuna í sambandinu. Þá reynir meira á það hvernig fólk passar saman.7. Lokaúrslitin (The Championship game) - 14. febrúar. VALENTÍNUSARDAGURINN! Ef sambandið kemst í gegnum miðjan febrúar er sagt að þú sért hólpinn. Sambandið komst áfram í næstu lotu. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast ítarlegri umfjöllun Guardian um The cuffing season HÉR
Ástin og lífið Tengdar fréttir Föðurland: Öskurgrenjaði úr gleði þegar hann sá son sinn í fyrsta skipti "Fór í bílalúguapótek af því mér fannst eitthvað vandræðalegt að kaupa tíu óléttupróf“. Þetta segir fjölmiðlamaðurinn og leikstjórinn Fannar Sveinsson sem svarar spurningum Makamála í nýja viðtalsliðnum Föðurland. 9. október 2019 13:00 Matarást: Kjötmeira pasta fyrir kjötkallinn minn Fitness-drottningin og einkaþjálfarinn Aðalheiður Ýr Óladóttir eða Heiða eins og hún er oftast kölluð er fyrsti viðmælandi Makamála í viðtalsliðnum Matarást. 13. október 2019 19:30 Spurning vikunnar: Hvað er það fyrsta sem heillar þig við manneskju? Eru það augun? Hárið? Röddin eða hvernig manneskjan ilmar? Hvað er það FYRSTA sem heillar? 11. október 2019 11:45 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Hvað syngur í Dadda Disco? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú „dömpað“ einhverjum í gegnum skilaboð? Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Föðurland: Öskurgrenjaði úr gleði þegar hann sá son sinn í fyrsta skipti "Fór í bílalúguapótek af því mér fannst eitthvað vandræðalegt að kaupa tíu óléttupróf“. Þetta segir fjölmiðlamaðurinn og leikstjórinn Fannar Sveinsson sem svarar spurningum Makamála í nýja viðtalsliðnum Föðurland. 9. október 2019 13:00
Matarást: Kjötmeira pasta fyrir kjötkallinn minn Fitness-drottningin og einkaþjálfarinn Aðalheiður Ýr Óladóttir eða Heiða eins og hún er oftast kölluð er fyrsti viðmælandi Makamála í viðtalsliðnum Matarást. 13. október 2019 19:30
Spurning vikunnar: Hvað er það fyrsta sem heillar þig við manneskju? Eru það augun? Hárið? Röddin eða hvernig manneskjan ilmar? Hvað er það FYRSTA sem heillar? 11. október 2019 11:45