Skoða milljarðatuga fjármögnun Blæs Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. október 2019 06:15 Fjármögnun húsnæðisfélagsins Blæs, sem er í eigu ASÍ og BSRB, er nú á teikniborðinu. Formaður VR segir verkefnið hlaupa á tugum milljarða og sér fyrir sér að félagið geti farið í átak í húsnæðismálum eldra fólks. Vísir/vilhelm „Við erum að reyna að leysa stærsta vandann sem er fjármögnun Blæs. Við erum nú að teikna upp möguleikana sem við sjáum fyrir okkur varðandi fjármögnun til lengri tíma,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um húsnæðisfélagið Blæ sem nú er reynt að koma í gang. ASÍ og BSRB stofnuðu Blæ til hliðar við húsnæðisfélagið Bjarg sem er óhagnaðardrifið félag sem ætlað er að tryggja tekjulágum fjölskyldum aðgengi að öruggu húsnæði í langtímaleigu. Blær átti að vera almennara félag sem væri ekki bundið sömu kvöðum og Bjarg um hvað mætti byggja og fyrir hvern. Ragnar Þór segir ljóst að Blær verði að geta komið mjög sterkt inn á markaðinn til að leysa úr þeim mikla vanda sem sé á húsnæðismarkaði. „Svona verkefni þarf að hlaupa á tugum milljarða. Við leitum auðvitað til þeirra aðila sem hafa þolinmótt fjármagn, eins og lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður.“ Nú sé verið að kynna verkefnið fyrir ríkisstjórninni og lífeyrissjóðum. „Auðvitað er ekkert í hendi og við vitum ekki hvernig þetta mun ganga en ég vona svo sannarlega að þetta taki ekki of langan tíma.“ Dagskipunin hjá sér og þeim sem staðið hafi að lífskjarasamningnum sé að fylgja því risastóra verkefni eftir og þar leggur Ragnar Þór mikla áherslu á húsnæðismálin. „Þetta er ákall til lífeyrissjóða, stjórnvalda, Íbúðalánasjóðs og allra þeirra sem vettlingi geta valdið í þessu að koma að þessu með jákvæðum hætti. Ekki fara að spá í því hver á hugmyndina eða hver er í hvaða liði.“ Ragnar Þór bendir á að hjá Íbúðalánasjóði liggi á þriðja hundrað milljarða óráðstafaðir og að eignir lífeyrissjóðanna séu um 4.700 milljarðar. „Þótt svona verkefni sé dýrt eigi að gera þetta af myndarskap, eru þetta smáaurar í stóra samhenginu. Það væri lítill hluti fjárfestingargetu sjóðanna sem færi í slíka uppbyggingu á ári, kannski sjö til átta milljarðar.“ Ragnar Þór segir að Blær muni geta farið í átak fyrir þá hópa sem séu í mesta vandanum hverju sinni eins og eldra fólk er nú. „Það þarf að vera gríðarleg innspýting fyrir eldra fólk því staða þess á húsnæðismarkaði í dag er grafalvarleg. “ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
„Við erum að reyna að leysa stærsta vandann sem er fjármögnun Blæs. Við erum nú að teikna upp möguleikana sem við sjáum fyrir okkur varðandi fjármögnun til lengri tíma,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um húsnæðisfélagið Blæ sem nú er reynt að koma í gang. ASÍ og BSRB stofnuðu Blæ til hliðar við húsnæðisfélagið Bjarg sem er óhagnaðardrifið félag sem ætlað er að tryggja tekjulágum fjölskyldum aðgengi að öruggu húsnæði í langtímaleigu. Blær átti að vera almennara félag sem væri ekki bundið sömu kvöðum og Bjarg um hvað mætti byggja og fyrir hvern. Ragnar Þór segir ljóst að Blær verði að geta komið mjög sterkt inn á markaðinn til að leysa úr þeim mikla vanda sem sé á húsnæðismarkaði. „Svona verkefni þarf að hlaupa á tugum milljarða. Við leitum auðvitað til þeirra aðila sem hafa þolinmótt fjármagn, eins og lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður.“ Nú sé verið að kynna verkefnið fyrir ríkisstjórninni og lífeyrissjóðum. „Auðvitað er ekkert í hendi og við vitum ekki hvernig þetta mun ganga en ég vona svo sannarlega að þetta taki ekki of langan tíma.“ Dagskipunin hjá sér og þeim sem staðið hafi að lífskjarasamningnum sé að fylgja því risastóra verkefni eftir og þar leggur Ragnar Þór mikla áherslu á húsnæðismálin. „Þetta er ákall til lífeyrissjóða, stjórnvalda, Íbúðalánasjóðs og allra þeirra sem vettlingi geta valdið í þessu að koma að þessu með jákvæðum hætti. Ekki fara að spá í því hver á hugmyndina eða hver er í hvaða liði.“ Ragnar Þór bendir á að hjá Íbúðalánasjóði liggi á þriðja hundrað milljarða óráðstafaðir og að eignir lífeyrissjóðanna séu um 4.700 milljarðar. „Þótt svona verkefni sé dýrt eigi að gera þetta af myndarskap, eru þetta smáaurar í stóra samhenginu. Það væri lítill hluti fjárfestingargetu sjóðanna sem færi í slíka uppbyggingu á ári, kannski sjö til átta milljarðar.“ Ragnar Þór segir að Blær muni geta farið í átak fyrir þá hópa sem séu í mesta vandanum hverju sinni eins og eldra fólk er nú. „Það þarf að vera gríðarleg innspýting fyrir eldra fólk því staða þess á húsnæðismarkaði í dag er grafalvarleg. “
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira