Samstarf tveggja kanóna Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 10. október 2019 10:00 Eigendurnir Skjöldur og Kormákur ásamt Gunnari Hilmarssyni aðalhönnuði. Fréttablaðið/Anton brink Í dag verður tilkynnt um samstarf tveggja kanóna í íslenskri fatahönnun, Kormáks & Skjaldar og 66°Norður. Um er að ræða nýja útfærslu af jakkanum Öxi, en hún er tileinkuð íslenskum hestamönnum. Jakkinn er hluti af reiðfatalínu Kormáks & Skjaldar sem er væntanleg í verslanir þeirra. Öxi jakkinn hentar frábærlega í almenna útivist, dagsdaglega og ekki síður í reiðmennsku líkt og margar flíkur sem 66°Norður hefur framleitt síðustu áratugi. Jakkinn kemur í kvenmanns- og karlmannssniði, hvort um sig í tveimur útgáfum.Byrjuðu í notuðum fötum „Við reyndum að láta þeirra stíl og útlit mæta okkar í jakkanum. Við fórum þá leið að gera tvídprint-útgáfu af jakka frá þeim, til að tengja ólíka stíla fyrirtækjanna saman. Jakkinn er svo hluti af miklu stærra verkefni hjá okkur,“ segir Gunnar Hilmarsson, yfirhönnuður Kormáks & Skjaldar. Kormákur & Skjöldur eru vanalega með frekar stórar línur, bæði karl- og kvenmannsfatnað. „Við byrjuðum fyrir alvöru að framleiða okkar eigin línur árið 2010,“ segir Kormákur Geirharðsson, annar eigandi verslunarinnar. „Við byrjuðum á sínum tíma með notuð föt fyrir tuttugu árum í kjallara hérna á Hverfisgötu,“ segir Skjöldur Sigurjóns son, hinn helmingur tvíeykisins. „Aðalástæðan fyrir því að við fór um að framleiða sjálfir var sú að við fundum ekki það sem okkur langaði að selja. Neyðin kennir naktri konu að spinna,“ segir Kormákur. Ekki bara fyrir hestafólk Eins og áður sagði heitir nýjasta línan Reiðklæði. „Þetta er reiðfatnaður en ekki endilega bara til að fara á hestbak í, þú getur klæðst þessu líka dagsdaglega,“ segir Skjöldur. Kormákur segist alltaf hafa litið á þetta fyrst og fremst sem útivistarfatnað. „Þetta passar vel við hesta en líka allt eins til að fara út að ganga með hundinn,“ bætir Skjöldur við. „Þetta snýst kannski smá um að ramma inn ákveðna menningu, eins og þeir segja þá getur þetta allt eins verið notað í veiðar eða hvað sem er,“ segir Gunnar, en hann segir reiðtenginguna fyrst og fremst lýsa stílnum á fatnaðinum. „Sumt af þessu getur maður notað sem jakkaföt dagsdaglega,“ segir Kormákur. Fyrir íslenskt veðurfar Kormákur segir að fatnaðurinn sem þeir framleiða henti sérstaklega vel fyrir íslenskt veðurfar. „Fólk sem er að koma til okkar talar sérstaklega um hvað þeim finnst hentugt að geta klæðst þessu allt árið, þetta eru þannig efni,“ bætir hann við. „Svo leggjum við upp úr því að vera með mjög vönduð efni og að gera föt sem endast, þannig að það spornar gegn sóun. Þá kaupir fólk sér aðeins dýrara en f líkin nýtist mun lengur og vinnan á bak við hana er vönduð,“ segir Skjöldur.Örfá eintök í boði Gunnar segir að tilurð samstarfsins hafi verið skemmtileg og það hafi gengið einstaklega fyrir sig. „66°Norður er náttúrulega leiðandi í gerð útivistarfatnaðar og mikið notað af hestafólki. Okkur langaði líka að finna leiðina frá okkar útliti yfir í þeirra og mæta því í miðjunni. Það var skemmtilegt ferli. Þótt fyrirtækin séu ólík þá eiga þau margt sameiginlegt, þau ganga bæði út frá svipuðum hugsjónum með sögu, nýtingu og gæði,“ segir Gunnar. „Þau voru nú þegar að hugsa um að endurvekja reiðlínuna sína, þannig að þetta gekk mjög fljótt saman og var gott samstarf. En jakkinn var ekki framleiddur í mörgum eintökum, svo fólk verður að drífa sig og kaupa hann,“ segir Kormákur léttur og þeir hlæja allir þrír. Samstarfið verður kynnt og jakkinn fer í sölu klukkan 17.00 í verslun 66° Norður við Laugaveg. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Í dag verður tilkynnt um samstarf tveggja kanóna í íslenskri fatahönnun, Kormáks & Skjaldar og 66°Norður. Um er að ræða nýja útfærslu af jakkanum Öxi, en hún er tileinkuð íslenskum hestamönnum. Jakkinn er hluti af reiðfatalínu Kormáks & Skjaldar sem er væntanleg í verslanir þeirra. Öxi jakkinn hentar frábærlega í almenna útivist, dagsdaglega og ekki síður í reiðmennsku líkt og margar flíkur sem 66°Norður hefur framleitt síðustu áratugi. Jakkinn kemur í kvenmanns- og karlmannssniði, hvort um sig í tveimur útgáfum.Byrjuðu í notuðum fötum „Við reyndum að láta þeirra stíl og útlit mæta okkar í jakkanum. Við fórum þá leið að gera tvídprint-útgáfu af jakka frá þeim, til að tengja ólíka stíla fyrirtækjanna saman. Jakkinn er svo hluti af miklu stærra verkefni hjá okkur,“ segir Gunnar Hilmarsson, yfirhönnuður Kormáks & Skjaldar. Kormákur & Skjöldur eru vanalega með frekar stórar línur, bæði karl- og kvenmannsfatnað. „Við byrjuðum fyrir alvöru að framleiða okkar eigin línur árið 2010,“ segir Kormákur Geirharðsson, annar eigandi verslunarinnar. „Við byrjuðum á sínum tíma með notuð föt fyrir tuttugu árum í kjallara hérna á Hverfisgötu,“ segir Skjöldur Sigurjóns son, hinn helmingur tvíeykisins. „Aðalástæðan fyrir því að við fór um að framleiða sjálfir var sú að við fundum ekki það sem okkur langaði að selja. Neyðin kennir naktri konu að spinna,“ segir Kormákur. Ekki bara fyrir hestafólk Eins og áður sagði heitir nýjasta línan Reiðklæði. „Þetta er reiðfatnaður en ekki endilega bara til að fara á hestbak í, þú getur klæðst þessu líka dagsdaglega,“ segir Skjöldur. Kormákur segist alltaf hafa litið á þetta fyrst og fremst sem útivistarfatnað. „Þetta passar vel við hesta en líka allt eins til að fara út að ganga með hundinn,“ bætir Skjöldur við. „Þetta snýst kannski smá um að ramma inn ákveðna menningu, eins og þeir segja þá getur þetta allt eins verið notað í veiðar eða hvað sem er,“ segir Gunnar, en hann segir reiðtenginguna fyrst og fremst lýsa stílnum á fatnaðinum. „Sumt af þessu getur maður notað sem jakkaföt dagsdaglega,“ segir Kormákur. Fyrir íslenskt veðurfar Kormákur segir að fatnaðurinn sem þeir framleiða henti sérstaklega vel fyrir íslenskt veðurfar. „Fólk sem er að koma til okkar talar sérstaklega um hvað þeim finnst hentugt að geta klæðst þessu allt árið, þetta eru þannig efni,“ bætir hann við. „Svo leggjum við upp úr því að vera með mjög vönduð efni og að gera föt sem endast, þannig að það spornar gegn sóun. Þá kaupir fólk sér aðeins dýrara en f líkin nýtist mun lengur og vinnan á bak við hana er vönduð,“ segir Skjöldur.Örfá eintök í boði Gunnar segir að tilurð samstarfsins hafi verið skemmtileg og það hafi gengið einstaklega fyrir sig. „66°Norður er náttúrulega leiðandi í gerð útivistarfatnaðar og mikið notað af hestafólki. Okkur langaði líka að finna leiðina frá okkar útliti yfir í þeirra og mæta því í miðjunni. Það var skemmtilegt ferli. Þótt fyrirtækin séu ólík þá eiga þau margt sameiginlegt, þau ganga bæði út frá svipuðum hugsjónum með sögu, nýtingu og gæði,“ segir Gunnar. „Þau voru nú þegar að hugsa um að endurvekja reiðlínuna sína, þannig að þetta gekk mjög fljótt saman og var gott samstarf. En jakkinn var ekki framleiddur í mörgum eintökum, svo fólk verður að drífa sig og kaupa hann,“ segir Kormákur léttur og þeir hlæja allir þrír. Samstarfið verður kynnt og jakkinn fer í sölu klukkan 17.00 í verslun 66° Norður við Laugaveg.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira