Valdefling á tímum hamfarahlýnunar Katrín Magnúsdóttir skrifar 10. október 2019 07:30 No one is too small to make a difference er heiti bókar sem inniheldur samansafn af ræðum Gretu Thunberg sem hefur vakið mikla athygli undanfarið. Titill bókarinnar inniheldur brýn skilaboð: Ekkert okkar er of lítið til að hafa áhrif. Áreitið er mikið í samfélaginu í dag og á okkur dynja upplýsingar úr öllum áttum. Umhverfismál hvers konar, s.s. hamfarahlýnun, eru áberandi í allri umræðu. Um raunverulegar ógnir er að ræða og því brýnt að grípa í taumana eigi að takast að sporna við þessari þróun. Það getur hins vegar verið flókið fyrir börn og ungmenni að henda reiður á öllum þessum upplýsingum. Hvað þýðir þetta allt og verða af leiðingarnar raunverulega eins slæmar og talað er um? Það er auðvelt að fyllast kvíða og vonleysi yfir framtíðinni við þessar aðstæður og finnast maður lítils megnugur. Valdefling og nemendalýðræði eru lykilþættir í alþjóðlega verkefninu Skólum á grænni grein (Grænfánaverkefninu) sem er fyrir nemendur á öllum skólastigum. Landvernd hefur rekið verkefnið hér á landi frá árinu 2001 og taka nú um 200 íslenskir skólar þátt. Skólar á grænni grein starfa eftir hugmyndafræði sjálfbærnimenntunar og hefur verið lýst af Sameinuðu þjóðunum sem einu helsta innleiðingartæki sjálfbærnimenntunar í heiminum í dag. Í Skólum á grænni grein eru nemendur því hluti af umhverfisnefnd skólans, sjá um að meta stöðu umhverfismála og setja skólanum markmið til að bæta það sem þeim þykir brýnast. Þeir fylgja markmiðunum eftir með hjálp samnemenda og starfsmanna skólans og helst með þátttöku nærsamfélagsins. Auk þess fá allir nemendur skólans fræðslu um þau þemu eða markmið sem tekin eru fyrir hverju sinni. Nemendur eru þannig virkjaðir til áhrifa innan síns skóla og nærsamfélags og er lýðræðislegum aðferðum beitt til að sem flestir komi að borðinu. Þannig er nemendum kennt að þeir geti beitt áhrifum sínum til að stuðla að breytingum í sínu nærumhverfi. Ekkert okkar er of lítið til að hafa áhrif eru því orð sem eiga vel við í allri umhverfisumræðu – við getum öll haft áhrif!Höfundur er verkefnisstjóri Skólar á grænni grein / Grænfáninn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun STÓRKOSTLeg TÍMASKEKKJa Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Sjá meira
No one is too small to make a difference er heiti bókar sem inniheldur samansafn af ræðum Gretu Thunberg sem hefur vakið mikla athygli undanfarið. Titill bókarinnar inniheldur brýn skilaboð: Ekkert okkar er of lítið til að hafa áhrif. Áreitið er mikið í samfélaginu í dag og á okkur dynja upplýsingar úr öllum áttum. Umhverfismál hvers konar, s.s. hamfarahlýnun, eru áberandi í allri umræðu. Um raunverulegar ógnir er að ræða og því brýnt að grípa í taumana eigi að takast að sporna við þessari þróun. Það getur hins vegar verið flókið fyrir börn og ungmenni að henda reiður á öllum þessum upplýsingum. Hvað þýðir þetta allt og verða af leiðingarnar raunverulega eins slæmar og talað er um? Það er auðvelt að fyllast kvíða og vonleysi yfir framtíðinni við þessar aðstæður og finnast maður lítils megnugur. Valdefling og nemendalýðræði eru lykilþættir í alþjóðlega verkefninu Skólum á grænni grein (Grænfánaverkefninu) sem er fyrir nemendur á öllum skólastigum. Landvernd hefur rekið verkefnið hér á landi frá árinu 2001 og taka nú um 200 íslenskir skólar þátt. Skólar á grænni grein starfa eftir hugmyndafræði sjálfbærnimenntunar og hefur verið lýst af Sameinuðu þjóðunum sem einu helsta innleiðingartæki sjálfbærnimenntunar í heiminum í dag. Í Skólum á grænni grein eru nemendur því hluti af umhverfisnefnd skólans, sjá um að meta stöðu umhverfismála og setja skólanum markmið til að bæta það sem þeim þykir brýnast. Þeir fylgja markmiðunum eftir með hjálp samnemenda og starfsmanna skólans og helst með þátttöku nærsamfélagsins. Auk þess fá allir nemendur skólans fræðslu um þau þemu eða markmið sem tekin eru fyrir hverju sinni. Nemendur eru þannig virkjaðir til áhrifa innan síns skóla og nærsamfélags og er lýðræðislegum aðferðum beitt til að sem flestir komi að borðinu. Þannig er nemendum kennt að þeir geti beitt áhrifum sínum til að stuðla að breytingum í sínu nærumhverfi. Ekkert okkar er of lítið til að hafa áhrif eru því orð sem eiga vel við í allri umhverfisumræðu – við getum öll haft áhrif!Höfundur er verkefnisstjóri Skólar á grænni grein / Grænfáninn.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar