Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2019 20:12 Tvær talskonur Thunberg stigu á stokk og tilkynntu að hún ætlaði ekki að taka við umhverfisverðlaunum Norðurlandaráðs. Norðurlandaráð/Magnus Fröderberg Norðurlandaráð veitti Gretu Thunberg, sænska loftslagsaðgerðasinnanum, umhverfisverðlaun sín í kvöld en Thunberg hafnaði þeim í mótmælaskyni gegn aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Fulltrúar sem Thunberg sendi fyrir sína hönd sögðu heiminn þurfa á aðgerðum en ekki fleiri umhverfisverðlaunum að halda. Tilkynnt var um verðlaunahafann við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi þar sem Gyða Valtýsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs fyrr í kvöld. Thunberg var ekki viðstödd en hún er nú á ferðalagi í Ameríkunum þar sem hún ætlar að vera viðstödd loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Síle í desember. Hún hefur hlotið heimsathygli fyrir að hrinda af stað svonefndum skólaverkföllum fyrir loftslagið, mótmælaaðgerðum ungmenna til að krefjast loftslagsaðgerða sem hafa breiðst út um allan heim. Í stað Thunberg komu þær Isabelle og Sophia Axelsson frá samtökunum Fridays For Future upp á sviðið og fluttu erindi frá henni þar sem hún afþakkaði verðlaunin.Sagði Norðurlöndin ekki gera neitt þrátt fyrir fögur fyrirheit og orðspor Thunberg birti yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni í kvöld þar sem hún skýrði hvers vegna hún hefði ákveðið að afþakka verðlaunin. Þakkaði hún Norðurlandaráði fyrir það sem hún kallaði mikinn heiður. „En það sem loftslagshreyfingin þarf á að halda er ekki fleiri verðlaun. Það sem hún þarf er að stjórnmálamenn og fólk við völd byrji á að hlusta á bestu mögulegu vísindi sem nú eru fáanleg,“ sagði hún. Gagnrýndi Thunberg Norðurlöndin fyrir mikla losun gróðurhúsalofttegunda og stórt vistspor þrátt fyrir fögur fyrirheit og gott orðspor í umhverfismálum. „Í Svíþjóð lifum við eins og við eigum um það bil fjórar plánetur samkvæmt WWF og GLobal Footpint Network og það sama á um það bil við um öll Norðurlöndin,“ sagði Thunberg. Sérstaklega gagnrýndi hún norsk stjórnvöld fyrir að haf anýlega veitt metfjölda leyfa fyrir olíu- og gasvinnslu í norskri lögsögu. „Við búum í löndunum sem hafa mesta möguleikana á að gera sem mest og samt eru löndin okkar í reynd að gera ekki neitt,“ sagði Thunberg sem afþakkaði verðlaunin og verðlaunaféð á meðan Norðurlöndin gerðu ekki sitt til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. View this post on InstagramI have received the Nordic Council's environmental award 2019. I have decided to decline this prize. Here's why: “I am currently traveling through California and therefore not able to be present with you today. I want to thank the Nordic Council for this award. It is a huge honour. But the climate movement does not need any more awards. What we need is for our politicians and the people in power start to listen to the current, best available science. The Nordic countries have a great reputation around the world when it comes to climate and environmental issues. There is no lack of bragging about this. There is no lack of beautiful words. But when it comes to our actual emissions and our ecological footprints per capita - if we include our consumption, our imports as well as aviation and shipping - then it's a whole other story. In Sweden we live as if we had about 4 planets according to WWF and Global Footprint Network. And roughly the same goes for the entire Nordic region. In Norway for instance, the government recently gave a record number of permits to look for new oil and gas. The newly opened oil and natural gas-field, ”Johan Sverdrup” is expected to produce oil and natural gas for 50 years; oil and gas that would generate global CO2 emissions of 1,3 tonnes. The gap between what the science says is needed to limit the increase of global temperature rise to below 1,5 or even 2 degrees - and politics that run the Nordic countries is gigantic. And there are still no signs whatsoever of the changes required. The Paris Agreement, which all of the Nordic countries have signed, is based on the aspect of equity, which means that richer countries must lead the way. We belong to the countries that have the possibility to do the most. And yet our countries still basically do nothing. So until you start to act in accordance with what the science says is needed to limit the global temperature rise below 1,5 degrees or even 2 degrees celsius, I - and Fridays For Future in Sweden - choose not to accept the Nordic Councils environmental award nor the prize money of 500 000 Swedish kronor. Best wishes Greta Thunberg” A post shared by Greta Thunberg (@gretathunberg) on Oct 29, 2019 at 12:37pm PDT Í rökstuðningi dómnefndar kom fram að Thunberg væri sæmd verðlaununum fytrir að hafa blásið auknu lífi í umræðuna um loftslags- og umhverfismál á örlagaríkum tímapunkti í veraldarsögunni og orðið milljónum manna um allan heim innblástur til að krefjast veigamikilla aðgerða af hálfu stjórnmálamanna.Rökstuðningur dómnefndar:Síðan Greta fór í sitt fyrsta skólaverkfall hefur hún ekki aðeins komið af stað alþjóðlegri loftslagshreyfingu heldur einnig vakið okkur til umhugsunar um neyslumynstur okkar og bent á þörfina fyrir pólitískar aðgerðir til að minnka neyslu á vöru og þjónustu sem útheimtir mikið af jarðefnaeldsneyti og öðrum auðlindum. Með eigin skýra fordæmi hefur Greta vísað fjölda fólks veginn og vakið það til vitundar með aðferðum sem virðast þegar hafa haft áhrif á neyslu almennings og ferðavenjur, alveg í takt við tólfta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: „Ábyrg neysla og framleiðsla“, sem er einnig þema umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs nú í ár.Á skömmum tíma hefur Gretu tekist betur en nokkrum öðrum að auka meðvitund almennings í norrænu löndunum og annars staðar í heiminum um loftslags- og umhverfismál. Af þrautseigju og sannfæringarkrafti hefur hún hvatt heimsbyggðina til að taka mark á rannsóknaniðurstöðum og grípa til aðgerða á grunni staðreynda. Hún hefur þegar látið svo mikið að sér kveða að talað er um hnattræn „Gretu Thunberg-áhrif“.Greta hefur bæði náð til leiðtoga og ráðamanna heimsins og barna og ungmenna í norrænu löndunum, Evrópu og víðar. Með því að hvetja stjórnmálamenn til að taka loftslags- og umhverfisvána alvarlega og láta ekki staðar numið við að ræða ný og umhverfisvænni störf hefur hún stuðlað að auknu jafnvægi í stjórnmálaumræðunni.Þegar hún mætir andstöðu og fær að heyra frá fullorðnum að ekki taki því að láta sig þessi mál varða, að það sé hvort sem er um seinan, svarar hún: „… maður er aldrei of lítill til að leggja sitt af mörkum.“ Og það hefur hún svo sannarlega sýnt. Fréttin hefur verið uppfærð. Loftslagsmál Svíþjóð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Norðurlandaráð veitti Gretu Thunberg, sænska loftslagsaðgerðasinnanum, umhverfisverðlaun sín í kvöld en Thunberg hafnaði þeim í mótmælaskyni gegn aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Fulltrúar sem Thunberg sendi fyrir sína hönd sögðu heiminn þurfa á aðgerðum en ekki fleiri umhverfisverðlaunum að halda. Tilkynnt var um verðlaunahafann við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi þar sem Gyða Valtýsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs fyrr í kvöld. Thunberg var ekki viðstödd en hún er nú á ferðalagi í Ameríkunum þar sem hún ætlar að vera viðstödd loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Síle í desember. Hún hefur hlotið heimsathygli fyrir að hrinda af stað svonefndum skólaverkföllum fyrir loftslagið, mótmælaaðgerðum ungmenna til að krefjast loftslagsaðgerða sem hafa breiðst út um allan heim. Í stað Thunberg komu þær Isabelle og Sophia Axelsson frá samtökunum Fridays For Future upp á sviðið og fluttu erindi frá henni þar sem hún afþakkaði verðlaunin.Sagði Norðurlöndin ekki gera neitt þrátt fyrir fögur fyrirheit og orðspor Thunberg birti yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni í kvöld þar sem hún skýrði hvers vegna hún hefði ákveðið að afþakka verðlaunin. Þakkaði hún Norðurlandaráði fyrir það sem hún kallaði mikinn heiður. „En það sem loftslagshreyfingin þarf á að halda er ekki fleiri verðlaun. Það sem hún þarf er að stjórnmálamenn og fólk við völd byrji á að hlusta á bestu mögulegu vísindi sem nú eru fáanleg,“ sagði hún. Gagnrýndi Thunberg Norðurlöndin fyrir mikla losun gróðurhúsalofttegunda og stórt vistspor þrátt fyrir fögur fyrirheit og gott orðspor í umhverfismálum. „Í Svíþjóð lifum við eins og við eigum um það bil fjórar plánetur samkvæmt WWF og GLobal Footpint Network og það sama á um það bil við um öll Norðurlöndin,“ sagði Thunberg. Sérstaklega gagnrýndi hún norsk stjórnvöld fyrir að haf anýlega veitt metfjölda leyfa fyrir olíu- og gasvinnslu í norskri lögsögu. „Við búum í löndunum sem hafa mesta möguleikana á að gera sem mest og samt eru löndin okkar í reynd að gera ekki neitt,“ sagði Thunberg sem afþakkaði verðlaunin og verðlaunaféð á meðan Norðurlöndin gerðu ekki sitt til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. View this post on InstagramI have received the Nordic Council's environmental award 2019. I have decided to decline this prize. Here's why: “I am currently traveling through California and therefore not able to be present with you today. I want to thank the Nordic Council for this award. It is a huge honour. But the climate movement does not need any more awards. What we need is for our politicians and the people in power start to listen to the current, best available science. The Nordic countries have a great reputation around the world when it comes to climate and environmental issues. There is no lack of bragging about this. There is no lack of beautiful words. But when it comes to our actual emissions and our ecological footprints per capita - if we include our consumption, our imports as well as aviation and shipping - then it's a whole other story. In Sweden we live as if we had about 4 planets according to WWF and Global Footprint Network. And roughly the same goes for the entire Nordic region. In Norway for instance, the government recently gave a record number of permits to look for new oil and gas. The newly opened oil and natural gas-field, ”Johan Sverdrup” is expected to produce oil and natural gas for 50 years; oil and gas that would generate global CO2 emissions of 1,3 tonnes. The gap between what the science says is needed to limit the increase of global temperature rise to below 1,5 or even 2 degrees - and politics that run the Nordic countries is gigantic. And there are still no signs whatsoever of the changes required. The Paris Agreement, which all of the Nordic countries have signed, is based on the aspect of equity, which means that richer countries must lead the way. We belong to the countries that have the possibility to do the most. And yet our countries still basically do nothing. So until you start to act in accordance with what the science says is needed to limit the global temperature rise below 1,5 degrees or even 2 degrees celsius, I - and Fridays For Future in Sweden - choose not to accept the Nordic Councils environmental award nor the prize money of 500 000 Swedish kronor. Best wishes Greta Thunberg” A post shared by Greta Thunberg (@gretathunberg) on Oct 29, 2019 at 12:37pm PDT Í rökstuðningi dómnefndar kom fram að Thunberg væri sæmd verðlaununum fytrir að hafa blásið auknu lífi í umræðuna um loftslags- og umhverfismál á örlagaríkum tímapunkti í veraldarsögunni og orðið milljónum manna um allan heim innblástur til að krefjast veigamikilla aðgerða af hálfu stjórnmálamanna.Rökstuðningur dómnefndar:Síðan Greta fór í sitt fyrsta skólaverkfall hefur hún ekki aðeins komið af stað alþjóðlegri loftslagshreyfingu heldur einnig vakið okkur til umhugsunar um neyslumynstur okkar og bent á þörfina fyrir pólitískar aðgerðir til að minnka neyslu á vöru og þjónustu sem útheimtir mikið af jarðefnaeldsneyti og öðrum auðlindum. Með eigin skýra fordæmi hefur Greta vísað fjölda fólks veginn og vakið það til vitundar með aðferðum sem virðast þegar hafa haft áhrif á neyslu almennings og ferðavenjur, alveg í takt við tólfta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: „Ábyrg neysla og framleiðsla“, sem er einnig þema umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs nú í ár.Á skömmum tíma hefur Gretu tekist betur en nokkrum öðrum að auka meðvitund almennings í norrænu löndunum og annars staðar í heiminum um loftslags- og umhverfismál. Af þrautseigju og sannfæringarkrafti hefur hún hvatt heimsbyggðina til að taka mark á rannsóknaniðurstöðum og grípa til aðgerða á grunni staðreynda. Hún hefur þegar látið svo mikið að sér kveða að talað er um hnattræn „Gretu Thunberg-áhrif“.Greta hefur bæði náð til leiðtoga og ráðamanna heimsins og barna og ungmenna í norrænu löndunum, Evrópu og víðar. Með því að hvetja stjórnmálamenn til að taka loftslags- og umhverfisvána alvarlega og láta ekki staðar numið við að ræða ný og umhverfisvænni störf hefur hún stuðlað að auknu jafnvægi í stjórnmálaumræðunni.Þegar hún mætir andstöðu og fær að heyra frá fullorðnum að ekki taki því að láta sig þessi mál varða, að það sé hvort sem er um seinan, svarar hún: „… maður er aldrei of lítill til að leggja sitt af mörkum.“ Og það hefur hún svo sannarlega sýnt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Loftslagsmál Svíþjóð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira