Reiknar með því að fækka stöðugildum hjá Símanum um fjörutíu á næsta ári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2019 11:38 Orri Hauksson, forstjóri Símans, sem keypti sýningarréttinn á enska boltanum til þriggja ára. vísir/vilhelm Síminn hagnaðist um 897 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 978 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Forstjóri Símans segir sportstöð Símans hafa notið velgengni umfram væntingar en kostnaðaraðhald verði áfram í forgrunni rekstrar Símans. Stöðugildum hafi fækkað um fjörutíu milli ára og megi reikna með svipaðri breytingu á næsta ári. Tekjur Símans voru 7,1 milljarður króna á þriðja ársfjórðungi og hækkuðu um tæp tvö prósent á milli ára að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar. Orri Hauksson forstjóri segir fyrirtækið sátt en ófyrirséðir atburðir hafi verið fáir. Meðalverð þokist upp á einstaklingsmarkaði eftir margra ára tímabil skarpra lækkana. Enn sjái þó ekki fyrir endann á verðþrýstingi á fyrirtækjamarkaði. Góður tekjuvöxtur sé í sjónvarpsrekstri milli ára.Aldreifing ekki gengið sem skyldi „Síminn Sport hefur notið velgengni umfram væntingar frá því varan fór í loftið á miðjum þriðja fjórðungi. Vel hefur til dæmis gengið að semja um dreifingu vörunnar yfir öll fjarskipta- og sjónvarpsdreifikerfi landsins,“ segir Orri. Áfram séu góðar væntingar til vörunnar næstu mánuði. Aftur á móti segir Orri að samningar um aldreifingu fyrir Sjónvarp Símans Premium hafi ekki gengið sem skyldi. „Ástæðan er mótstaða Sýnar gegn því að selja aðgang að dreifikerfum í sinni umsjá fyrir Sjónvarp Símans Premium, sem er sú íslenska efnisveita sem langmest er notuð. Síminn verður þannig af möguleikum til aukinnar tekjusköpunar samhliða því að IPTV viðskiptavinir Sýnar hafa ekki möguleika á að kaupa Sjónvarp Símans Premium. Þessi skekkja mun vonandi leiðréttast á næsta ári,“ segir Orri.Sýn sendi frá sér tilkynningu til Kauphallar vegna þess orða forstjórans. Þar sé verulega hallað réttu máli.Nýleg breyting í afstöðu „Staðreynd málsins er sú að Síminn hefur ekki ljáð máls á að dreifa Sjónvarpi Símans Premium (áður tímavél og frelsi á Sjónvarpi Símans) sínu allar götur frá október 2015,“ segir í tilkynningunni. Sú hindrun sé í andstöðu við fjölmiðlalög og staðfest með stjórnvaldssekt á Símann. Nýverið hafi Síminn breytt um afstöðu, Sýn gert tilboð sem Síminn hafi í fyrstu hafnað en svo gengið að. Í millitíðinni hafi borist frummat Samkeppniseftirlitsins en samkvæmt því sé samtvinnun Sjónvarps Símans Premium og Enska boltans í andstöðu við sátt og samkeppnislög. „Með vísan til þessa telur Sýn að beiðni Símans um dreifingu á hinni samtvinnuðu þjónustu ómálefnalega. Eftir sem áður stendur Símanum til boða að dreifa Sjónvarpi Símans Premium á kerfum Sýnar án hinnar ólögmætu samtvinnunar.“Vísir er í eigu Sýnar. Fjarskipti Fjölmiðlar Markaðir Samkeppnismál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Síminn hagnaðist um 897 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 978 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Forstjóri Símans segir sportstöð Símans hafa notið velgengni umfram væntingar en kostnaðaraðhald verði áfram í forgrunni rekstrar Símans. Stöðugildum hafi fækkað um fjörutíu milli ára og megi reikna með svipaðri breytingu á næsta ári. Tekjur Símans voru 7,1 milljarður króna á þriðja ársfjórðungi og hækkuðu um tæp tvö prósent á milli ára að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar. Orri Hauksson forstjóri segir fyrirtækið sátt en ófyrirséðir atburðir hafi verið fáir. Meðalverð þokist upp á einstaklingsmarkaði eftir margra ára tímabil skarpra lækkana. Enn sjái þó ekki fyrir endann á verðþrýstingi á fyrirtækjamarkaði. Góður tekjuvöxtur sé í sjónvarpsrekstri milli ára.Aldreifing ekki gengið sem skyldi „Síminn Sport hefur notið velgengni umfram væntingar frá því varan fór í loftið á miðjum þriðja fjórðungi. Vel hefur til dæmis gengið að semja um dreifingu vörunnar yfir öll fjarskipta- og sjónvarpsdreifikerfi landsins,“ segir Orri. Áfram séu góðar væntingar til vörunnar næstu mánuði. Aftur á móti segir Orri að samningar um aldreifingu fyrir Sjónvarp Símans Premium hafi ekki gengið sem skyldi. „Ástæðan er mótstaða Sýnar gegn því að selja aðgang að dreifikerfum í sinni umsjá fyrir Sjónvarp Símans Premium, sem er sú íslenska efnisveita sem langmest er notuð. Síminn verður þannig af möguleikum til aukinnar tekjusköpunar samhliða því að IPTV viðskiptavinir Sýnar hafa ekki möguleika á að kaupa Sjónvarp Símans Premium. Þessi skekkja mun vonandi leiðréttast á næsta ári,“ segir Orri.Sýn sendi frá sér tilkynningu til Kauphallar vegna þess orða forstjórans. Þar sé verulega hallað réttu máli.Nýleg breyting í afstöðu „Staðreynd málsins er sú að Síminn hefur ekki ljáð máls á að dreifa Sjónvarpi Símans Premium (áður tímavél og frelsi á Sjónvarpi Símans) sínu allar götur frá október 2015,“ segir í tilkynningunni. Sú hindrun sé í andstöðu við fjölmiðlalög og staðfest með stjórnvaldssekt á Símann. Nýverið hafi Síminn breytt um afstöðu, Sýn gert tilboð sem Síminn hafi í fyrstu hafnað en svo gengið að. Í millitíðinni hafi borist frummat Samkeppniseftirlitsins en samkvæmt því sé samtvinnun Sjónvarps Símans Premium og Enska boltans í andstöðu við sátt og samkeppnislög. „Með vísan til þessa telur Sýn að beiðni Símans um dreifingu á hinni samtvinnuðu þjónustu ómálefnalega. Eftir sem áður stendur Símanum til boða að dreifa Sjónvarpi Símans Premium á kerfum Sýnar án hinnar ólögmætu samtvinnunar.“Vísir er í eigu Sýnar.
Fjarskipti Fjölmiðlar Markaðir Samkeppnismál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira